Take me down to Panama city where the hats are white and the ditch is pretty


Hlunk Force One

Við stóðum í flugstöðinni á Curacaoflugvelli og klóruðum okkur í hausnum. Flugvöllurinn var tómur, fyrir utan staffið, og eina vélin á skrá til brottfarar var Flæ-Dæ vélin okkar til Panama. Við vorum hálf stressaðir enda Flæ-dæ pínulítið flugfélagagrey sem er nýbyrjað að fljúga til Panama. Staffið var hætt að vinna og sat mæðulega og beið eftir einhverju. Svona hálftíma fyrir brottför kom Flæ-dæ starfskvenndi til okkar og tilkynnti okkur að upp væri komin sérkennileg staða. Við værum einu farþegarnir í vélinni svo það yrði smá seinkun á öllu en hún myndi svo bara hóa í okkur og græja dæmið þegar það að kæmi. Þetta reyndist langskrýtnasta flug sem við höfum farið í. Við sátum einir í hundrað manna flugvél, með tvo flugþjóna og einum svona air-marshal sem verður sennilega að vera í öllum flugum. Meira að segja flugmennirnir komu báðir að skoða tómu vélina og flissuðu af öllu saman. Síðasta vél frá Saigon 75 var pakkaðri en þetta. Í Panama komu svo töskurnar okkar tvær siglandi á risa færibandi og þetta var allt hið súrelaískasta. Jafnvel bruðlkóngurinn Jón Ásgeir flýgur ekki í 100 manna einkaþotum og þótt þetta hafi verið dýrasta flug ferðarinnar (40000 íslenskar leirkrónur) þá var þetta alveg þessi virði í skringileika einum saman. Jæja, komnir til Panama og það með flugstælafactor sem yfirleitt er geymdur fyrir allra ruglaðasta nýríkishyskið.


Remax og rotþró

Við hoppuðum uppí rottu og brunuðum til borgarinnar. Allt umhverfi var hið trópískasta og svo ólíkt suðurnesjum að um okkur fór vellíðunarhrollur. Hótelið okkar reyndst þó vera í hálfgettói en sjálf skipulagseiningin var hin glæsilegsta og montaði sig af því að vera sérstaklega vistvænt hótel – hvernig svo sem kann að standa á því. Fæn en aðallega bara ódýrt miðað við margt annað þarna. Við fengum okkur einn bjór og sígó á hóteltröppunum fyrir háttinn áður enn við liðum inni í draumalandið þar sem við spörkuðum Obama útúr air force one til að fá almennilegt pláss.


101 Panama

Næsti dagur var dagur landkönnunnar. Við byrjuðum á að skella okkur í gamla bæinn, sem er samt eiginlega nýrri en elsti bærinn en sá varð fyrir sjóræningjatöffaranum Henry Morgan (sem kaptein Morgan rommið heitir eftir, svona rauðklæddur skeggjaður gaur með sverð og skælbrosandi ef eitthvað er að marka fígúruna á flöskunni). Hann brenndi bæinn og var með talsverðan yfirgang svo að spánverjanir ákváðu bara að byrja upp á nýtt og skelltu þessum nýja gamla bæ niður. Ekki galið að byrja svona aftur frá grunni og t.d. væri tyrkjaránið sennileg algjört success story ef Eyjamenn hefðu pakkað saman og flutt á meginlandið. Spáðu í því, engir ruglaðir eyjapeyjar, enginn Árni Johnsen og engin helvítis rugl þjóðhátíð. Það hefði verið osom að losna við þessa þjóðernisgróðrastíu og frjósamasta akur þroskaheftra stjórnmálamanna utan skagafjarðar.


