Steinsteypufrumskógurinn

 

IMG_0552.JPG

 

Flugvöllurinn í Jakarta var óttarlegt Hong, risastór, flókinn og erfiður.  Mesta vesenið var þó að ná í leigubíl í bæinn en kanadíski vinur okkar Jeff hafði sagt okkur að þannig reisa gæti auðveldlega tekið tvo til þrjá tíma eftir hversu sultaðir umferðaræðahnútar borgarinnar væru þá stundina.  Við gengum beint til verks og eftir talsvert vesen, bið, bögg og hark sátum við í svartri bens-drossíu á fleygiferð í bæinn.  Stundum er bara ekkert annað en að bíta í hið súra miðstéttaepli og fara eins og gullklyfjaði asninn yfir  óyfirstíganlega múra.  Ferðin tók þó ekki nema einn og hálfan tíma en útsýnið úr okkar loftkældu leðursætum var ekki par frýnilegt á leiðinni, endalaus grá steypa, fátækt, sturluð umferð og neonprýddir skýjakljúfar sem stóðu eins og silfurmónólítar uppúr drullusvaðinu.  Við sátum stjarfklofa og störðum út á bilunina fyrir utan okkar skyggðu glugga.  Hvað vorum við komnir út í ?

Við höfðum bókað hótel eftir ráðum Jeff og það reyndist alveg prýðilega fínt.  Allt í kring var tryllt brall en hótelið var eins og lítil borg enda varla gert ráð fyrir að heilvita hvítir ferðamenn stígi þar fæti út á meðan að á dvöl þeirra í Jakarta stendur.  En við, asíuvinir og trúbræður hvers brallandi inda – beint út að skoða borgina sama hvað og enga hótel-fílabeinsturna handa okkur takk !!
IMG_0453.JPG
Dr Livingstone i presume?

Suður Jakarta reyndist erfiðari og meira krefjandi en Gobi eyðimörkin.  Gangstéttirnar eru ekki hannaðar fyrir fólk heldur til að taka við rigningavatni svo þegar norrænn þurs stígur á brothættar hellurnar vega þær salt og fyrir neðan bíður kakkalakkahlaðið ræsið eftir næstu máltíð.  Við stukkum eins og flóðhestaballerínurnar í Fantasíu milli gangstéttahellna og gegnum umferðarþvögurnar þar til eftir rúman klukkutíma að við fundum Japanskt skemmtihverfi með Kareokie og öðru fálmararugli sem sú þjóð virðist stunda í útlöndum.   Þar tókst okkur að herja út eina samloku til að deila á mjög dularfullum bar en neyðin kennir naktri konu að dansa og það voru komnir 20 klukkutímar frá því við núðluðum okkur síðast í Indlandshafsparadísinni á Lombok.  Eftir klukkutíma í viðbót af ghetto-frogger umferðarhoppi fundum við loksins vestrænan bar með snookah borði sátum þar sem fastast það sem af var kvölds.  Snookah staðan í Asíubikarnum eftir kvöldið var annars 28-29 Óla í vil.  Hnífjafnt en Baldi er hálfspældur yfir gæðum snookahborða hingað til en honum fer best að spila með bognum kjuða á útiborði í frumskóginum.  Yfir snookah og bjór ræddum við hvernig í fjandanum Hollendingum tókst að ráða við indahjarðirnar árhundruðum saman.  Hér í Jakarta eru 20 milljón indar í non-stop bralli og ekki sjáanlegt að einhver sé við stjórnvölinn og þannig hefur það víst verið hér lengi.  Á Lombok voru td. 250 hollendingar sem stjórnuðu með harðri hendi rúmlega 500.000 manna kryddhagkerfi og arðrændu það af gríðarlegri hörku og óbilgirni.  Hvernig má það vera að 250 manns geti kúgað hálfa milljón svona rækilega?  Óli setti fram þá kenningu að indanir hafi tapað því þeir neituðu að ganga í skóm.  Við höfum tekið eftir þvermóðskulegri afstöðu indanna til skófatnaðar en þeir virðast alveg neita að vera í meira skótaui en flipp floppum, sem er lágmarksígildi á skó og létt og fljótlegt að sparka þeim af sér og spranga um sem berfættur brosandi Indi.  Það hefur þá væntanlega verið lítið mál fyrir Hollendingana að buffa berfætta Indana – td. með teiknibólur að vopni.  Baldi benti þá á að á alþingi íslands sætu 63 yfirvaldseintök og af þeim væru 320.000 íslendingar arðrændir og óhamingjusamir þótt þeir ættu allir skó.  Kenning Óla riðaði eins og spilaborg í suðurlandsskjálfta.  Almenn skóeign en hlutfall kúgara og kúgenda enn lægra en á Lombok á 17. öld. Humm,  klárlega kenning sem kallar á meiri sagnfræðirannsóknir með stuðningi Véfréttarinnar.  Við fórum loks heim á hótel seint og síðar meir og eftir að hafa horft stuttlega á Chuck taka í lurginn á einhverjum Hongurunum liðum við inn í draumalandið þar sem við opnuðum Steinar Waage útibú á ströndinni á Lombok.
Þegar við vöknuðum var planið að taka smá sundlaugartjill, Lombok stæl.  Þegar planið var komið í fulla framkvæmd og við stóðum sundklæddir og skælbrosandi í sundlaugarmóttökunni veitti Jakarta okkur enn eitt pungsparkið og lífsneistinn í augunum dofnaði enn frekar.  Í Jakarta fer maður ekki í sólbað heldur mengunarmarineringu.  Yfir borginni virðist hanga mengunarslepjuský svo ekki sé til sólar auk þess sem öndunarfærin heimta stanslaust hreinsun sem er best veitt með að reykja mentólsígarettur milli hóstakasta.   Jæja, þá bara hádegismatur á hótelinu og plotta.  Enginn staður er alvondur er það?  Við leituðum ráða hjá Véfréttinni sem sagði að við ættum að fara á eitthvað torg þar sem væri lífvænlegt og jafnvel gaman.  Við pöntuðum rottu og hálftíma síðar sátum við pikkfastir í umferðarsultu.  Djöfulli er þetta trufluð borg.  Þótt maður myndi dæla Gunnar Birgisson fullan af ofskynjunarlyfjum, snúa honum hundrað hringi á skrifstofustól og svo blasta hann með blikkljósum og abbatónlist yfir borgarskipulagsteikningunum, þá myndi jafnvel kópavogskóngurinn ekki geta skapað skipulagshelvíti á við Jakarta.  Göturnar virðast oftast vera einstefnur og innfæddir virðast eiga það sameiginlega að enginn ratar neitt og sumir sem við spurðum vissu reyndar heldur ekki hvar þeir væru, jafnvel starfsfólk á veitingastöðum gat ekki með staðsett sjálft sig eða veitingastaðinn á korti.  Það er reyndar áhugavert að Indarnir spyrja mann iðulega hvert maður er að fara?  Í okkar tilfelli er sjaldnast skýrt afmarkað markmið með ferðum okkar enda ferðalög þess eðlis að ef maður fer leitandi bara að einhverju einu ákveðnu eru allar líkur á að maður finni það ekki en ef maður leitar bara að einhverju áhugaverðu eru alla líkur á að eitthvað uppfylli þau skilyrði.  Þegar við svo tilkynntum forvitnum indum að enginn sérstakur áfangastaður eða tilgangur væri á ferðalagi okkar urðu þeir yfirleitt eitt stórt spurningamerki í framan.  Jeff hafði haft orð á þessu við okkur og útskýrt fyrirbærið.  Þetta er bara innbyggt í indana.  Ef maður er ekki að fara eitthvað ákveðið þá er maður villtur.  Kannski er þetta svona „flöt jörð” hugsun ?  „Hvert ertu að fara ?” Nei bíddu þú gæti dottið fram af brúninni!  Svo er þetta auðvitað eyjuþjóð og göngutúrar á eyjum dæmdir til að enda í tilgangslausri hringavitleysu ef gengið er nógu lengi.  Já, það er stundum erfitt að átta sig á þessum indum  en ljóst er að þetta er amk stórmál hjá þeim og lærdómurinn er sá að allir hafa alltaf eitthvað plan þó að það virki helvíti klikkað að í þessu vitfirrta 45 snúninga kaosi sem hér virðist ríkja sé pláss fyrir ætlun.  Baldi er reyndar með þá kenningu að indarnir hér á Java væru hreinlega með annað stýrikerfi við hin á þessum hnetti.  Kerfið höndlar brall-mode mjög vel en þegar þeir svo fara að tala við önnur stýrikerfi, td. einstaklingshyggjandi vesturlandabúa, þá koma reglulega upp „unhandled exceptions” þar sem indanum hreinlega vantar kóða til að díla við upplýsingarnar sem á honum dynja.  Stóru augun og gapandi munnurinn þegar inda er tilkynnt að maður eigi sér ekki ákveðinn áfangastað eða bralltilgang eru því í raun blue screen-ið af kerfishruninu sem undir liggur.

