Við komum til Búdapest um 10 leitið , sváfum ágætlega í lestinni – óvenju ókurteisir landamæraverðir sem pirruðu okkur aðeins, við fórum í gegnum Slóvakíu þ.a. þetta voru 2 landamæri og 6 sinnum beðnir um vegabréf, úfff
Sama sagan á lestarstöðinni, vorum varla búnir að átta okkur á hvar við vorum þegar hostelsölumenn hrúguðust í kringum okkur og hófu upptalningar sínar, ákvaðum að skella okkur á hostel sem er staðsett í Búda (gamla hluta borgarinnar) aðal ástæðan fyrir skjótri ákvörðun okkar var 24 hr NONSTOP DRINK BAR í kjallaranum.
Hostelið er heimavist tækniháskólans, 13 hæða blokk í sovétstíl, herbergin löng, mjó og ljót, gott fyrir nægjusama bakpokamenn. Þetta er bara opið á sumrin en maður sér að margir búa hér samt. Ungverjar eru gjarnir á að kalla hluti “NON-STOP” í stað þess að segja opið 24klst, Drink-bar er líka sérstaklega aðlaðandi nafn, það er ekkert verið að eyða milljónum í arkítekta og hanna rými hér.
Þegar við vorum búnir að koma okkur fyrir þá ákváðum við að rölta í bæinn, vorum með hálfgerða brauðfætur eftir mikið labb undanfarna daga svo við skelltum okkur í tourist bus sem er kannski ekki mjög merkilegt fyrir utan að hann hét BarbieBus og var bleikur! Þegar komið var um borð voru okkur afhendir hommalegir sólhattar með bleikum borðum, við ákváðum að leggja þá til hliðar svona til að halda virðingunni, í staðinn grillaðist andlitið á okkur gjörsamlega og lá við yfirliði á tímum vegna mikils hita, 37 kvikindi þann daginn. Ekki sjens að Blammzky og Snorrowich láti sjá sig í bleikum Barbie-bus með bleika hatta! Þarna bak við Snorrman er hetjutorgið.
Gatan sem hostelið var við, okkur fannst þetta gott grín :)
Þegar við komum aftur uppá Hostel þá mæltu starfsmenn hostelsins við okkur að far á Pub Crawl (pöbba rölt) fyrir ferðamenn, borguðum 1000 krónur íslenskar ca. sem þykir reyndar mikið hérna, innifalið í ferðinni var NON-STOP bjór fyrsta klukkutímann og skot á nokkrum stöðum. Fararstjórinn var mjög skrautlegur karakter, við spurðum hann hvað hann gerði á daginn og fengum það svar að hann væri í klámbransanum, tjáði okkur að Búdapest væri næstmesta klámhöfuðborg heimsins, næst á eftir Los Angeles. Hann hét Kole en sviðsnafnið var JC Sonogod, gaurinn í bláa bolnum.
Þess má geta að hann mætti 10 mínútum of seint vegna þess að hann tafðist í vinnunni :) Hann sagði reyndar bara “I work in porn” og við vorum með kenningar að hann væri bara ljósamaður, dollygrip gaur eða fluffer en líklega ekki. Þetta kvöld kynntumst við ágætlega stelpu frá Kanada sem býr í Taiwan, hún heitir Melissa og er enskukennari. Lang sætasta stelpan á staðnum og auðvitað gaf hún sig á fyrst á tal við Blammzky og Snorrowich ;-)
Við byrjuðum á því að fara á Ungverskan hverfisbar sem fyrrverandi ólympíumeistari í kúluvarpi á og rekur. Þar vorum við sett niður við hringborð, fólk kynnti sig og áfengið byrjaði að flæða. Þaðan var síðan haldið á mjög vel falda útibari sem eru opnir á sumrin og einungis innfæddir vita af, ekkert merktir og við þurftum að hvísla á leiðinni inn og út af þessum stöðum til að vekja ekki fólk sem býr í nágrenninu. Þetta reyndist hin skemmtilegasta ferð og mælum við hiklaust með pubcrawl um Búdapest!
Við vinguðumst ágætlega við Melissu þetta kvöld og ákváðum að hitta hana aftur daginn eftir, hún fékk reyndar lítinn frið fyrir klámmyndaleikaranum sem reyndi við hana allt kvöldið. Við vonum að Gunnar Ingi fái ekki gsm reiknings-sjokk í næsta mánuði, við þurfum nebblega alltaf að hringja til Taiwan til að mæla okkur mót við hana Mel :-| Okkur skilst reyndar að allt fyrirtækið sé að lesa þetta skemmtiefni, þ.a. það gengur bara upp í skuld :)
Soldið sibbinn í subwayinu.