Óróaseggurinn og frelsishetjan Simon Bolivar

Nýi gamli bærinn var samt bara svona mátulega spennandi með eitthvað svona braselískt gettó í einum kantinum og virtist sem svo að menn hefðu aldrei alveg klárað uppbyggingarverkið þótt liðin væru 500 ár frá því að Kafteinninn var að bögga þá. Við skelltum okkur því bara í nýja bæinn að skoða en hann er svona skýjakljúfapparat og allur með mjög amrísku sniði. Við tókum örugglega 15 km göngu gegnum brennandi miðbaugssólina í mengunarskýi meðan við möppuðum staðinn. Hér hefur klárlega verið tekinn dos mille siete fasteignabóla með lauk, sinnepi og remúlaði og ansi mikið af hálfkláruðum skýjaklúfum sem bíða þess að vera fylltir með jakkafatapakki. Þarna er nú samt nokkur velmegun og borgin er skárri en margt sem við höfum skoðað áður. Það er á margan hátt ágætt að vera þarna og Panamabúar bara ljómandi fólk og mjög málgefið – sérstaklega ef þeir tala ensku. Kíktum stuttlega heim á hótel þar sem Óli tók þriðju sturtu ferðarinnar áður enn við skelltum okkur á einhvern gleðireit kenndan við Urugvæ. Baldi snæddi þar lambakjöt sem hann fullyrti að hlyti að vera útflutt íslenskt því óhugsandi væri með öllu að jafngott kjöt kæmi frá öðrum stað en basaltskerinu á 66 gráðum norður. Við kíktum svo aðeins út á lífið áður en við rúlluðum heim á hótel þar sem við í bandalagi við rauðklæddan kaptein Morgan brenndum Vestmannaeyjar, öllum til hagsbóta – en bara í draumalandinu.


Hattagleði

Við vorum hálfslappir daginn eftir enda búnir að vera ofvirkari en íþróttaálfurinn án rítalínsskammtsins síns í landkönnun daginn áður. Við kíktum aðeins í eitthvað spilavíti en leiddist svo við fórum fljótlega bara aftur heim, átum eitthvað innlent gröbb og fórum bara snemma að sofa. Ekki hægt að vera íþróttaálfslandkönnuður alla daga. Nauðsynlegt að hlaða stundum smá. Daginn eftir vorum við aftur komnir í álfastuðið svo við fórum að skoða panamaskurðinn. Topp skurður það. Við skoðuðum líka skurð safn sem var ágætt líka. Hvers má svo sem vænta af skurði svona áhugasviðslega séð? Eftir skurð hoppuðum við uppí leigubíl og brunuðum út á einhvern manngerðan tanga sem kallasta Amador Causeway. Þetta átti að vera eitthvað algjört æði. En í öllu þessu bralli gerðist undur og stórmerki sem endurreistu að einhverju leiti trú okkar á mannkyninu, sem mussan hefur mjatlað undan síðastliðin ár eins og tyrkjaher að klóra í veggi Konstantínoble. Fljótlega eftir að við komum á Amador tók Baldi eftir að myndvélin hans var horfin. Fokk. Við stóðum agndofa um stund. Sennilega hafði hún dottið úr vasa hans í leigubílnum en þeir skipta örugglega þúsundum hér. Svo gerist hið ótrúlega. Við fundum leigubílstjórann þar sem hann var að rúnta um pleisið að leita að okkur með myndavélina. Vélin kostar ca 600 dollara sem eru örugglega mánaðarlaun hérna en okkar maður, sem leit út eins og gulltennt rúsína og var svo lítill að hann náði varla upp í stýrið á 15 ára gömlu japönsku demparalausu druslunni sinni hafði leitað að okkur í svona 20 mínútur og rétti okkur nú gripinn skælbrosandi svo vel sást hvað þessi elska hafði vanrækt tannhirðu sína síðustu áratugina. Það leið næstum yfir okkur af sælu. Við gáfum rúsinunni smá pening í fundarlaun og Óli hneigði sig fyrir honum. Okkur vantar svona fólk á Íslandi og gulltennta rúsínan væri t.d. örugglega betri innanríkisráðherra en Ömmi. Hugmyndin að bjóðast til að eiga hann og flytja norður kom hinsvegar of seint og okkar maður var brunaður burtu. Í sæluvímu og með endurreista trú á tegundinni settumst við á bar og fórum að horfa á úrslitaleikinn í Copa America þar sem gvæin tvö, úrú og para áttust við upp á dolluna.