Brall (Syngist við Hurt með Nine Inch Nails (eða Johnny Cash ef þú ert mussa))

Ég brallaði í dag,
svangt þreytt indagrey,
seldi drasl á götunni,
en allir sögðu nei,
ég banka á gluggana,
en engir líta út,
þeim er alveg sama um mig,
í Jakarta á enginn vin,


Hvert ertu að fara,
ríki hvíti kall,
hnetupoki og snakk,
myndu laga allt,
þú átt kannski drasl,
vegabréf og kort,
en þér mun verða kalt,
á norður heim-skauts-baugÁ endum komumst við á gleðitorgið mikla til þess eins að læra að gleðin fólst í þrem möllum í kringum umferðasultað hringtorg.  Vopnaðir verðir stóðu við inngangana og greiðslumat var gert á hverjum þeim inda sem reyndi inngöngu í neysluparadís.  Já, svona flippastæl mallar þar sem pöpullinn er metinn til jafns við moskítóflugur.  Þarna virðist ríka fólkið hanga og spá í pradatöskur í marmara- og stál umgjörð, gjörsamlega 180 gráður frá hinum almenna inda sem snýst í hringi í fátækt sinni að spá í hvert hann á næst að fara.   Þetta var sko ekki okkar sena en við lögðum á okkur tveggja tíma leit að Rauða torginu, indonesískum vodkabar, þar sem við sovétvinirnir eygðum von um brjóstbirtu á formi Russian Standard – móðurmjólk hins múrelskandi sovétvinar.  Rauðatorgið reyndist hipp hopp leikvöllur múraðra ung-inda svo við sötruðum Standardinn þöglir meðan sálin fylltist hægt og bítandi af yfirstéttaróbeit.  240 millur inda, allir með plan hvert skal næst, og svo hundrað þúsund auð-indar sem rúlla eins og svínið Napóleon úr animal farm í vinnusvita hinna 239.900.000 vinnuþjarkanna.  Rugl og ógeð !  Við rauðhjartaðir asíuvinirnir fílum ekki svona þótt allt sé auðvitað betra en VG.  Á Íslandi mega t.d. Breiðhyltingar alveg vera með okkur hinum og fá að fara í kringluna og allt.  Enginn maður með AK-riffil þar sem metur hvort þú eigir fyrir Louis Vuitton tösku eða ekki.  Það er nú ekki margt betra á Íslandi en þetta pirraði okkur.  Við (grútskítugir, skeggjaðir og í kvartbuxum sem bara fátækir hrísgrjónabændur klæðast hér í Indó)  vorum að eigin mati með neyslustyrkshulinshjálm en óðum í krafti okkar hvítu gæru milli malla en blankir innfæddir störðu löngunarauga á levis-pepsí gleðina inni í tröllvöxnum Mammonsmunstrunum en yrðu sjálfsagt bara sendir til sameinuðu þjóðanna ef þeir myndu reyna inngöngu í neysluparadísina.  Bah, héðan burt og það með hraði.  Okkur hafði áskotnast kort af borginni og ákváðum að láta frekar vaða á klasa af veitingastöðum á Jalal Kemang götu.  Þvílík mistök.  Þremur klukkutímum síðar sátum við dauð-uppgefnir eftir eyðimerkurgöngu um mjög þriðja heims öngstræti.  Enginn virtist rata neitt hér í Jakarta og við stanslaust villtir öðrum indum til samlætis.  Djöfull er þetta hryllilegt pleis.  Meira að segja leigubílstjórinn sem keyrði okkur á Jalal Kemang hafði ekki hugmynd um hvert hann var að fara, bara brosti og brunaði útí bláinn upp á von og óvon rammvilltur eins og við.  Við borðuðum að lokum dömplinga á kínverskum veitingastað en enginn af staffinu hafði hugmynd um hvar veitingastaðurinn væri á kortinu. Það er eitt að vita hvert maður er að fara og allt annað og flóknara að komast þangað hér í Jakarta.  Það er þó frekar mikilvægt að maður haldi kúlinu í samskiptum við indana og reiðist þeim ekki um of þegar þeir blue screen-a í þjónustu eða öðru samskiptum.  Jeff hafði útskýrt fyrir okkur að indar eru með nokkuð brenglaða sýn á vesturlandabúa og mikilvægt að hegða sér í takt við hana.  Það er nebblilega þannig að almennt vita indar ekkert annað um vesturlönd en þeir sjá í sjónvarpinu. Hér er ekkert vitrænt skólakerfi til að leiðrétta staðreyndarvillur og ímyndarskekkju Hollívúdd svo indarnir kokgleypa bara því sem sjónvarpið segir þeim.  Þeir telja því að vestrænar konur séu framúrstefnulega lauslátar og því flauta tannlaus indagrey á eftir hvítu mussustelpunum úti á götu í von um að hvíta druslan sé með mökunarhegðun á við pakkið í Greys anatomy.  Hvítir karlmenn eru svo ofbeldishneigðir og varasamir og því er það svo að ef hvítur maður fer að öskra á inda þá fríkar indagreyið út af hræðslu enda býst hann við að verða Bronson-aður í kjölfarið.  Sumir lesenda okkar kunna að deila eitthvað í þessa fullyrðingu en það má vera alveg ljóst að indarnir eru með verulega skekkta mynd af vesturheimi, í raun bara í tak við íslenskar skinkustelpur sem halda að þær geti eytt ævinni þambandi kokteila „sex in the city style” í New York án þess að reiða af hendi ærlegt handtak.  Já, kleppur er víða.  Þrír tímar af eyðimerkugöngu í Jakarta eru örugglega jafngildi 40 daga í Palistínskri eyðimörk með djöflafreistingum og öllu.  Við vorum ráðþrota og aðframkomnir svo við sættum okkur bara við tæknilegt rothögg Jakarta á okkur og gáfumst hreinlega upp og það gerist nú ekki oft.  Upp í ráðvillta rottu en að lokum
heim á hótel og snemma í háttinn. Myndi maður ekki líka fara snemma að sofa í helvíti ?
IMG_0427.JPG

