A Convenient Baku
A Convenient Baku

A Convenient Baku


lest.JPG


Ísland
er ágætt land norðarlega í Atlandshafi þar sem fámenn þjóð lifir meinlátalífi á
þröskuldi hins byggilega heims.  Einstaka
sinnum styggist þarna einstaka heimskautabúinn og fyllist forvitni og útþrár. 
Honum langar þá oftast að fara burt af þessum annars prýðilega basaltkletti á
norður-atlandshafssprungunni og kanna hvað annað kann að vera í boði úti í
hinum stóra heimi.  Á meðan hinn stóri
heimur lemur svo grimmd sína dyggilega inni ævintýragjarna heimskautabúann
sitja heimasæturnar og vona að greyið skili sér í nokkuð heilu lagi og verði
heimkær og stóískur í kjölfarið.  En það
læra ekki allir svo glatt.

Eftir
að hafa barist gegnum balkanskaga frá Tyrklandsströndum og brennt í gegnum
sólbarðar eyðimerkur úrkynjuðustu ólífisborga Kanaveldis er aftur sótt
ókyrrð í Óla og Blammó.  Í þetta sinn
eru það fyrrum lýðveldi Sovétríkanna sem kalla. 
Eftir að hin mikla verkamannaparadís liðaðist í sundur í upphafi tíunda
áratuga síðustu aldar stóðu skyndilega hjarðir fyrrum sovétborgara upp sem
sjálfstæðar þjóðir.  Í stað sameiningar
gegnum bræðralag hinna vinnandi stétta og baráttu gegn hinu eitraða auðvaldi
átti lífið skyndilega bara að snúast um levi’s buxur og pepsí max.  Þegar liðnir eru tæpir tveir áratugir frá þessum
hugsjónarlega cold turkey sovétborgaranna er köllunin að grandskoða þennan
menningarkokteil ráðstjórnakapítalismans ómótstæðileg.

Ferðin
í ár verður ekki trúboð líkt og á balkanskaga né verður leitað af bandaríska
drauminum á nokkurn hátt.  Ferðin á ár
verður ferð fólksins og leit að hinum bolsévíska neista sem leiddi
leðurvestisklædda sósíalista um heim allan áfram í hugsjónarvímu og er jingið
við hið kapítalíska jang bandaríska draumsins. 

Ferðin liggur því til
Helskini til þess eins að fara þaðan sem fyrst yfir til eystrasaltsríkanna og
tékka á mannlífinu þar.  Þar voru fáir
alvöru kommar og allir hundkristnir.  Því
verður farið beinustu leið, ef Allah leyfir og
blessar, til vöggu olíuiðnaðar í austri, Baku í Azerbajan.  Þetta er sögð
skítugasta og mengaðasta borg í heimi, sú greining kemur eflaust úr skolti
vinstri sinnaðra líberalísta í vestri.  Það þarf þó að sannreyna slíkar
fullyrðingar.  Höldum því hlutlausir til Petrólistan og án vafa verður
þetta mikið ævintýri.  Á þessum slóðum er gnógt af súlfíðum, ózónum,
carbonmonóxíðum og tilbehör til að njóta, auk fjölskrúðúgs mannlífs.  Og hver er stefnan þaðan ? Það er engin
stefna.  Þarna munum við komnir í ilvolgan faðminn á okkar elskað Allah og
hver þarf þá stefnu?

baku616a_666602b.jpg
Vaggan

Leave a Reply