Baldi íhugar verkfræðistórvirki (skurður í bakgrunn)

Eftir leik var Óli í skýunum. Hans gvæ hafi unnið og með því staðfest spádómsgáfu hans svo nú skuldaði Gummi vinur hans honum fansí rommflösku. Jai Hó! Amadorið var samt ekki mjög spennandi til lengdar svo við beiluðum aftur í bæinn þar sem Óli heimtaði að fara á gleðireitinn kenndan við Úrugvæ en það var einmitt gvæið sem hann hafði unnið á. Við fundum líbanska veitingastaðinn Azure og tókum til óspillta málanna að halda uppá. Úr varð matur, hukapípa og flóðbylgja af vodka tónikk til að brynja okkur gegn vánni. Það voru ekki margir staðir opnir svo þegar Azure lokaði á miðnætti fórum við á einhvern kúbanskan útistað þar sem við vorum einu kúnnarnir fyrir utan slatta af spænskumælandi mansölum sem blikkuðu okkur í sífellu og kölluðu Hóla af og til til að reyna að ná athygli okkar. Svo sem smá egóboozt að láta einhverjar stelpur góla á sig en samt aðalega bara vandræðalegt. Við ákváðum að nóg væri komið af haldi upp á og fórum heim í háttinn og innan skamms liðum við inn í draumalandið þar sem Sóley kenndi okkur spænsku klædd í ekkert nema Uruguvæska landsliðsbúninginn.

Næsti dagur var ekki mjög tíðindamikill. Við vöknuðum seint og illa en skelltum okkur samt niðrí bæ í smá spók. Sennilega var hellingur að sjá í viðbót en við vorum ekki í stuði. Við settumst í lobbíið með smá bjór og ritstörfuðumst auk þess sem við græjuðum brottför daginn eftir. Planið var að fara í eitthvað allt annað og Bocas del Toro, eyjaklasi sem tilheyrir Panama Karabískahafsmegin, virtist vera málið. Eftir svona stórborgarstreð væri gott að chilla eins og sjóræningi í hressri paradís. Panamaborg hafði verið stórfínn leikvangur að æfa sig á en sennilega eru ræningjarnir þarna af Remax gerð og það viljum við ekkert hafa með að gera. Eftir alla græjun liðum við útaf og sváfum svefni hinna sönnu sjóræningja þar sem Gummi vinur Óla var látinn ganga plankann eftir að hafa reynt að skorast undan greiðslu á rommlíternum góða.

Categories: Hlunkur | Leave a comment

Red White and Blue Curacao

Við sátum frekar sáttir á flugvellinum á Surtsey Sur. Við höfðum bókað flug með langódýrasta flugfélaginu Fly Dae (lesist Flæ dæ ) og væntingar um þægindi og stundvísi voru litlar. Ferðinni var heitið til Curacao sem er lítil hollensk nýlenda fyrir utan strendur Venezuela og yfir smá bjór töluðum við okkur inná að sú eyja hlyti að vera miklu betri og áhugaverðari en þetta guðsvolaða sker sem við vorum að yfirgefa. FlæDæ stóð sig langt umfram væntingar og okkur til mikillar skemmtunar var meira að segja flugbingó eins og hjá vinum okkar Cebu Pacific í fyrra. Allt gekk svo skelfilega vel og án nokkurra erfiðleika svifum við gegnum innríkjun í Curacao, upp í leigara og þvert yfir eyjuna til höfuðborgarinnar Williamsburg. Það var meira að segja ekki laust við að við fyndum til lotningar þegar við börðum höfuðstaðinn augum en hann er allur hinn hollenskasti í ásýnd og virkaði eins og upplýst göngugata í Amsterdam þar sem við horfðum á dýrðina ofan af risavaxinni brú sem lá yfir skipaskurð sem er lífæð borgarinnar. Þetta var sko ekkert Surtseyjarfrat. Það hlakkaði í okkur af gleði og okkar sjóræningjahjörtu bættu við sig nokkrum slögum af spenningi.