Mussan er hér líka, kleppur er víða

Næsti dagur var dagur uppgjafarinnar.  Við borðuðum á hótelinu sem jafnframt er algjör ripp-off búlla og prísar sig eftir aðstæðum, sennilega eins og booztbás myndi gera í eyðimörkinni.  Við borguðum líter af blóði fyrir smá internettíma til að bóka far héðan og græja önnur ferðamál.  Skælbrosandi hótel-indar tóku við bunkum af seðlum en hvað myndi maður borga Djöflinum fyrir útgöngumiða?  Við ákváðum að í dag yrðu lágstemmd markmið einkennandi.  Við stúderuðum kortið okkar um stund á hótelbarnum og ákváðum á endanum að kíkja á löggusafn sem átti að vera í næsta nágrenni við okkur.  Loksins gekk eitthvað upp.  Geðveikt !! Blautir af svita og með smá umferðartrauma en það tókst . Jai Hó !  Safnið reyndist líka vera æði.  Indar eiga ekki mussur og það er verðugt verkefni og þjóðfélagslega þarft að stúdera hvernig sú lukka er tilkomin.  Löggan hér er gjörsamlega salt jarðar ef þú ert ekki hasssjúgandi mussudjöfull.  Lítil inda-lögguína lóðsaði okkur um safnið eins og einkennisklæddur engill.  Og þeir kunna svona að díla við mussuna hér í Indó.  Poki á hausinn, járn á útlimina og ef mussan er stillt þá enginn 9mm hausverkur heldur bara smá water boarding og uppeldi.  Við íhuguðum stuttlega að ganga í lögguna og leggja hönd á plóginn en hættum við.  Önnur og mikilvægari verkefni en að halda aftur af annarra manna mussum.  Eftir safnið vorum við aftur orðnir svangir og röltum okkur í japönsku fálmarageðveikina og fundum stað sem var bara veitingastaður.  Áhugavert, þarna hafði klárlega aldrei hvítur maður stígið fæti.  Við vorum svona hálftíma að ráða út úr matseðlinum en enduðum með bjór og sushi.  Ljómandi fínt en alveg heví skrítinn staður og ljóst að japönsku kúnnarnir fíluðu ekki svona hvíta stórnefjaða aðskotahluti.  Þeir flissuðu yfir því að Óli var mikill klaufi með prjónana og rumdu af vanþóknun yfir bjórþambi aríahyskisins.  En hey, fengum mat og smá nippaboozt án verulegs sálræns tilkostnaðar.  Ekki slæmt hér í borg. Á leiðinni heim duttum við niður að vestrænan bar sem hét Top Gun.  Þetta reyndist frábær búlla þar sem coverband tók við óskalögum og hélt uppi miklu stuði.  Þeir sungu smá Muse fyrir okkur og þegar svo einhver útlendingur bað um „something upbeat” í framhaldi tóku þeir bohemian rapsody með miklum tilþrifum, töktum og stælum.  Við vorum helvíti ánægðir með þessa vin í eyðimörkinni þótt sumir af okkar snobbaðri löndum hefðu sjálfsagt kallað þetta ömmu sína.  Við tókum í höndina á eigandanum á útleið og skjögruðum gegnum steinsteypufrumskóginn í átt að hótelinu.  Heim að sofa eins og rottur í búri.  Á morgun yrði síðasti dagurinn í þessu malbikaða helvíti.  Illu er best af lokið.

IMG_0444.JPG
Mussuuppeldi

 

DSCF0402.JPG
IMG_0436.JPG
Gas my ass!

 

IMG_0451.JPG
Brynmarían

 

DSCF0406.JPG
Baldi íhugar frama í lögregluskólanum.

 

Við vöknuðum glaðir eins og sólskinsdrengurinn Emil.  Við erum kannski í Jakarta en við erum að minnsta kosti ekki Svíar.  Ekki oft sem realismi iljar manni um hjartaræturnar.  Í dag sleppum við næstum örugglega úr steinsteypufrumskóginum. Jai Hó !  Við borðuðum morgunmat með slæðunum á hótelinu og spáðum í hvað framtíðin bæri í skauti sér. Yfir morgunmatnum ákváðum við að taka saman stuttan orðalista yfir það helsta í indónesísku sem við höfðum lært svo að aðrir geti staðið á herðum okkar í sínum eigin leiðangrum.