Hittum Mel næsta dag, fórum út að borða og í túristabátsferð um Dóná mjög falleg ferð það. Skemmtileg stelpa, útskrifaðist sem mannfræðingur í Kanda fór svo til Japan og Taiwan til að kenna börnum ensku. Hún fór snemma heim að sofa, þreytt eftir pubbaröltið í gær. Þá var ekkert annað að gera en að kíkja á NON-STOP Drinkbar á hostelinu. Fljótlega tillti sér við hliðina á okkur hún Sara frá New York. Hún var að líka að ferðast ein og var barnaskólakennari, það voru líka 3-4 kennarar í Pöbbahópnum, langt sumarfrí er líklega ástæðan fyrir þessu kennaraflóði. Við ákváðum að kíkja á útiparty sem hún vissi um sem var við eina brúnna. Þar voru málmleitartæki og buff við innganginn í leit að vopnum, en bara karlmenn voru settir í gegnum málmleitartæki, kvenfólk með veski slapp alveg við það!. Þetta var svona techo útipartý, Sara fór strax af stað í leit að grasi til að reykja, hún labbaði um og spurði innfædda hvar væri hægt að kaupa. Við vorum hissa hvað hún var hugrökk að spyrja, aldrei séð annað eins, þetta gekk samt treglega hjá henni, að lokum lennti hún á gaur sem sagði já get reddað þér á morgun, hann var heldópaður og skrítin, tók hann c.a. 20 mínútur að ákveða hvar hann ætlaði að hitta hana daginn eftir, hann bjó í Búdapest en gat engan veginn lesið kort af borginni, mjög skrautlegt samtal. Hinum megin við brúnna var svo 80’s abba útiparty.. með stórum skjám, fullt af fólki og aftur málmleitartæki fyrir karlmenn.
Röltum niðrí bæ, þar var vinkona okkar enn kræfari að ganga upp að hverjum sem er og spyrja um lyfin sín, við áttum ekki orð. Miðbærinn var hálf dauður, enda sunnudagskvöld, settumst bara á útibar og töluðum um stjórnmál og þá kom í ljós að hún er uppreisnarseggur, býður eftir uppreisn í usa, meðlimur í “andspyrnuhreyfingunni”, á móti kapitalisma og brjáluðum bush, mjög hressandi umræður sem stóðu til 4 um nóttina. Gaman að heyra í bandaríkjamanni sem er ekki heilaþveginn af sjónvarpinu.
Næsta dag eftir fórum við með stelpunum í tyrk-ungverkst spa, massaflottar sundlaugar, inni úti og svona öldulaug, var líka frekar dýrt. Einnig var hægt að fara í leðjubað og allskonar nudd, semsagt heilsuparadís! þetta var einstaklega hressandi þynnkubani. Um kvöldið var út að borða á Fatal, ungverskur matsölustaður, stelpurnar eru báðar grænmetisætur en Hlunkurinn keypti sér fjall af kjöti með ungverskum fána á toppnum, þetta minnti mann helst á close encounters hrúgu, þetta var nóg fyrir 4 en bara ágætt á bragðið. Takk Baldur fyrir að mæla með þessum stað.
Til að spara krónur fórum við í sjoppu til að kaupa rauðvín og breezer til að setjast niður í einhverjum garði og sötra. Fundum auglýsingu á ljósastaur sem hljómaði eiginlega of vel til að vera sönn, NONSTOP showers, NONSTOP washers og NONSTOP Internet!! heheh.. og á næstum helmingi minna verði en hostelið sem er handan við hornið… ótrúleg tilviljun að það eru bara 20 metrar á milli þessara tveggja staða, við ákváðum öll að tjekka okkur út kl 9 um morguninn þrátt fyrir að hafa setið að drykkju til 4 um nóttu á hostel barnum , röltum yfir götuna á hitt hostelið og tjekkuðum okkur inn, fórum svo aftur að sofa. Daginn eftir skiptu stelpurnar aftur yfir á gamla hostelið, því þær kveiktu ljósinn einn morguninn og 10-20 kakkalakkar hurfu inn í veggina, Hlunkarnir ætla bara að sofa með ljósin kveikt, við meikum ekki 09:00 checkout aftur, við höfum ekki séð neinn kakkalakka heldur.