Götumynd

Við höfðum tekið smá nískukast þegar við bókuðum hótel og niðurstaðan var dálítið eftir því. Við bjuggum á spilavíti fyrir innfædda sem var harla gettó. Tékkinn tókst eftir smá vesen en þar sem við gengum eftir ganginum okkar á leið inn á herbergi varð ljóst að ekki var allt með felldu. Í einu herberginu var gjörsamlega sturlað fyllerí, svona eitthvað fear and loathing in Curacao. Við vorum svangir og þyrstir svo við létum þetta ekki á okkur fá og hentum af okkur draslinu og fórum út í leit að mat. Við átum á rammhollenskum bar rammhollenskan mat sem við skoluðum niður með hinum rammhollenska Heineken. Við vorum samt ekki það sprækir að neitt verulegt framhald yrði á svo við röltum bara aðeins um og svo heim að sofa svona um eittleytið. Á hótelinu var hinsvegar partíið mikla búið að leysast upp í eitthvað algjört helvítis rugl. Við sáum aðeins inn í herbergið þegar við löbbuðum framhjá og sýndist þetta var svona 5 til 6 innfæddir sem voru þarna í rokkinu. Öskur, hlátur, kynlífsstunur og skaðræðisvein hljómuðu fram eftir nóttu og Óli var orðinn sannfærður um að það væri verið að taka upp snuffmynd. Þetta var satt að segja frekar truflandi en loftræstingin var líka rosalega hávær og léleg svo vélahljóðin úr henni drekktu mestu snuffmyndaóhljóðunum. Við sofnuðum út frá æluhljóðum í nágrönnum frammi á gangi og svifum inn í draumlandi þar sem við spiluðum líffærapóker með Bundy, Berkovic og Sóley. Ekki góðir draumar.


Óli skópar bjórinn hans Hugo

Við vöknuðum rétt fyrir hádegi og snuffið var búið. Við skelltum okkur því rakleiðis út að skoða pleisið í dagsljósi. Curacao er ansi flottur staður. Borgin er byggð upp kringum þrælasölu Hollendinga og er næstum kjánalega hollensk að sjá þar hún dobblar sem trópísk paradís. Í gegnum miðbæinn miðjan liggur risastór skipaskurður með siglanlegri göngubrú og reglulega krúsa tröllvaxin skip þarna í gegn eins og að ekkert sé sjálfsagðara. Hinumegin á eyjunni er svo ógeðlega stór olíuhreinsunarstöð þar sem Hugó karlinn fær að hreinsa sína Venezuelsku olíu. Þegar við segjum stór þá meinum við á stærð við Ísafjörð og gaseldar og læti láta þetta ómussumonjúment líta út eins og senu út úr Bladerunner. Þetta pirrar þó engan og allir virðast bara vera vinir. Fólkið talar líka hollensku mest megnis og þeir sem eru ekki innfæddir virðast flestir hollenskir ferðamenn. Hitinn er harla kæfandi svo maður þarf að vökva sig reglulega en það er lítið mál þannig séð þótt bjór sé á hollenskum verðum. Við löbbuðum miðborgina fram og tilbaka með reglulegum pitstoppum áður en við duttum í kvöldmat á svona karabíahafsútgáfunni af sjávarréttakjallaranum. Eftir mat var ákveðið að taka stutt bón á hótelinu og kíkja svo aðeins á lífið. Okkur til skelfingar var snuffpartíið farið aftur í gangi þótt eitthvað vantaði upp á eljusemi gærkvöldsins. Jæja, það getur verið erfitt að hafa það gaman en þetta fólk tilheyrði klárlega einhverjum menningarafkima. Við kíktum út í smá tjútt en allt lokaði á slaginu 2 svo við heim í kreisinessið og að sofa.


sjammón!

Næsti dagur var meiri landkönnun auk þess sem við tókum dágóðan skurk í ritstörfum. Áður en við vissum af höfðu þrjár hvítvín dottið í okkur og við orðnir rallhálfir. Við reyndum því bara að gera það besta úr stöðunni og eftir að hafa borðað súrinamskan mat með meira hvítvíni gerðum við alvöru atlögu að skemmtanalífi Curaco með afbragðs árangri. Klukkan hálf fimm skriðum við inn á Hótelið okkar, sem við gælunefndum Hostel 3, og steinrotuðumst. Dagurinn eftir var okkur nokkuð þungbær af eðlilegum orsökum en við notuðum daginn í að skoða hvað væri næst á dagskrá. Okkur til hryllings kom í ljós að flugmöguleikar voru takmarkaðir og bara dýrar lausnir í boði. Við ákváðum að næsta múf væri að fljúga með FlæDæ til Panama og taka smá borgarchill þar. Hinsvegar gekk illa að bóka farið þar sem vefurinn hjá FlæDæ var bilaður, krassaði í sífellu. Næsta flug var eftir 3 daga svo við ákváðum að ekkert væri annað að gera en að chilla hér um stund og reyna þá að njóta lífsins á meðan. Við pöntuðum okkur því bara aðeins flottara hótel og settum okkur í island life gírinn. Jepp, að chilla eins og múrmeldýr í valíumóverdósi á huggulegri strönd var málið. Við settum strax í fyrsta gír en það virtist líka vera þemað á Curacao þennan daginn. Það var sunnudagur og hann er tekinn sem háheilagt letikast hérna. Ekkert var opið nema einn hollenskur pöbb og sjávaréttakjallarinn syðri. Við sátum og drukkum hvítvín og horfðum á skipin frameftir kvöldi meðan við ræddum hvað Curacao væri miklu betur heppnað pleis en Surtsey. Segðu svo að ekkert gott komi úr þrælasölu.