Apa apa – Hvað! (Mikið notað og lýsir mikill furðu, td. eins og ef þú ert ekki að fara neitt sérstakt)
Apa – Bíddu/ha ? (Minniháttar undurn sem kallar á útskýringu. Viltu 2 bjóra? Vantar þig ekki borvél ?)
Jalan-Jalan – Labba (Sem sagt fótgangandi frá A til B)
Hati-Hati – Keyra (Með vélknúnu farartæki frá A til B.  Sennilega gildir þetta líka fyrir ferðalög með asnakerru)
Tidak – Nei/Ekki (Virkar ef indi vill eitthvað frá þér, sem er mjög algengt)
Ya – Já (Virkar ef þú vilt eitthvað frá inda, sem kemur alveg fyrir.  Er borið fram nákvæmlega eins og hollenskt JA)
Apa Kapir – Blessaður/Hæ (þýðir bókstaflega what´s up. Hversdagsleg kurteis og hress kveðja)
Ayam – Kjúklingur (Allur kjúklingur hér í indó er free range, lífrænn og rindilslegur. Mussuvæn fæða.)
Bebek – Önd (Óljóst hversu mussuvænt. Aðeins dýrara en Ayam-inn)
Kambin – Lamb (Hér má koma fram að inda-lamb er ekkert síðra íslensku lambi alveg sama hvað Guðni Sækó segir)
Burung Dara – Dúfa
Ulan – Slanga
Apa itu – Hvað er að ? (Eiginlega í þeim skilingi hvað má betur fara ? Viltu til dæmis mótorhjól, borvél eða sígó?)
Bintang – Stjarna (Líka vinsæl en andstyggileg bjórtegund)
Air – Vatn
Kopi – Kaffi
Orang – maður
Orang-orang – fólk
Organg islandia – íslendingur
Orang utan – appelsínugulur api

 

DSCF0398.JPG
Bring on the búsáhölds!!!

Í dag var runninn upp dagur jákvæðra breytinga.  Myndi Brútus ekki ljóma af gleði þótt hann yrði bara færður úr 9unda víti í það 8unda?  Yessör, í dag losnum við úr þessari sturlun og förum til vina okkar harðlínumúslimana í Kúala Lúmpúr.  Já, lengi getur vont versnað segir máltækið en sá sem það samdi hafði klárlega ekki komið til Jakarta.  Þetta versnar ekki héðan í frá.  Ónei, framtíðin er björt.  Við vorum samt sáttir.  Kominn botn í lífsreynsluna og núll á borgarmælikvarða okkar.  Það verður aldrei verri borg en Jakarta.  Hún er svo mikill viðbjóður að meira að segja Kópavogur virkar sem ljós í myrkrinu héðan í frá.  Sáttir já og meðvitaðari en áður um að svartnætti getur verið dásamlegt ef maður getur sett það í skynsamlegt samhengi.  Okkar linu ferðamannarassar iðuðu af hamingju í mjúku leigubílasætunum þar sem við rúlluðum eftir misstífluðum umferðaæðahnútum borgarinnar í átt að flugvellinum. Sloppnir úr frumskóginum, lifandi lífs og meira að segja með fullt af myndum. Djöfull erum við magnaðir landkönnuðir, og við sem féllum ekki einu sinni í mannfræði.

IMG_0433.JPG
Brallmobile

Categories: Hlunkur | Leave a comment

Paradísarheimt

IMG_0299.jpg
Awwwhhhhh

Eftir tékk-út kom upp áhugavert og nýstárlegt vandamál.  Það lá ekki ljóst fyrir hvað klukkan var.  Allir sem við spurðum gáfu mismundandi svör og meira að segja google stóð á gati og gaf upp tvo mismunandi tíma.  Við vorum frekar ráðþrota.  Það stóð auðvitað tímasetning á flugmiðanum okkar en að öðru leiti virtist engu skipta hvað klukkan var.  Á endanum var ákveðið að miða við úrið hans Óla útfrá tímasetningu fótboltaleikja í HM.  Hér á Bali er nóg að vera bara sólúr, það er jafnvel óverkill því sennilega skiptir mestu hvað það er bjart eða myrkur.  Já mjög tjillað fólk en létt stressandi fyrir tvo asíuunnendur á leiðinni í flug.  En jæja þetta tókst allt ljómandi vel, það má líka gjarnan koma fram fyrir flugáhugamenn að flugvöllurinn í Mataram er prýðilegur.  Frumstæður en alveg laus við allt flækjustig.  Það liðu 10 mínútur frá því sætisljósin slökknuðu þar til við stigum upp í rottuna.  Samt enginn Súvarnabúmí en ljómandi.  Við vorum frekar ánægðir með okkur. Lombok var klárlega allt annað en Bali, það var augljóst strax við lendingu, asnakerrur útum allt og gríðarlegt brall í gangi meðfram þjóðveginum.  Minnti satt að segja dálítið á Kambó, Aahhhh Kambó, sú VG lausa paradís.  Ekki leiðum að líkjast.  Það fór vellíðunarhrollur um okkur það sem við liðum um þjóðveginn í symfóníu af mótorhjólasuði, hófaskellum og bílflautum.

IMG_0419.jpg
Mangósopi í kókoshnetu

Hótelið okkar reyndist alveg geggjað.  Á stærð við Ísafjörð og með öllum hugsanlegum þægindum sem latur ferðamannarass kann að óska sér.  Þetta er svona aldingarður með litlum húsum, völundarhús af göngustígum, tennisvöllum, veitingastöðum, risa einkaströnd og risa sundlaug.  Best var samt að það eru engir gestir.  Það eina sem var að, var Óla að kenna.  Hann hafði sokkið of djúpt í Indó-mentalítetið og bókað í hótelið í ágúst.  Hann var grænn af skömm fyrir framan hótelstaffið en með alla ásjónu vel smurðrar dollah-eyðsluvélar var okkur tekið fagnandi og almanakslesblindufötlun Óla fyrirgefin með brosi svo glitti í tennurnar.  Mánuður fram og tilbaka skiptir litlu hér við miðbaug, bara eins og klukkan.  En útlendingur með dollah, úllalala!.

