Vaknaði í Prag
Vaknaði í Prag

Vaknaði í Prag

Að vakna í Prag er svo sem ágætt en morgunlestin til Prag fær ekki mjög háa einkunn, settumst uppí lestina grútþunnir eftir ágætis sprell í Hamborg (sjá síðustu grein) og vorum matar og bjór/vatnslausir í 9 klst lest sem er ekki mjög gott :-) Um leið og við stigum útúr lestinni þá hrúguðust sölumenn í kringum okkur sem kepptust við að sýna okkur hvernig gistiaðstöðu þeir höfðu til að bjóða. Eftir snarpar viðræður sem stóðu í smá tíma þá ákvaðum við að skella okkur á 3 stjörnu hótel nálægt miðbænum því á þessu augnabliki gátum við ekki hugsað okkur að leggja mikið á okkur til að komast niðrí bæ.
DSCF0118.JPG

DSCF0120.JPG
Eigandinn á hótelinu lofaði okkur þriggja bedda herbergi með WC aðstöðu og TV en þar sem engin herbergi voru eftir þá fengum við svítu sem var töluvert betri og á sama verði (1500 kr nóttin – ekki slæmur díll það)
Við skemmtum okkur mjög vel í Prag , þetta er þrusufín borg og ekki skemmir verðlagið fyrir! Oddur hafði verið í Prag síðasta vetur og fór með okkur á fínan stað sem heitir Popo bar og var umþb. 10 mín labb frá miðbænum, þar kostar stór bjór úr krana 48,6 krónur miðað við núverandi gengi og hægt að fá þrusu góðar pizzur fyrir uþb. 150 krónur.
Pict0204.jpg
Af skiljanlegum ástæðum þá nærðum við okkur á mat og drykk þarna oftar en einu sinni. Við nutum einnig góðs af leiðsögn hans því hann rataði um eins og innfæddur Pragverji!.
PICT0163.JPG

PICT0175.JPG

En það er þó svolítið okrað á ferðamönnum í miðborginni, verðlistar jafnvel með mismunandi verðum eftir tungumáli.
Borgin var full af Jesú fólki sem fór ekki lítið fyrir. YMCA 2003 EUrope var í Prag! og hvern haldiði að við höfum hitt… Styrmir úr ISAL ungliðahöfðingi KFUM á Íslandi! Mjög skemmtileg tilviljun það. Hér erum við fyrir framan sviðið þar sem YMCA partýið var.
Blammo hitti fyrir norska stelpu á torginu sem spurði hann hvort hann væri búinn að finna Jesú og hún hafði miklar áhyggjur af Jesúlausu lífi Blammowinski! Frelsunartilraunir hennar tókust ekki í þetta sinnið.

PICT0185.JPG

Það má sjá afleiðingar flóðanna sem voru 2002 á nokkrum stöðum, hér sést oddur teygja sig upp í vatnshæðina þá, og þetta er uppi á bryggju!

PICT0160.JPG

PICT0200.JPG

PICT0174.JPG

Á mánudagskveldinu ákváðum við að kíkja aðeins út og átti að verða rólegt (skynsamir!) en það breyttist , bjórinn var bara of góður og ég fékk þá flugu í höfuðið að Mojito væri einhver snilldarkokteill sem hann reyndist síðan ekki vera … eftir það var ekki aftur snúið , við fórum á risa techno stað á þremur hæðum sem hægt er að sjá úr þar sem Rammstein spilaði í XXX með Vin Diesel, technotónlistin fór ekkert of vel í okkur en bjórinn rann vel eins og áður , upplifun að sjá troðfullan stað á mánudagskvöldi og gargandi techno, við drulluðum okkur þaðan út og yfir á rokk cafe stað sem heitir Batallion og hittum þar allraþjóða kvikindi (norðmenn/þjóðverja/breta/norður íra) sátum með þeim að drykkju langtframeftir nóttu

PICT0196.JPG

Blammo fékk gott tækifæri til að spreyta sig á þýskunni og fórst það svona líka vel úr hendi… Ottó von bismark frá Berlín hélt hann væri þjóðverji!!, ein stelpan spurði “when does this place close?” svarið var einfalt… NEVER !!! svona á þetta að vera :)

Sleva þýðir útsala :)
PICT0192.JPG

Næsta dag var lítið annað gert en slappað af, kíktum í hjólabát á og borðuðum einu sinni enn á Popo

PICT0201.JPG

, héldum síðan af stað uppá lestarstöð labbandi og má eiginlega segja að bakpokaferðin hafi fyrir alvöru byrjað hér! Mikið labb í 30 stiga hita með 100 kg á öxlunum og stress á lestarstöð því ekkert enskumælandi fólk þar. Það tók smá tíma að finna svefnvagn og redda plássi í honum, svo tók við 9 klst lest til Kraká í Póllandi. Við vorum vaktir í miðri ferð við landamærin, og þurftum að láta 3 mismunandi mikið vopnaða menn hafa vegabréfin með 10 mín millibili. Komnir til Kraká við sólarupprás.

14 Comments

  1. Gunnar Ingi

    Sælir strákar, gaman að sjá að þið eigið svona auðvelt með að koma frá ykkur texta, það kemur sér vel!
    Ég treysti á að þið kíkið suður til Ítalíu, ég er með gesti frá 15 – 22. ágúst en við myndum samt einhvern veginn redda því okkur þótt þið kæmuð á sama tíma. Við erum þarna frá 14. ágúst til 6. sept. Heimilisfangið er:
    Via Fattori 3 (3. hæð)
    Monza
    Italy
    Monza er borg rétt f. norðan Milano
    Via Fattori er lítil hliðargata við Via Modigliani sem aftur er hliðargata af Sicilia. Reyni að senda heimilisfangið á SMS á Snorra.
    Svona ferðir eru glimrandi snilld
    Gunni

  2. jonsie

    Djös byttur…Ég ætlaði bara að minna Snorra á að hann hafi hringt í gær. Er ekki viss um að hann muni eftir því. þið megið ekki klikka á þýskalandinu í bakaleiðinni.

  3. Svava Halldóra

    Sælir strákar!!!
    Hvenær komið þið heim??? Mig vantar nefnilega að koma gleraugunum mínum sem eru í Gleraugnaversluninni í Fríhöfninni til “landsins”.
    En það er gaman að lesa hjá ykkur ferðapistlana.
    Gangi ykkur vel í ferðalaginu og skemmtið ykkur dúndurvel.
    Svava

  4. Oddur og Baldvin eru ekkert slor svosem en fyrir mitt leyti er snorri sætastur af þeim þremur. Ef ég væri einn á eyðieyju með þeim þremur og þyrfti að hnakka einn þeirra þá væri það Snorri. Snorri myndi líka ekkert muna eftir því daginn eftir hehehe

  5. Come on, i gudana baenum segid eitthvad gafulegt herna a commentakerfid :) tessi umraeda er alveg uti hroa hott , blammo er ad setja inn nytt blogg nuna finally, svo enjoyisky.

  6. Blammo

    Gullhomrunum rignir bara yfir Hlunkinn, thokkum fyrir okkur. Vid erum i Budapest nuna, aetludum bara ad vera í 2 daga en their verda liklega 6-7 thessi borg er alveg frabaer, lika bunir ad kynnast slatta af lidi herna, gerir thetta skemmtilegra. Skiptum um hostel i dag, her er fritt internet, thannig ad vid verdum duglegri naestu daga. That er ekki alltaf haegt ad setja inn myndir, windows 95 a ungversku er ekki lamb ad leika ser vid.

Leave a Reply