Skipamynd

Næsti dagur hófst á flutningum. Við höfðum bókað stórglæsilega resortu sem var byggð gjörsamlega ofaná gamla hafnarvirki borgarinnar. Götumynd smötumynd. Enginn kreisí Ólafur Eff hér og þetta var mjög smekklegt. Við kvöddum Hostel 3 með engum söknuði og röltum okkur með töskurnar yfir göngubrúnna á skipaskurðinum í steikjandi morgunsólinni og beint í 5 stjörnu lúxusfaðmlag Renissance resort. Þetta var hreinlega æði. Loftkælingin svívirkaði, enginn að drepa eða limlesta neinn og gjörsamlega geðveikt flott gerviströnd til að liggja í leti eins og Freyja Dís Númadóttir . Allt var bara osom og við létum mænukylfuna um stjórnina meðan við bökuðumst eins og pylsur á select bensínstöð. Þegar framheilinn rak upp ofþurrkunarvein var honum svarað með deyfandi pina colada en annars var bara ekki hlustað á frekjuna í honum. Góður dagur en tíðindalítill.


Tjillreiturinn

Við sváfum vel og lengi. Sennilega sefur maður betur þegar maður hefur ekki áhyggjur af ofbeldiskynlífssársaukaveinum í sínu nánasta nágrenni. Við fengum okkur morgunmat við laugina og héldum áfram uppteknum hætti við að gera ekkert af viti. Við urðum þó frá að hverfa eftir nokkra tíma þar sem augljóst var að okkar hvítu gærur meikuðu ekki meira. Jæja, stjórnin aftur til framheila og eftir stutta bónun var splæst í hvítvín og upphófst dálítið sull. Klukkan þrjú um nóttina sátum við enn við menningarstörf á pínulitlum skrítnum bar með norskum homma og nokkrum innfæddum. Umræðurnar snérust um skandínavíska lífsýn og hennar talsmaður var homma nossarinn og einhver flugþjónn sem var vinur hans. Við og tveir innfæddir vorum hinsvegar gjörsamlega á móti og töluðum máli Kambódíu af krafti. Innfæddu voru samt eiginlega bara á móti öllu ríku svo þeir fylgdu okkur að máli af litlum skilningi. Þetta voru þó allt mjög hressar umræður og mikið hlegið. Við ákváðum að kalla þetta kvöld þegar norski homminn og flugþjónninn fóru eitthvað að innsigla sitt bandalag af innileika.