IMG_0366.jpg
Í aldingarðinum

Soltnir eins og svarthol fórum við í rannsóknarleiðangur í bæinn og yfir vænum núðluskammti og bjór ræddum við fyrstu kynni af þessari áhugaverðu eyju.  Það sem strax stakk okkur var það að við erum með nýjan titil hér á Lombok.  Hingað til höfum við ávallt verið ávarpaðir sem Sööh en hér erum við kallaðir Boss, eins og í Cool Hand Luke.  Óli vildi reyndar skrifa þetta á þefnæmni innfæddra sökum þess að við báðir erum lyktandi eins og Hugo Boss segir að lykti vel.  Baldi benti þá á að ef fólk ávarpaði okkur eftir lykt þá væri titillinn frekar “stinky” vegna þess mikla búkfnyks sem er af okkur þessa stundina vegna óþrifnaðar.  Allavega virðist nýja ávarpið allt í góðu og allir skælbrosandi og stanslaust í kringum okkur og við vinsælli en CSI.  Senggigi, þorpið sem við búum í er mikil náttúruparadís og virðist þjást af Field of dreams – Syndrome  “Build it, and they will come”.  Indarnir hafa vissulega græjað pleisið en svo bara kom engin.  Allt í lagi, fullt af ódýru vinnuafli svo er hér hrúga af veitingastöðum og börum en engar dollah-brennsluvélar til að keyra batteríið áfram.  Sennilega er þetta eins og Benidorm var 1969.  Þetta er þó alveg prýðilega fínt þorp og miklu heilbrigðara á geði en klikkaði nágranninn á Bali.  Við skelltum okkur í snookah og bjór á frábærlega klikkuðum stað (clubmarina.com) þar sem einhver local grúppa tortímdi hverjum slagaranum á fætur öðrum með söng sem minnti helst á breima kött í pappírstætara.  Á leiðinni heim stoppuðum við á nýja uppáhalds veitingastaðnum okkar í öllum heiminum.  Götubásinn hennar Mömmu Fatímu.  Þvílík ofurhamingja sem sá staður er.  Hann er kannski ekki mjög 2007 en Mama-Fatíma, rúmlega fimmtug Inda í slæðugalla rekur hann með röggsemi sem lætur Gordon Ramsey líta út eins og Haffa Haff í Vestfjarðarvíkingnum.  Mama-Fatíma spyr ekki hvað kúnninn vill, hún yfirheyrir.  Þar sem við sátum yfir götukjúkling stjarfir af aðdáun yfir Mömu-Fatímu ræddum við mannauðssóunina hér í Indó.  Mama-Fatíma ætti klárlega að vera aðalritari sameinuðu þjóðanna frekar en þessi lini kóreubúi.  Þá yrði bara heimsfriður.  Við kláruðum matinn okkar, sögðum takk fyrir okkur og spurðum hvort við mættum fara heim?  Mama-Fatíma kinkaði fálega kolli og við búkkuðum okkur pínu og svo heim á hótel í háttinn.

IMG_0313.jpg
Mama Fatíma

Næsti dagur var mikið chill.  Við kældum okkur aleinir við risastóru laugina okkar, kældum okkur einir í risa aldingarðinum okkar og fengum okkur smá kælandi boozt á hótelstrandbarnum okkar og horfðum á miðbaugssólarlagið saman – nó hómó.  Leti er kannski ekki dyggð en stressleysið hér á Lombok er svo yfirþyrmandi að Snoop Dogg myndi virka víraður eins og Speedy Gonzales í krakkfráhvörfum.  Þetta er sko akkúrat það sem læknirinn pantaði eftir ferðalag síðustu vikna.  Við núðluðum okkur og skelltum okkur svo í nokkuð stífa booztun.  Það má stundum þegar maður er svona svakalega kældur.  Við þræddum helminginn af börunum í bænum og kikkuðum því með eldhressum innfæddum sem þömbuðu melónusafa sem boozt vegna hinnar margumræddu þýðingarvillu í kóraninum.  Óli veðjaði meira að segja við inda um úrslit í vítaspyrnukeppni og hafði af greyinu 3-4 daga laun en samt bara hlátur og stuð.  Topp fólk.  Hápunktur kvöldsins var þegar við sungum Wind of change með Scorpions á ákaflega local kareokibar við mikla kátínu innfæddra sem klöppuðu óspart fyrir þessari túlkun okkar á sovétvinaballöðunni góðu.  Þegar kariokiebúllan lokaði ákváðum við að skella okkur í smá götumat hjá Mömmu Fatímu.  Básinn var stútfullur en Mamma Fatíma þekkti okkur frá því í gær og henti út einhverjum óþekktaranga til að koma hvítingjunum að. Við spurðum hvað væri í matinn og fengum götugrillaða dúfu.  Frábært og Baldi fór mikinn í samanburði á mömmu Fatímu og súpu-nasistanum úr Seinfeld þáttunum.  Mikið svakalegur kvennskörunugur er þetta og af hverju er hún ekki að stjórna BP núna ?  Það má alveg koma fram að dúfan var dálítið ógnvænleg komin á borðið en þeir skáru amk hausinn af. Mamma Fatíma fullvissaði okkur um að þetta væri góð innlend indadúfa en ekkert dúfudrasl eins og enskar dúfur eru samkvæmt henni.  Hún gaf okkur meira að segja skammt af sambalsósunni sinni sem er eins og að setja hundóðan sporðdreka upp í sig.  Við kvöddum mömmu Fatímu með virtum og uppskárum bros sem sennilegra sjaldgæfara en pólskipti á básnum hennar mömmu Fatímu.  Við liðum inn í draumalandið þar sem mamma Fatíma rúllaði yfir Svarthöfða í töffaraskap. Já, hún er
mikil !

Mamma Fatíma (syngist við My mama said með Lenny Kravitz)

Fatíma vill,
engar leyfar á disk,
Fatíma selur,
dúfur og fisk,
Fatíma veit,
hvað þig dreymir og þú villt,
Fatíma sér,
það sem hulið er þér,
Mamma Fatíma, Mamma Fatíma, Mamma Fatíma

