browser icon
You are using an insecure version of your web browser. Please update your browser!
Using an outdated browser makes your computer unsafe. For a safer, faster, more enjoyable user experience, please update your browser today or try a newer browser.

California Über alles

Posted by on 26/07/2006

IMG_0135%20%28Resized%29.jpg
Með Las Vegas í bakspeglinum brunuðum við í átt að Californíu. Það var ekki laust við að við fyndum til ákveðinnar hógværðar gagnvart því að stíga fæti í þessa heimsfrægu útópíu fallega, ríka og hamingjusama fólksins. Við höfum jú öll séð ótal hetjudáðir löggæslumanna Los Angeles, fegurð gagnfræðanema fylkisins og skelfilegan félagslegan raunveruleika svarta mannsins sem þarna hýrist. Californar þurfa jú aðeins að beina myndavélum að hversdagleika sínum og með því móta drauma og lífsmarkmiða annarra jarðabúa. Og ekki skemmir fyrir að yfir þessu glanssamfélagi hetja og draumadísa ríkir sjálfur Arnold Svartzenegger, sem fyrir utan það að hafa verið herra Alheimur óteljandi sinnum er líka holdgerfingur Bandaríska draumsins. Já Californía yrði vissulega prófsteinn á menningarnæmni okkar þar sem svona draumkennd undraveröld yrði alltaf aðkomumönnun torskilin. Þegar síðasti spilavítisstaðaskálinn á fylkismörkunum rann framhjá okkur varð okkur ljóst að við þyrftum að ræða málin og skipurleggja okkur vel. Það var því ákveðið að á 140 í miðri Mojave eyðimörkinni með þrumur og eldingar leiftrandi í kringum okkur og risavaxna pikkuptrukkar þjótandi framhjá okkur að við þyrftum að stoppa og pæla í hvernig best væri að kanna Californíu.
IMG_0121%20%28Resized%29.jpg
On a dark desert highway
Á Denny´s diner í Barstow settumst við yfir kortin og skipulögðum komandi Californiu ævintýri. Eftir miklar rökræður fannst okkur við vita allof mikið um Los Angeles til að eyða tíma í að fara þangað. Það er bara búið að segja okkur allt um þetta. Bev sagði okkur allt um hvernig unglingar hafa það þarna, Mel tók á lífinu eftir skóla, L.A story tók á miðlífskrísunni og Boyz-in-tha Hood sagði okkur frá lífi undirmálshópa. Svo lúrði líka í okkur ákveðin minnmáttar kennd þar sem Pretty woman og Point Break sýndi okkur að meira að segja götuhyskið myndi lúkka miklu betra en við. Það vill jú enginn fíla sig eins og holdsveikan svo við bara afskrifðum L.A og ákváðum að stefna hærra. Óli fór hátt með reynslu foreldra sinna af því að keyra Highway 1 sem hlykkjast meðfram strönd Californiu og bar við að mamma hans mælti eindregið með þessháttar reisu. Það var því ákveðið að stefna til Kyrrahafsins gegnum Bakersfield og stoppa ekki fyrr en Point Break surf hamingu yrði náð.
IMG_0110%20%28Resized%29.jpg
Sævar ber að ofan.
Ferðin reyndist ekkert eins og við gerðum ráð fyrir. Bakersfield sem við höfðum talið heimili ótal sprækra háskólanema reynist fangelsinshöfuðborg þessa stórfenglega fylkis og þegar við brunuðum hneysklaðir frá þessari gettoborg enduðum við öllum að óvörum í hávaðasveit. Við vorum hinsvegar harðákveðnir í að láta ekkert stöðva okkur í að finna strandhamingjuna sem þetta fylki er frægt fyrir og því rúlluðum við þrjóskulega áfram. Þegar loksins að ströndinni var komið var farið að myrkra og við orðnir ansi þreyttir enda búnir að vera on the road í góða 9 klukkutíma. Okkur hlakkaði því mikið til að líða útaf frá hugglegum sjávarniði eftir heila eilífð af bensíndrunum í Sævari. En það var sko ekki að fara að gerast. Í þessu ber að taka fram að ferðaráðgjafi okkar, mamma Óla, er rúmlega fimmtug og tilheyrir kynslóðinni sem kennd er við mussur og tráknús. Það var nefninlega engin menning við þessa strönd og ekki nóg með það heldur enga gistingu að fá þarna heldur. Já við höfðum verið blekktir af gömlum hippa í einhverja helvítis náttúruparadís sem við sáum hvort sem er ekki því það var komin nótt. Það voru vissulega einstaka mótel við þennan Lost Highway en eins og einn lobbyherran sagði: „ we´re booked solid to september and so is eeeveryone for 90 miles“. Það var því ljóst að surf hamingjan yrði að bíða og ákveðið að sofa í bílnum þessa nóttina. 100 metra fyrir utan þjónustukjarnann Gorda liðum við útaf í níðþröngum blæjubílnum, inní draumalandið þar sem Alllah hennti öllum hippunum í Bosborus.
IMG_0123%20%28Resized%29.jpg
Hótel California…. such a lonely place.
Við vöknuðum klukkan 7 um morguninn og tókum til óspilltra málanna að komast úr hippagildrunni. Þetta reyndist þolinmæðisverk frekar en spurning um færni og eftir sem við mjökuðumst nær siðmenningunni óx hatur okkar á mussukynslóðinni. Það var vissulega hér í Californíu sem hippaómenningin kom fyrst fram og því sjálfsagt að innfæddir séu vanir svona óeðli. En við tilheyrum annarri og betri kynslóð. Við skiljum alveg að það þarf ákveðið einstaklingsframtak til að hlutirnir gangi upp og það að hætta að þrífa sig, safna hári og dópa sig upp er hvorki þér né þínum fyrir bestu. Við vorum hinsvegar eðlilega forvitnir um hvernig jafn glæsilegt samfélag og California gæti hýst annað eins óeðli eins og musspakkið. Önnur samfélög breyttu sínu hippapakki jú bara í Mammónsdýrkandi uppa eða hreinlega ældu þeim útur samfélagi heiðvirtra manna. Það var ákveðið þar sem við brunuðum í steikjandi hitanum eftir Californiuströndinni að við þyrftum að skilja Californíutrjáknúsið miklu miklu betur. Það var því aðeins eitt að gera í stöðunni. Brenna eftir interstate 280, með 7 akreinar hvoru meginn, til fæðingastaðar hippamenningarinnar – San Francisco.

5 Responses to California Über alles

Leave a Reply