Island life

Síðasti dagurinn í Curacao var meira af hinu sama. Við chilluðum við ofurlaugina með wifigræjur. Net, sólbað og trópískir kokteilar. Þetta er sennilega hálf ánetjandi stöff. Heilinn bara hættir að gera neitt flókið og fer í eitthvað svona screen saver mode. Jæja, eitraðir af afslappelsi og í einhverju letimóki rann upp fyrir okkur að svona liði sennilega mussunni alltaf. Ekkert að hugsa bara speisa og liggja eins og hasssósaður rostungur við vök. Fokk, við rifum okkur upp og reyndum að tala um peninga, bankahrun og íslensk stjórnmál til að fá kvíðatengt adrenalín til að svæla mussumókið af okkur. Með smá romm í kók boozti tókst ætlunarverkið en óþægilegt var það. Við vorum sammála að þarna hefði hurð skollið nærri hælum. Mussan er afrakstur hugsunarleysis og leti eins og fíkniefnaneytendur eru afrakstur þessa að sprauta í skrokkinn eitri til að fokka upp hausnum. Úff, við gengum hálf taugaveiklaðir um bæinn í leit að leið til að ná aftur fullri meðvitund. Við ákváðum að skella okkur á safn til að örva heilastarfsemina en Curacao skartar voðalega fínu þrælasafni svo við þangað. Klukkutíma síðar stóðum við aftur úti í steikjandi hitanum algjörlega agndofa eftir þetta ruglaða safn. Við höfðum upphaflega haldið að þetta væri bara svona smá show til að espa upp hvíta sektarkennd en nei hér var eitthvað allt annað uppi á teningnum. Þetta var svona afro-centrism safn þar sem því var blákalt haldið fram að helstu menningarþjóðir mannkynssögunar hefðu verið bleksvartar. Persar voru svartir, egyptar voru svartir og meira að segja gyðingar voru víst svartir. Ekki bara það heldur var allskonar þvælu haldið fram um afrísk stórveldi sögunnar og þann óskaplega menningararf sem þau áttu að hafa gefið af sér en hvíti maðurinn (sem virðist hafa haft það eitt að leiðarljósi að klekkja á þeim svarta með allskonar bellibrögðum) stal og þóttist sjálfur hafa fundið upp. Hrottafengnir, undirförlir hugverkaþjófar sem sagt þessir hvítu. Þrælahluti safnsins var þó áhugaverður og ljóst að farið var harla illa með þessi grey og sennilega oft af óþörfu. Óli heimtaði að fá að blása út um sögufölsunina og úr varð að taka hvítvínspitstopp við skipaskurðinn og ræða þessa mögnuðu sögufölsun sem þarna var borin á torg. Við ákváðum þó að vera ekki mjög lengi úti þar sem framundan var ferðadagur. Eftir þetta megachill í Curacao þurfum við að koma okkur í aðeins meira action. Við ætlum því strax á morgun í gullnafla fyrrum spænsku nýlenda þar sem fjármálaóreiða og ómussulegt mentalítet hefur blómstrað í 600 ár. Ef það er einhver staður fyrir tvo leitandi sjóræningja þá er það skýjakljúfaborgin Panama. Vamos !!!!


Dancing queen only seventeen?


Þrælgrannur

Categories: Hlunkur | 7 Comments

Sumarseiður á Surtsey syðri

Dagurinn hafði farið allur í ferðavesen. Fyrst fundum við ekki innritunarborðið hjá pínulitla skrýtna flugfélaginu sem við ætluðum að ferðast með og svo var flugvöllurinn fáránlega ruglingslegur að það hefði mátt halda að órólegadeildin í VG héldi þarna um stjórnartaumana. Eftir stutt símtal í höfðustöðvar Insel Air í Curacao til að spyrja af hverju flugvélin væri á engum brottfararlistum og hvað við ættum að gera sátum við í miðri kaosinni með æðruleysi Bubba Morteins á AA fundi og biðum þess sem verða vildi. Tveim tímum á eftir áætlun mætti draugavélin og án allra tilkynninga var hliðið opnað og við og nokkrar hræður fórum um borð í þessa svo ansi lifuðu “flugvél”. Svoldið eins og í twighlight zone en við urðum bara að taka sjensinn á að enda sem farþegar í draugavélinni einhverstaðar í bermúdaþríhyrningnum. Jæja, tveggja tíma meira æðruleysi í brakandi flakinu og stuttu síðar flugvallarlengdingarstúss, útlendingaeftirlit, hið hefðbundna prútt og leigubílarán en að lokum stóðum við, þreyttari en Icesave umræðan, í lobbíinu á risaresortunni okkar. En nei, meira vesen vegna þess að visakortinu hans Óla hafði verið hafnað af óljósum orsökum. Allt tók eilífð og þjónustuviðmótið var allt hið austantjaldlegasta eftir svona líter af heimskulegum eyðublöðum og sektarhótunum lauk hótelruglinnu eins og allri illsku. Stuttu síðar, eftir sirka 15 tíma ferðalagsheildarupplifun, stóðum við í herberginu okkar. Við dæstum eins og Yoda eftir stífa máttaræfingu, köstuðum töskunum og óðum út í myrkrið að kanna St.Maarten.