ég sagði Mamma Fatíma

DSCF0389.jpg
Gone native

Næsti dagur var tekinn í enn frekara chill.  Þetta hótel er hreint stórkostlegt til chillunar.  Risastór aldingarður, eins og áður segir, og best er að það er eiginlega alveg mannlaust.  Engin gargandi börn við laugina heldur bara þögn, súpergott veður og meira að segja wifi við laugina.  Þarna bökuðum við okkur eins og jólagæsir og vökvuðum okkur eftir þörfum.  Þegar tók að kvölda fórum við á local internetbúllu og börðumst við tæknina til að segja heimasætunum frekar frá okkar ferðalögum.  Mikið erfitt og ljóst að þeir eru frekar aftarlega í UT málum hér á Lombok.  En hey, þeir kunna margt annað eins og að föndra öskubakka og skran.  Þetta var tveggja tíma frústrasjón á trabanttölvum sem voru með minna minni en símarnir okkar, sýktar eins og skólpræsisrottur og verst var að rafmagnið fór reglulega af og þá var bara sígópása meðan kveikt var á díselrafalinum.  En þessi búlla var sú eina á svæðinu sem átti prentara þó að þeir hafi sennilega kreist kolkrabba til að redda sér bleki sem var grunsamlega dökkgrænt.  Eftir þessa þolraun var stefnan tekin á Cafe Marina til að núðla okkur og horfa á leikinn. Eftir að holland hafið unnið og Óli var ör eins og ofvirkt barn í sælgætisdeildinni í Hagkaup, settist gaur hjá okkur og spurði hvort hann mætti vera memm.  Okkar maður heitir Jeff Olsen og er uppgjafa leikari frá Kanada sem flutti til Jakarta fyrir 10 árum og gerðist kennari.  Hann hafði tekið eftir barnslegri gleði Óla og ályktað að við værum Hollendingar sem ynnu hér í Lombok og langaði að kikka því með útlendingum. Við vorum mjög ánægðir með að hitta einhvern sem kynni á Jakarta en einróma samþykki virðist vera fyrir því í öllum ferðaheimildum að sú borg sé hreint helvíti.  Jeff reyndist stórfínn gaur og við sátum með honum og nokkrum spilafíkla indum yfir seinni leiknum og kjöftuðum til klukkan 5 um morguninn þegar leikurinn kláraðist loksins. Við kvöddum Jeff sem hoppaði á mótorhjól og brunaði burt en við ákváðum að fá okkur næturverð hjá mömmu Fatímu sem tók okkur opnum örmum og eldaði ayam (kjúkkling) og bebek (önd) fyrir okkur.  Klukkan var ansi margt og bara við og nokkrir leigubílstjórar á básnum svo mamma Fatíma gaf sér tíma til að spjalla aðeins við okkur.  Við hrósuðum staðnum í hástert og mamma Fatíma kinkaði kolli með velþóknun.  Við vorum kvaddir með handabandi og hefðum ekki geta orðið stoltari þótt Óli grís hefði gefið okkur poka af fálkaorðum í kaupbæti.  VIð röltum heim í aldingarðinn og það slokknaði á okkur eins og rafmagnslausri tölvu.

IMG_0289.jpg
Óli vingast við Kómódódreka

Við sváfum aðeins yfir okkur næsta dag en náðum smá hótelchilli. Við sundlaugina ákváðum við að það væri gaman að prófa að veiða hérna í Indlandshafi.  Við fórum því á stúfana í bæjarferð og eftir að díla við ótal skrítna brallara áttum við ferð daginn eftir.  Spennandi að veiða hérna á Lombok.  Allt morar í lífi á landi og sjórinn er örugglega fullur af furðuskepnum.  Þetta brall tók talsverðan tíma, eins og reyndar allt virðist gera hér, svo við vorum orðnir frekar hungraðir þegar ferðaskrifstofubrallinu lauk.  Við fórum því á flottasta veitingastað bæjarins, the square, sem er gríðarlega dos mille sjette tekk og stálhöll sæmandi hvaða bankaræfli sem er.  Þetta var klárlega besta máltíð ferðarinnar.  Við sátum sálir og sáttir eins og Dali Lama á ecstacy.  Mikið svakalega getur verið gott að borða.  Við vitum ekki alveg hvað við sátum lengi í mókinu en skyndilega var ró okkar raskað með miklu gargi út af öllum börunum á götunni. Ah, leikurinn byrjaður og strax komið mark.  Þýskaland var að spila við Argentínu. Von Blammo hafði líst yfir haldi-meði með Húnunum og Olinhio hefur haldið með Argentínu síðan hann var 10 ára.  Við vorum meira að segja búnir að veðja einum hrisgrjónahatti á milli okkar á leikinn.  Það var því ekkert annað en að taka á sig rögg og fara á Cafe Marina að glápa.  Við hringdum í Jeff sem var á leiðinni, hoppuðum upp í asnakerru og brunuðum eins og hófar leyfðu.  Þessu mátti ekki missa af.  Eftir leikinn var Óli óhuggandi. Hetjurnar hans höfðu verið teknar í bakaríið og hann hafði tapað 230 kr hrísgrjónahatti.  Óli bar sig ákaflega illa og til að auka á ámátlega ásjónu hans hóstaði hann stanslaust og saug upp í nefið.  Flugvallasígóið okkar hafði klárast í gær og innlent tóbak fór ekki vel í Óla að hans sögn.  Baldi hefur hinsvegar fullyrt að það sé ekkert að þessu tóbaki og finnst líklegra að  Óli hafi þróað ofnæmi fyrir eldfjallaeyjum en á Lombok er að finna næst stærsta eldfjall Indonesiu.  Ef rétt reynist þá er ljóst að Óli er ekki á leiðinni norður á neinn eldfjallabasaltklett í bráð.  Jeff kvaddi eftir leikinn en hann er í einhverju fasteignabralli hér á Lombok og þurfti að funda eitthvað daginn eftir.  VIð kvöddum hann og þökkuðum honum fyrir spjallið og allan Jakarta fróðleikinn.  Jeff hafði mælt með hóteli, börum og veitingastöðum sem sjálfsagt á eftir að vera ómetanlegt í þessari illarómuðu borg.  Við spiluðum snookah um stund og kíktum svo til mömmu Fatímu þótt við værum eiginlega ekkert svangir.  Það er örugglega fullt af fólki sem fer í mat til Obama án þess að vera svangt. Mamma Fatíma tók okkur eins og fjölskyldumeðlimum.  Hún hafði þó ennþá sitt valdsmannslega yfirbragð og næstum þrúgandi persónutöfra en var mjög skapmild í garð okkar útlendinganna.  Hún kynnti okkur fyrir manninum sínum og sagði að strákanir þeirra væru í eldhúsinu.  Við kvöddum hana að lokum og Óli hneigði sig meira að segja fyrir henni.  Indonesia væri sjálfsagt rísandi stórveldi ef þessi kjarnakona væri við stjórnvölinn.  Klúður hjá indunum en sennilega mikið lán fyrir Kína.   Við röltum sprengmettir heim á hótel, fengum okkur eina snúðsígó á veröndinni í aldingarðinum og svo í háttinn.

IMG_0388.jpg
Mama Fatíma og hennar krú

IMG_0348.jpg
Burung Dara ala Mama Fatíma!

