Fetafyllerí á Spikos
Fetafyllerí á Spikos

Fetafyllerí á Spikos

Þegar ferjan landaði okkur í faðminn á grísku tollurunum mátti sjá sadískt glott á valdsmannslegum grikkjunum. Eftir að búið var að flokka farþegana í 2 hópa, Tyrki og aðra, vorum við boðnir hjartanlega velkomnir til Grikklands meðan Tyrkirnir horfðu taugaveiklaðir á einkennisklædda embættismennina fara í latex hanskana.
Eftir stutt ferðaskrifstofurölt var það ljóst að héðan færi enginn nema á þriðjudögum. Við ákváðum bara að gera gott úr þessu, nógur tími til trúboðs seinna, og tjilla hér í sólinni í 2 daga. Við fundum okkur því hostel með snari. Hostelið sem fyrir valinu varð leit út eins og 17. aldar spænsk villa með 5m lofthæð flugbröttum stigum og viðarklæðningar upp alla veggi. Hostelbarónninn í þetta skiptið var nýsjálenskur afdankaður hippi sem leit út eins og drómasjúkur drykkjumaður sem stæði í endalausa baráttu við meðvitundarleysi. Þrátt fyrir galtómt augnaráðið og skjaldbökufasið, reyndist okkar kappi hinn besti bandamaður og fullir af local þekkingu fórum við í göngutúr.
IMG_0126_resize.jpg
Hostelið
Eyjan Spikos er í sjónmáli frá Tyrklandi en allt mannlíf sýnir svo að ekki verður um villst að þarna býr önnur tegund en á meginlandinu. Við fengum vægast sagt menningarsjokk og aldrei séð neitt þessu líkt enda Spikos sjálfsagt smánarlegt leyndarmál Grikkja. Spikos minnir nefninlega helst á nýsjálenska selanýlendu eins og maður sér á National Geographic. Meðfram hafnarbakkanum eru raðir veitingastaða og kaffihúsa þar sem innfæddir eyða öllum sínum stundum í að skófla í sig fetaosti, sætabrauði og sælgæti eins og á landsmóti lotugræðgissjúklinga nema þarna er bannað að kasta upp. Átorgían hefst við sólarupprás, nær hámarki um 5 leytið (þegar kvöldmatseðillinn er opnaður) og endar með trega þegar vinnulöggjöf E.B. krefst þess að starfsfólkið fái líka að fara heim að borða. Meðan á fetafylleríinu stendur sulla svo fleskfjöllin í sig dísætu ískaffi til að halda rænu og kæla ofvaxinn skrokkinn sem vegna gríðarlegs yfirborðsflatar sýgur í sig talsverðan hita frá sólinni. Til að auka á fjölbreytnina í mataræðinu rísa flikkin reglulega upp og kjaga eins og tröllvaxnar mörgæsir milli staða. Bjór nötrar í glösunum þegar þessar risaeðlur troðast um óheppilega þröngar gangstéttir Spikos og aðkomufólk þarf að vera á sífelldu varðbergi til að verða ekki undir fílahjörðinni. Ástin blómstrar þó þarna sem annarstaðar, stundum má sjá lítinn kóp silast með mömmu og pabba. Erfingjar Spikosarbúa líta út eins og múmínálfar en eru jafnframt næstum jafn háværir og þeir eru afmyndaðir af spiki. Til að auka enn framar á sjónmengunina sem af Spikosarbúum hlýst er tíska þar á ey að troða sér í eins þröng föt og saumar halda. Niðurstaðan verður að rúllur af frjálst flæðandi spiki, keppur eftir kepp, troðast út undan fatnaðinum og fá að hristast óáreitt eins og ávaxtahlaup í rússíbana.
IMG_0131_resize.jpg
No comment
Við snæddum 12 tommu fetafjallspizzur að kvöldi og til að vinna gegn saltbjúgnum sem af hlaust ákváðum við að fá okkur smá bjór. Með ríkulegt úrval Torvaldsenslegra bara fórum við inn á þann með minnst vondri tónlist og horfðum hugfangnir á aligrísina rembast við danstilþrif þar sem undirhökur og ökklaspik hristist í takt við þunglyndisballöður Depeche Mode. Yfir bjórnum varð til samsæriskenning um að hugsanlega hafi Spikos verið verkfæri Allah í tiltektarjarðskjálftanum í Izmir um árið. Sveitaball á Spikos gæti nefninlega auðveldlega haft jarðfræðilegar afleiðingar.