Við sátum á sjóræningabar með bjór í hönd að borða sjóræningjapitsu meðan mikið bál brann fyrir neðan barinn á ströndinni. Allar aðstæður virtust hinar ákjósanlegustu en fyrsti hálftíminn hafði verið strembinn þar sem hér voru engar gangstéttir, engin götulýsing og kópvogskt byggingarskipulag. Við höfum því fljótlega ákveðið að taka varnarsinnaða afstöðu og kanna pleisið betur á morgun.


Circle of life

Við vöknuðum fresh fresh og með morgungleði Ómars Ragnarsonar rukum við út að kanna sjóræningjaeyjuna St.Maarten í björtu. Það reyndist ekki ferð til fjár. Eyjan er vanþróaðri en indónesíska chilliskerið Lombok og líður fyrir allt það sem heitt loftslag, metnaðarleysi spilltra stjórnmálamanna og árhundruð af stríði og glæpum getur skeytt saman. Hvergi eru neinar gangstéttar, hvergi eru leigubílar, hvergi er gsm samband og allstaðar er sama “fokkjú og gemmer dollah” viðhorf innfæddra. Við höfðum gengið ótal kílómetra gegnum þessar menningartorfærur án þess að finna eitt mildandi atriðið fyrir óhjákvæmilega falleinkun þessarar guðsvoluðu eyju. Hún er vissulega falleg út frá einhverjum svona ósnertum náttúruperluviðmiðum mussunnar en það er bara útaf því að þetta lið hefur bara ekki gert rassgat nema að stara útí loftið eins og hasssósaður mussudjöfull í 600 ár. Ef það eitthvað magnað fyrsta heims afrek að skilgreina sæmilega hvar fótgangandi eiga að vera og hvar þeir sem æða um í ölvímu vopnaðir bíl eiga að vera ? Við vorum lítið hrifnir en létum vaða eftir kvöldmat í smá pool og hófum svo örvæntingafulla leit að einhverju smá stuði. Það gekk illa og víða var dýrt að drekka og við vorum næstum einu útlendingarnir á svæðinu og innfæddir vildu lítið við okkur tala. Við enduðum á einhverjum harla óspennandi resortuskemmtistað sem var risastór og erfiður. Við urðum viðskila og í gsm leysinu gafst Óli upp á að leita að Balda og ákvað að fara heim. Engir leigubílar fáanlegir mannstu svo það var ekki annað en að rölta heim með fílusvip. Óli gekk því bara alleinn út í myrkrið …

Surtsey Sur um nótt (syngist við lagið Stand með REM)

Óli gekk út af bar
á heimleið
spáir í hvar Balder
af hverju hann aldrei skilaði sér
nú er Óli í skuggasundi
leiðin er greið
pælir hvort hann rati heim
á surtsey syðri um nótt

Út úr myrkri kom eitthvað svart pakk
Heimtaði dollah og nýja símann
högg og helsi skall á Lafinum,
hann gafst upp rændur downtown

Óli sat í svörtum bíl
löggubíl
pirraður á lífinu
en ekkert að gera við því
Afstaðin var yfirheyrsla,
öllum skítsama
rændur á surtsey syðri
var Baldi kannski rændur líka

Óli var hundfúll morguninn eftir. Sjóræningi rændur af landræningjum. Vissulega hefði þetta geta farið ansi mikið verr en Óla fannst talsvert að sínum faglega heiðri vegið og var mjög spældur yfir símanum. Samskiptin við lögguna höfðu heldur ekki verið upplífgandi og að keyra um ólýstar göturnar í svartniðarmyrkri, í svörtum bíl með einhverjum fílupoka að leita að tveim svörtum gaurum hafði verið kaldhæðnislegt í besta falli. Baldi gerði sitt besta til að létta andrúmsloftið og ákveðið var að fara og borða indverskan mat sem var ljómandi og fínt að vera innanum lífsglaða indverja. Óli býr við þá bölvun og blessun að vera veðurguð svo eðlilega varð úr trópískur stormur svo við enduðum á því að hlaupa heim gegnum úrhelli og eldingar. Já, ella ella ei og þetta fæst við ræna veðurguð.