Eftir morgunmat og smá sundsprett í aldingarðinum var veiðiferðin næst á dagskrá.  Við mættum í litla sveitta brallsjoppu og mállaus indi fylgdi okkur niður á strönd þar sem kaftein Apu beið okkar.  Báturinn hans Apu er af hefðbundinni Lombokgerð en Íslendingar myndu sennilega varla þora að sjósetja svona í laugardalslauginn, hvað þá úti á hávaðasjó.  En við ætlum ekki að vera að hengja okkur í eitthvað svona öryggis-iso bull svo Apu ýtti úr vör og brunaði eins og 10 hestafla yamahamótorinn leyfði út á miðin.  Á miðum kom í ljós að það var traditi
onal lombok fishing sem var í boði.  Handfæri með tveimur önglum, brjálaðir sviptistraumar og reglulegar siglingar milli veiðistaða vegna mikilla kóralrifa út um allt.  Þetta var þó hin besta skemmtun og Apu ljómaði eins og systur okkar í merkjatuskubúð í hvert skipti sem einhver setti í fisk.  Eftir fjóra tíma var komið nóg og Apu stímdi í land og setti okkur af á einkastöndinni á hótelinu okkar. Ansi kúl enterance fannst okkur. Við núðlum okkur stuttlega og tókum rólegt kvöld enda ferðlag framundan.

IMG_0399.jpg
Captain Apu

DSCF0375.jpg
Indlandshafslax

Við vöknuðum í trjákofanum okkar í aldingarðinum hressir eins og Sóley Tómasdóttir á kvennalandsleik.  Ferðadagur í dag.  Óli skellti sér í útisturtu í morgunsólinni og Baldi reykti snúðsígó á veröndinni á meðan. Ah, gott líf hér á Lombok.  Við tékkuðum út í tekklobbíinu og röltum svo um bæinn og spókuðum okkur aðeins fyrir flug.  Á röltinu keyptum við okkur hrísgrjónahatta sem jafnframt eru okkur fyrstu kaup sem ekki eru þjónustutengd.  Gott að eiga svona hrísgrjónahatt t.d. ef það er rigning.  Smá núðl, sólbað og chill og svo í flugvélina.  Það má koma fram að flugvöllurinn hér í Lombok er ljómandi í alla staði. Enginn Súvarnabhumi en topp flugvöllur engu að síður.  Við vorum eiginlega hálfspældir að skilja við þessa dásamlegu paradís og horfðum klökkir út úm flugvélagluggan á eyjaparadísina fjarlægjast.  Tveim tímum síðar tilkynnti indakafteinninn að við værum að fara að lenda í Jakarta.  Við litum aftur út um gluggan og sáum fyrir neðan okkur endalausa gráa steinsteypubreiðu. Eldar virtust loga víða og þykk gul mengunarslykja lág yfir steinsteypufrumskóginum fyrir neðan okkar. Æ, fokk.

DSCF0395.jpg
Enginn Súvarnabúmí, en ágætur samt

IMG_0422.JPG
Í staðinn fyrir öryggisbelti fylgdi þetta bænaspjald
Categories: Hlunkur | Leave a comment

Needs more cowbell

IMG_0261.jpg

Eftir óskaplegt ferðalag frá Api-api, gegnum Kuala Lumpur, lentum við dauðuppgefnir á Densaparflugvelli á Bali. Við tók skelfilegt bjúrókratafárviðri en að lokum stóðum við í lobbíinu á dos mille sjette hótelinu okkar þrettán klukkutímum eldri en þegar við lögðum af stað.  Nú þurfti Tigah powah meira en oft áður en fljótlega kom í ljós að hér í Indó er engin svoleiðis galdrameðöl leyfð.  Bara innlendur bjór sem hefur takmarkaðan heilunarmátt.  Við átum indópizzur og sötruðum eitthvað innlent bjórsull með.  Þeir verða nú að laga þetta.  Búnir að vera hér í nokkra tíma og strax komnir með tillögur að samfélagsumbótum sem myndu færa þessu fólki meiri gleði. Já,meiri tigah fyrir alla!  Við fundum þó ekkert fjör svo við lölluðum bugaðir af ferðaþreytu heim á hótel og steinrotuðumst.  Það er þangað til klukkan 7 um morguninn þegar Óli hrökk upp við loftbor. Í ljós kom að það voru miklar byggingaframkvæmdir svona 10 metra frá herberginu okkar og þrátt fyrir dos mille lúkkið á hótelinu hafði verið sparað alveg að splæsa í hjóðeinangrun.  Baldi er hinsvegar með power off stillingu og drómaði makindalega í ærandi hávaðanum með friðsældarglott afslappaður eins og indversk kú.  Eftir að hafa kannað málið óð Óli, pirraður eins og Indefence hópurinn, niður í lobbí og heimtaði nýtt og rólegt herbergi.  Indastaffinu brá nokkuð og lofuðu öllu fögru þar til Óli samþykkti aðgerðaráætlun eftir hádegi og strunsaði aftur upp á iðnaðarsvæðið þar sem Þyrnirós lá enn steinrotuð.

IMG_0205.jpg

Skálað fyrir Steve Irwin

Þegar Lazarus reis núðluðum við okkur á hótelinu og meðan hótelstjórinn græjaði flutning.  Niðurstaðan var afsakanir og nýtt herbergi eins og þessar framkvæmdir hefðu komið eins og þruma úr heiðskýru. Nýtt herbergi en með hjónarúmi – nó hómó.  Eftir núðl var svo tekið til óspillra málanna að kanna eyjuna. Bali er dálítið úrkynjað fyrirbæri. Óteljandi fullir ástralar ráfa um göturnar bjórsósaðir og gólandi óskiljanlega ensku í bland við innfædda sem gera sitt besta til að selja þeim falsaða merkjavöru nudd eða far á mótorhjóli.  Já og talandi um mótorhjól þá hjálpar ekki að ástralarnir eru alveg óhræddir við að leigja sér svona stál-morðtól og rúlla svo um níðþröngar göturnar hálfberir og í vínmóðunni hika þeir ekki við að láta tryllitækið vaða upp á gangstétt öllum öðrum til armæðu og óláns.  Þeir hafa klárlega ekki skorið naflastrenginn við sinn tjallauppruna enda upprunalega úr genapolli afbrotatjalla sem bretarnir sjálfir sáu ástæðu til að geyma hinu meginn á hnettinum. Og meira um ástralana því það versta við þá er sennilega að þeir eru upp til hópa mussur! Já, skaðræðismussur sem liggja eins og drómasjúkar blóðsugur á samfélögunum sem þær sníklast á.  Við réðumst í greiningarvinnu og skoðuðum mussuna við sína daglegu iðju um nokkra stund.  Greining okkar er að best sé að horfa á mussuna gegnum kynjagleraugu til að aðgreina atferli hennar. Karlmussan er íklædd engu nema stuttbuxum, með kuðungahálsfesti um hálsinn og hangir bólufreðin á ströndinni þar sem hann vælir um að hann lofi að klára mannfræði og hvernig hann ætlar að gera heiminn að betri stað þegar hann er orðinn stór.  Svo er það kvennmussan, ómáluð með hárið í tagli, íklædd einhverri innlendri hörtusku og í flipp flopp skóm sem gera það að verkum að göngulagið verður kjagkennt eins og hjá orang utan.  Hún hangir líka freðin á ströndinni, lofar að klára mannfræði, gefur betlandi börnum sælgæti og talar um hvernig hún ætlar að gera heiminn að betri stað þegar hún er orðin stór. Mussan skapar ekki, hún skemmir.  Við mussugreininguna sátum við fálátir á einhverjum free-range organic mussu reggíbar, þar sem berfættar mussurnar snérust um sjálfa sig í dansi sem minnti helst á kött að elta á sér skottið.  Skyndilega kom vinkona okkar skáldagyðjan óvænt í heimsókn og útkoman varð mussupirringslag:

 

Mussulagið (syngist við Buffalo soldier með Bob Marley)

Skaðræðis mussa, pabbi borgar,
ég er gagnslaus mussa,
reyki stuð á ströndinni,
ég féll í mannfræði,
ég kaus vinstri græna,
er þetta free range hæna ?

