Búmmandi Bóhem á endastöðinni
Búmmandi Bóhem á endastöðinni

Búmmandi Bóhem á endastöðinni

Þegar við komum tjúttandi í Skodalestinni okkar að lestarstöðinni í Prag vorum við ansi þreyttir þar sem ferðalagið hafði tekið nokkra klukkutíma lykkju um landamærakrummaskuðið Breslav í boði kvikindislegrar ungverskrar miðasölukellingar. Örmagna röltum við í túristinfóið á lestarstöðinni þar sem okkur var sagt að það væri algjörlega ómögulegt að fá gistingu í miðborginni fyrir minna en 120€ á nótt. Við gyðingarnir tókum það ekki í mál og þar sem við stóðum og funduðum um málið kom mannflak að máli við okkur. Þetta var líklegast karlmaður á bilinu 40-80 ára, illa tenntur, riðuveikur og lyktandi af brennivíni en alveg frábær gaur. Þessi útlifaði hostel-hausaveiðari bauð okkur bakpokadesperatóunum billega gistingu á Bleika hostelinu, sem við þáðum skælbrosandi og þar fengum glæsilega íbúð til afnota. Svona óendanlegur lúxus á borð við eigið klósett og sjónvarp með þýskum kapal var kærkomið dekur á þessum tímapunkti, og allt var þetta næstum ókeypis. Í kaupæti kenndi karlinn okkur helstu survival-trikkin fyrir Prag svo sem að láta keflvíkingaígildi austur evrópu, Albani og Rúmena, alveg í friði.

Bleika hostelið
Við skelltum okkur svo út á lífið og eftir kvöldstund af ballskák og hanastélum náðum við sem betur fer í tékkneskt-dubbaðan Startrek þátt rétt fyrir svefn til að deyfa lífsgleðisfljóðbylgjuna þarna í lúxusslottinu. Villi Shatner og Lenny Nemoy svæfðu okkur mjúklega með tékknesku tæknihjali sínu og með sælubrosi liðum við inn í draumalandið.
Næsti dagur fór í reddingar því Prag er endastöð þessa Hlunks og héðan þarf að ferja okkur aftur í ylvolgan faðminn á gráum hversdagslegum raunveruleikanum. Við fundum fyrir vaxandi menningaráhuga og skoðuðum því helling af steypu í leiðinni, sem er síst síðri hér en í Budapest. Sá er þó munurinn að Tékkar eru stórglæsilegt og vel upp alið fólk, auk þess sem Skoda flotinn er endalaus uppspretta nostalgískra 5aura brandara.


Matvenjur Tékka
Óli var svo líka hér í ákveðinni pílagrímsför þar sem Prag er heimaborg bókmenntastríðshetjunnar, og uppáhalds tilvistarheimspekings Óla, Sveijk. Hann hafði heyrt að uppáhalds bar Góða dátans, Bikarinn, væri raunverulega til og iðaði í skinninu af tilhugsuninni einni að fá að feta í fótspor þessa ídóls síns og drekka bjór á þessum stórmerkilega stað. Fyrst reyndum við að leita sjálfir að Bikarnum en þar sem Prag eiginlega bara einn stór brennsabás var að lokum hringt í sjóaðann Pragfara heima á Íslandi og önglaðar upplýsingar og ýmiskonar hollráð varðandi Pragveru. Bikarinn, eða U Kalicha eins og hann heitir á tékkneskunni, var ævintýralega stórkostlegur staður. Við pöntuðum okkur bjór í fyrsta og fengum líterskrús af rótsterkum (12%) Bóhemabjór. Við komumst á nokkuð flug við þessa menningarsmurolíu þarna og þegar yfir lauk vorum við búnir að borða risabakka af tékkneskri dreifarafæðu, drekka einiberja- og plómusnafs og hvað það allt hét nú, nokkra bjóra í viðbót og Óli búinn að kaupa dátahúfueftirlíkingu úr fyrra stríði. Öll þessi neysla var mikið einfölduð fyrir okkur með íslenskum matseðli og stuðinu haldið uppi með herklæddum harmónikku og horn dúett.