Þvottadagur!! Fylltum 3 vélar og biðum 1,5 klst eftir hverja, skruppum útí súpermarkað, fylltum ískápinn af bjór fyrir 800 krónur, tróðum í okkur Kebab, fórum ekkert í bæinn. Mel fór að sjá ballet í óperuhúsinu, Sara fór að skoða eitthvað ömurlegt lasershow, við fórum á drinkbar. Hittum aftur 3 portúgalskar stelpur sem við kynntumst í gær og settumst hjá þeim, þær eins og flestir aðrir spyrja um sigurrós og björk eða quarashi, tengja allir Ísland við þessi bönd. Við bjóðum þeim að koma með okkur út, tökum 2 bandaríkjamenn frá Utah og Söru. Útipartýið við brúnna varð fyrir valinu, við fórum í vopnaleit en stelpurnar gengu inn, ein af stelpunum var með hníf í töskunni og þær skildu ekki þetta rugl frekar en við. Svosem ágætt að hanga þarna, það var reyndar metallica-kvöld hinum megin við brúnna í þetta skiptið, og bara töturlegir karlmenn þar. Það er einhver tíska í gangi í Ungverjalandi hjá stelpum, gegnsæjar hvítar hörbuxur og thong undir fyrir alla að fylgjast með, Hlunkarnir kunna svosem ágætlega við þetta.
Húsið sem klámmyndastjarnan vann í á daginn.
Alltaf enda þessi kvöld á Nonstop drinkbarnum í hostelinu, þetta nótt kynntumst við 2 frökkum, sátum með þeim alltof helvíti lengi, ég skil eiginlega ekki hversvegna því þeir töluðu enga ensku af viti, en hei svona er þetta bara!
þetta er á hostelbarnum, sumir sofna á borðum.
Vöknuðum milli messu og mjalta einhverntíman, og nú átti að tékka á einhverju safaríku ferðamannagumsi, en fyrst að fá sér að borða. Við þurftum að flýta okkur aðeins þ.a. við fórum á pizza hut, og það voru mikil mistök, maturinn kom eftir 45 mínútur, glymskrattinn var frosinn og spilaði Warren G. – Regulator, aftur og aftur og aftur,
líklega um 15 sinnum í röð. Flatbökulumman var síðan ógeðsleg þegar hún loksins kom, og við misstum af safninu sem við ætluðum á, ungverskt gúllas hefði verið betra val. Við prófuðum nokkur ferðamannaprógrömm í viðbót en allt lokað, oh well, þá bara bara hitta liðið á Drinkbar. Hittum þær portúgölsku og Melissu þar, eigum bara mynd af Alexöndru að tala við Blammo, hinar tvær eru helsætar líka.
Fórum aftur á Rio, útipartýið við brúnna, það er bara betra að sitja úti en að vera lengi í einhverjum kolakjallara í sovétblokk. Bara rólegt enda checkout tími kl 9. Komnir á ról snemma næsta dag og nú átti sko að taka ferðamannagaur, en shitfock hitinn var 43 gráður á fyrsta mæli sem við sáum! Það er alveg gjörsamlega ómögulegt að vera labba mikið í svona veðri, tókum Metróið upp að House of Terror, safn um kommúnisma í Ungverjalandi, þetta var flottasta safn sem ég hef séð, alveg ótrúlega vel sett upp, flatir skjáir um alla veggi með myndum og sjálfvirk headset sem skiptir um texta þegar maður gengur inn í herbergi. Þarna voru aðalstöðvar ungversku leyniþjónustunnar, og í kjallaranum voru pyntingaklefar, aftökuherbergi og annar subbuskapur. Glæsilegt safn. Löbbuðum upp á hæð við ánna og skoðuðum útsýni og frelsisstyttu með pálma í hendinni, mæli með að labba upp á fjall í 40°c hita..err
Ekkert annað hægt að gera en að fara í sundlaug/spa með Melissu til að kæla soðinn heila. NonStop kæling…
Einhver fígúra að misþyrma dreka í bakgrunni.
Skoðuðum kirkju sem var inni í klett.
Mælum hiklaust með Búdapest, mun flottari og skemmtilegri en Prag, mikið líf og nóg að gerast, Hlunkarnir festust hér í 6 daga vegna vellíðan :) Við erum mjög heppnir að hafa sleppt Bratislava í Slóvakíu, allir sem fóru þangað sögðu vonda hluti um þann stað. Næsta stopp Bucarest, all aboard!!
16 Responses to Budapest er best!