Ég meina,
ég hef verið að pæla,
við verðum jörðina að kæla,
en pabbi þarf að borga,
ég er heiladauð mussa,
ég þrái heiminum að bjarga,
ég féll í mannfræði,
ég kaus vinstri græna,
er þetta free range hæna ?

 

IMG_0209.jpg

Engin hætta á helvíti

Eftir mussugreininguna vorum við komnir með gult spjald frá Bakkus.  Við pöntuðum okkur þó einn svartan rússa á bráðskemmtilegum kareokibar þar sem raddlaus inda frontaði coverband og tók hverja Celen Dion lummuna á fætur annarri með miklu kappi en lítilli getu.  Baldi varð svo hress við rússann að hann fékk lagamöppuna og hefði sjálfsagt tekið lagið ef ekki hefði komið í ljós að staðurinn bauð eiginlega bara upp á Celen, Whittney og þeirra líka. ” Do you know steel and knife ?” spurði Baldi induna sem kom að sækja lagamöppuna. “You know, with Búbbi ?”.  Indan muldraði eitthvað óskiljanlegt í afsöknunartón áður en hún tók til fótanna. “How about, I never went south?” kallaði Baldi á eftir henni.  Við mátum stöðuna og hún kallaði á að fara heim að sofa.

IMG_0204.jpg

Minnisvarði um sprengdar beikonætur

Næsti dagur var nokkuð erfiður enda við með Byr-skammt af gleðiskuldavafningum.  Við tókum okkur taki og fórum í rannsóknarferð eftir ströndinni og fengum staðfestingu þess að hér væri fátt annað en mjög staðlað strandstuð. Við höfum verið ansi kvikir í þessu ferðalagi svo frekar en að fara að græja brottför daginn eftir ræddum við við hótelfólkið um að framlengja um tvær nætur svona til að gefa okkur ráðrúm til að plana næsta múf.  Hótelfólkið var elskan uppmáluð og eftir græj fundum við okkur lounge barinn Nero og sátum þar við ritstörf og ferðaplönun í rúma fimm klukkutíma.  Þá var kominn tími á fótbolta svo ákváðum að skipta úr lounge mode yfir í eitthvað aðeins víraðra.  Ekkert mál og stuttu síðar sátum við á þungarokkssportbarnum Heaven og glápum á boltan við undirleik Alice in chains, Rage og Metalikku sem yfirgæfði meira að segja helvítis afrísku fótboltalúðrana.  Eftir leikinn voru við orðnir pínu svangir aftur og kíktum í götugrill og núðluðum okkur Halal með innfæddum.  Helvíti fínt en þar sem við sátum yfir matnum byrjaði að rigna.  Rigna er kannski ekki alveg rétta orðið.  Þetta var meira eins og guð hefði hent í okkur sundlaug. Niagra, syndaflóð og tsunami.  Þetta var algjör bilun og á 10 mín breyttust götunar í fljót og það leit út fyrir að vera raunhæfur möguleiki á að drukkna við að hlaupa milli húsa. Við biðum á útibúllunni í svona klukkutíma en þá fannst okkur sem aðeins hefði dregið út flauminum svo það var núna annað hvort að reyna að hlaupa heim eða hefjast handa við að byggja örk.  Við skutumst eins og vatnsskelfdar rottur milli skjóla og urðum holdvotir á nótæm.  Þegar við loksins komumst heim á hótel var ekki þurr þráður á okkur enda rigningin kraftmeiri en meðal heimilissturta á íslandi.  Við sátum agndofa á svölunum um stund og ræddum hvort komið væri að gjalddaga fyrir beikonétandi heiðingjana eða hvort Mummi myndi miskuna sér yfir þeim aðeins lengur. Að lokum liðum við inn í draumalandið þar sem við sungum Umbrella með poppprinsessunni Ríönnu og Bubba í kareoki.

 DSCF0268.jpg

Umbrella Ella Ella Ei!!!

Næsta dag var hætt að rigna en helvíti á sér mörg birtingarform.  Hótelsíminn hringdi um morguninn og okkur var tilkynnt að fjarveru okkar væri óskað og eigi síðar en klukkan 12.  Bjánarnir á hótelinu höfðu ekki skráð niður framlenginguna okkar og herbergið hafði verið selt á netinu.  Þvílíkir aular.  Það vinna svona 10 manns í lobbíinu en það er til lítils að hafa marga meðvitundarlitla í vinnu þar sem fattarinn skiptir máli.  Þau voru svo sem ægilega leið yfir þessu en það hjálpaði okkur lítið.  Við græjuðum annað hótel með snari en heildarferlið á þessu klúðri tók lungað af deginum.  Mikið mikið pirrandi og ekki það chill sem við stefndum á hér.  Við lágum í tölvum þennan daginn og ákváðum þegar stússinu slotaði að þetta væri lítil paradís og það hálfgerðir fals-asíubúar sem hana byggja.  Því var ákveðið að fara á frumstæðari Indóeyjuna Lombok, þar sem Mummi ræður ríkjum.  Já skítblönk frumskógarparadís með sanntrúuðum.  Hljómar betur en mussumanían hér á Balí.  Eftir núðlun var farið snemma í háttinn til að vera sprækir fyrir komandi flug.  Við snérum okkur í austur og fórum með stutta ferðabæn fyrir svefninn.  Þetta er svo sem búið að vera ágætt stuð hér á Balí en maður má ekki láta gleðigyðjuna teyma sig af þröngu einstigi hins dygga landkönnuðar.  Á morgun er annar dagur og önnur og betri asía til að bralla sig í innan seilingar.  Já, hann er mikill !!!

 

Categories: Hlunkur | Leave a comment