Þegar við vöknuðum eftir Bóhemingu gærkvöldsins sótti á okkur nokkur níhílismi svo við horfðum bara á Melrose Place marathon…. á tékknesku. Þegar svo kom þáttur sem við þekktum var íþróttin farinn úr því að ráða í ástarsamböndin svo við rukum út í bæ að klára heimferðarmálin og nota það sem eftir var af Bóhemsandrúmslofti til að stimulera rökræður um þann lærdóm sem Allah hefur ætlað okkur að draga af þessari ferð. Uppfullir af Bóhemanda borgarinnar ákváðum við að fókusara á andlegu hliðina það sem eftir var ferðar auk þess sem ákveðið var að safna gáfulegu skeggi til að bæta á kúltúrtýpulúkkið sem okkur fannst okkur skorta. Við borðuðum síðustu kvöldmáltíðina á glæsilegum katakompu-lúxus-veitingastað og skáluðum fyrir ýmsum lærdómi ferðarinnar. Eftir matinn, þegar rauðvínið var búið, þyrmdi yfir okkur lífstómleiki hins weltsmertslíðandi bóhems og við ákváðum að rölta um öngstræti borgarinna og pæla. Andi Prag var farinn að ná til okkar og þegar við stóðum okkur sjálfa að því að horfa girndaraugum á alpahúfur var ákveðið að fara beint í háttinn.

Blammo í Bóhemingu
Við risum að morgni, djúpt þenkjandi og mysterískir. Eftir að hafa með nokkur erfiði skilað af okkur herberginu brunuðum við í leigubíl uppá flugvöll. Flugin okkar voru með það miklu millibili að leiðir þurftu að skiljast þar í lobbíinu. Með bóhem-levelið í blóðinu langt yfir hættumörkum settumst við, leiftrandi af dulúð hins kvalda skálds, í kaffiteríu og borðuðum morgunmat meðan við ræddum tilgangsleysi tvíhyggju í samanburði við vonleysi realismans. Við kvöddumst svo með virtum, óskuðum hvorum öðrum náð í augum Allah og leiðir skyldust. Endastöðinni hafði verið náð og við snérum lífsreyndir, sjóaðir og sigldir til okkar venjulegu vestrænu tilveru þar sem diesel-gallabuxur, pepsídrykkja og dóminós eru sjálfgefin þægindi neyslufyllerísins og spurning hvort einhvað pláss sé fyrir okkur dygga, hógværa og heitrúaða boðbera Allah.
Þessari miklu Hlunkaferð um austur evrópu er lokið en þegar hafa verið lögð drög að næstu reisu, líklegast næst sumar ef Allah leyfir. Til stendur að fljúga til Tyrkjalands, til Batmans jafnvel, og kaupa þar þrjú kameldýr, 2 AK-74 rifla, 2 hvít lök, dollu af skóáburði (til að ná Arabalúkkinu) og risabjórkút. Næsti hlunkur verður nefninlega enginn euro-hlunkur – ónei. Þetta skiptið verður fetaði í fótspor Mumma og farið kamelleiðina frá Sýrlandi til Mekka og planið að skála sigurskál Allah í Mekka meðan sanntrúaðir grýta djöfulinn á hápunkti pílagríma-sísonsins. Ramadanadingdong all night long, till the break of dawn.
Eftir þess fræknu för er framheilinn er hálffullur af fróðleik um Allah og spámanninn hans: Jarðskjálftar eru stundum bara góðir, Grikkir eru feitir og kvennþjóðin erfðarfræðilegt frávik en kannski eru þeir líka peð í örlagatafli Hans, Makedónar eru skítugir og blankir en meira að segja þeir geta alltaf glaðst yfir að vera ekki Albanir. Búggar kunna að búgga og vúgga en þeir klúðruð aðeins með að bola burt Tyrkjunun á sínum tíma – kemur! Rúmenar rokka en “stay lady stay, ´til you spent all your Lei”. Júggar Búgga ekki, Búggar búgga. Ungverjaland er réttnefnt og Allah yfirgefið því ekkert eftir nema heimasætur og unglingar þar sem allir hinir fóru til helvítis með byssusting sem áttavita og hafa ekki sjéns inn í paradís sanntrúaðra – gott á þá.
Niðurstaða- Það er enginn staður eins og Beirút ! Án Allah mun Eplaguðinn steypa okkar elskuðu eldfjallaeyju í glötun. Brennum kirkjurnar, Hendum preststéttinni í Bosborus og byggjum stærsta kallturn í heimi í Breiðholtinu! JÁ hann er mikill !!!

Leave a Reply