IMG_0118_resize.jpg
Daginn eftir ákváðum við að best væri að tjilla bara á ströndinni. Með leiðbeiningar frá Prins Valium fundum við sandbreiðu við sjóinn með frábært útsýni yfir gullnar strendur Tyrkjaveldis. Sá galli var þó á gjöf Njarðar að nokkuð ónæði var af innfæddum sem lágu eins og rostungar við vök og af hörðustu sólbaðskeppunum lagði fnyk af steiktu beikoni. Þegar hitinn svo ofbauð þessum snigillaga flykkjum, hlussuðust þeir á bumbunni, líkt og skelfdur selur undan vopnuðum bónda og útlimirnir minntu á gagnslausa hreifa þar sem þeir stóðu stífir útúr spikmassanum.
IMG_0123_resize.jpg
Óli þóttist heyra í spámanninum og reyndi sund til Tyrklands
Eftir 4 tíma negrun á ströndinni fengum við nóg og rukum til og keyptum ferjumiða til Thessaloniku. Við þurftum þó að drepa eitt kvöld í viðbót hér á Spikos, when in Rome do as the Romans, stendur einhversstaðar skrifað svo við fórum út að borða. Vonleysi okkar gagnvart fetafjöllum fljótandi í olíuhafi sem minnti okkur helst á Exxonslysið í Alaska kallaði á meðaumkunarverð augnaráð frá innfæddum eins og maður ímyndar sér að hjálparstarfsmenn horfi á Bíafrabörnin fyrsta daginn sinn í vinnunni.
IMG_0143_resize.jpg
Sjoppa í Spikos
Eftir matinn fórum við í pool og skemmtum okkur enn frekar á kostnað annarra með að horfa á útþandar vambir innfæddra riðja til kúlunum í tilraunum þeirra til íþróttamennsku. Ætli Lúdó sé ekki þjóðaríþróttin á Spikos.
Hressir og sprækir stukkum við upp úr rúmunum kl 06 að morgni til að ná ferjunni kl 08 og með ungliðaglaðværð skáta á 17. júní örkuðum við niður á kæjann aðeins til að uppgötva að bátnum hafði seinkað. Eftir ótal seinkunar-update kom loksins dallurinn litlum 7 klst of seint. Við vorum þó næstum komnir í ferju þegar rennilegt glæsifley sigldi inn í höfnina og við tróðum okkum um borð í æsingi. Á síðustu stundu komumst við að, að þessi bátur var á leið non-stop til Krítar, sem hefði sett okkur nokkur hundruð kílómetrum sunnan við byrjunarpunkt. Þegar loksins okkar ferja kom tók svo um klukkutíma að afferja gripinn og okkur til nokkurrar skemmtunar rúlluðu 3 trukkar með fetaostvögnum út úr skipinu – vikuskammtur fyrir Spikos.
Með þennann ótrúlega gríska fatcamp í bakið tókum við að einbeita okkur að því að bíða þar sem áætlaður siglingartími til Thessaloniku var 13 klst – en því treystum við engan veginn enda sannfærðir um að kapteinninn studdist bara við sólúr.
IMG_0139_resize.jpg
Fatcamp úr fjarska

4 Comments

  1. mýrdal

    gaman ég er að horfa á super size me og það er alveg hressandi og manni langar alveg að fara hreyfa sig eftir svona mynd en strákar ekki vera með fordóma útí feita

  2. Olturk

    Fyrir hönd okkar Balda vill ég að fram komi að okkur finnst feitt fólk líka vera fólk, það er bara aðeins of mikið af því. Ábendingar okkar varðandi holdarfar Spikosarbúa ber að skilja sem mannfræðilega athugun um Spikos sérstaklega frekar en almenna atlögu að lágrétt hömluðu fólki um allan heim.
    Megi Spámaðurinn blessað þig og þú vera honum þóknanlegur ….
    Ólturk

Leave a Reply