• Hlunkur

    Steinsteypufrumskógurinn

        Flugvöllurinn í Jakarta var óttarlegt Hong, risastór, flókinn og erfiður.  Mesta vesenið var þó að ná í leigubíl í bæinn en kanadíski vinur okkar Jeff hafði sagt okkur að þannig reisa gæti auðveldlega tekið tvo til þrjá tíma eftir hversu sultaðir umferðaræðahnútar borgarinnar væru þá stundina.  Við gengum beint til verks og eftir talsvert vesen, bið, bögg og hark sátum við í svartri bens-drossíu á fleygiferð í bæinn.  Stundum er bara ekkert annað en að bíta í hið súra miðstéttaepli og fara eins og gullklyfjaði asninn yfir  óyfirstíganlega múra.  Ferðin tók þó ekki nema einn og hálfan tíma en útsýnið úr okkar loftkældu leðursætum var ekki par frýnilegt…

  • Hlunkur

    Paradísarheimt

    Awwwhhhhh Eftir tékk-út kom upp áhugavert og nýstárlegt vandamál.  Það lá ekki ljóst fyrir hvað klukkan var.  Allir sem við spurðum gáfu mismundandi svör og meira að segja google stóð á gati og gaf upp tvo mismunandi tíma.  Við vorum frekar ráðþrota.  Það stóð auðvitað tímasetning á flugmiðanum okkar en að öðru leiti virtist engu skipta hvað klukkan var.  Á endanum var ákveðið að miða við úrið hans Óla útfrá tímasetningu fótboltaleikja í HM.  Hér á Bali er nóg að vera bara sólúr, það er jafnvel óverkill því sennilega skiptir mestu hvað það er bjart eða myrkur.  Já mjög tjillað fólk en létt stressandi fyrir tvo asíuunnendur á leiðinni í…

  • Hlunkur

    Needs more cowbell

    Eftir óskaplegt ferðalag frá Api-api, gegnum Kuala Lumpur, lentum við dauðuppgefnir á Densaparflugvelli á Bali. Við tók skelfilegt bjúrókratafárviðri en að lokum stóðum við í lobbíinu á dos mille sjette hótelinu okkar þrettán klukkutímum eldri en þegar við lögðum af stað.  Nú þurfti Tigah powah meira en oft áður en fljótlega kom í ljós að hér í Indó er engin svoleiðis galdrameðöl leyfð.  Bara innlendur bjór sem hefur takmarkaðan heilunarmátt.  Við átum indópizzur og sötruðum eitthvað innlent bjórsull með.  Þeir verða nú að laga þetta.  Búnir að vera hér í nokkra tíma og strax komnir með tillögur að samfélagsumbótum sem myndu færa þessu fólki meiri gleði. Já,meiri tigah fyrir alla! …