El Presidente

Óveðrið hélt áfram daginn eftir svo það var ekki gott að gera neitt af viti. Við horfðum á discovery marathon af deadliest warrior þar sem tækninni var beitt til að fá úr því skorið hvaða hermenn væru mest badass en annars var þetta ekki viðburðamikill dagurinn. Við reyndum að nýta okkur resortustöffið en það endaði bara í meiri stormi og take out pizzum. Frekar glataður dagur en við græjuðum að minnsta brottför héðan. Við vorum sammála að þetta væri ansi vondur staður. Eftir nokkrar umræður vorum við sammála að þetta væri svona heimaey suðurhafa. Sker með megalómaníu þar sem innfæddir hafa óbeit á öllu aðkomufólki og sennilega eru stjórnmálamennirnir líka spilltir drullusokkar hér. Við skírðum eynna surtsey syðri enda eins og henni hafi verið prumpað út úr rassgatinu á sjálfum andskotanum úr neðra meðan jákvæðari máttarvöld voru ekki að fylgjast með. Í orði til á þetta að vera hollensk nýlenda en enginn innfæddur lítur út fyrir að vera hollenskari en Kunta Kinte og enginn talar nema barnslegt hrabl í hinu Hollenska ægifagra tjáningarformi sem Óli tamdi sér á sínum tíma.


Rommsmakk í Bónus

Við vöknuðum hressir eftir aðstæðum og með óbilgjarnri forðherðingu á við kvikmyndaferil Steven Seagal fórum við út að skoða Surtsey betur. Úr var alveg tryllingslegur göngutúr, engar skynsamlegar samgöngur mannstu. Við gengum ekki minna en 15 km í steikjandi karabísku sólinn meðan hvítt skinn okkar brann eins og beikonbiti steiktur í ódýru smjörlíki. Við stóðum rauðari en Sitting Bull á viskýfylleríi á einhverju sandrifi algjörlega ráðþrota. Við höfðum labbað gegnum hvert gettóið á fætur öðru meðan innfæddir litu okkur hornauga eða reyndu að selja okkur dóp. Við afrekuðum samt markmið okkar sem var að ganga yfir í franska hlutann á Surtsey og sjá hvort það væri betra. Það var sem sagt síst betra. Við enduðum á að fara í einhverja resortu og með tárvotum augum betla út leigubílagreiða og láta ræna okkur enn eina ferðina til að komast heim. Enginn mælir bara svindl og leiðindi. Jæja, við vorum hálf eftir okkur eftir 5 tíma labb og slatta sólbrunnir en það var amk ekki stormur svo við fórum aðeins í laugina og svo fór Óli í fyrstu sturtu ferðarinnar og burstaði tennnurnar þrátt fyrir að slíkt væri ekki mjög sjórán. Bara meiri alvöru síðar, við erum rétt að byrja. Við átum meiri indverskan hjá stórvinum okkar á Shiz Shaki. Frábært gröbb og á hálfvirði miðað við resortushittið. Já og Jai Hó á þá.


Ce la fucking Vie

Við vöknuðum hressari en íþróttaálfurinn á ecstacy. Jess, síðasti dagurinn á Surtsey syðri. Við höfðum valið að taka stefnuna í átt að meginlandinu í suðri. Þetta hefur svo sem verið harla áhugavert en í raun er Surtsey syðri bara svona failed state útgáfa af Kanaríeyjum svo við getum gert betur en þetta. Við stóðum á hálfgegguðum flugvellinum og horfðum merkilega nokk yfir ferðamannastrendurnar sem umlykja hann. Kannski var stuð að vera sjóræningi hér í gammló en núna er þetta bara eins og Eyjar. Kannski svakalegt stuð einu sinni á ári ef maður er nógu sósaður til að taka ekki vel eftir aðstæðum en fyrir tvo realista sjóræningja vantar alveg svakalega upp á sjálfsblekkingarfaktorinn til að kalla svona paradís. Kannski erum við bara ekki nógu miklir Eyjamenn til að kyssa rass og kalla það konfekt.

Categories: Hlunkur | Leave a comment