Kannski er öllum skítsama um Skopje?
Kannski er öllum skítsama um Skopje?

Kannski er öllum skítsama um Skopje?

Lestarstöðin í Skopje kristallar austurevrópsku martröðina. Skítugir sígaunar, tannlausir harkarar ráfa um um óupplýstan og ómerktan steypuklumpinn sem helst hefur yfirbragð katakompa KGB. Okkur varð hugsað til Hitchhikers Guide to the galaxy – “DON´T PANIC!”. Hálftíma síðar komust við inn á írskan bar með sígaunasverminn á eftir okkur. Við ákváðum að hér væri hvorki staður né stund til að spara í gistingu. Þegar við svo sáum loks Hótel Ambassador, þar sem frelsistyttan var ósmekklega múnteruð ofan á hótelið við hliðina á víggirtu rússneska sendiráðinu, og þarna mitt á milli Moskvu og Washington tékkuðum við inn og tókum langþráðar sturtur eftir 3.ja daga óþrifnað.
Picture 005.jpg
Minningar um Kópavog…
Almennt sammæli er um það að Skopje sé einhver ljótasta borg austur Evrópu. Borgin hrundi að miklu leiti í jarðskjálfa 1963, já Hann er Mikill! Byggingagleði Bolsanna fór svo úr böndunum í kjölfarið á ofgnótt styrkjafé. Upp húrruðust algjörar ruglbyggingar utan um hinar og þessar stofnanir meðan almenningur föndraði bara með sína steypu. Við ferðafélagarnir með okkar sameiginlegu 60 ár ræddum þennan stuðandi ljótleika talsvert og niðurstaðan var að samkvæmt okkar bókum væri aðeins ein borg sem væri a.m.k. jafnljót og Skopje – Kópavogur.
Picture 007.jpg
Hamraborgin…
Picture 006.jpg
Blammo skoðar bilaflotann
Umfang menningarinnar í Skopje er eitt stykki Hamraborg og nokkrir barir þar í kring en annað er þarna ekki. Við leituðum því á náðir Ataturk og Allah um hvort haldið skildi vestur til Albaniu eða austur til Búlgaríu. Vilji Allah var að halda skyldi austur og þar kannski ekki laust við að okkur létti aðeins að hann sendi okkur ekki inn í Afghanistan Adríahafsins.
Picture 008.jpg
þýðir Laibach kannski lokað?
Víggirtir af vilja Allah stukkum við upp í rútu til Sofíu og skildum þennan Allah-yfirgefna stað eftir í rykskýi. 4 tímum síðar röltum við reykjandi Marlboro Light yfir gaddavírsprýtt einskismannsland eftir að hneykslaðir búlgarskir landamæraverðir leituðu á okkur að byssum. “What do you do in Macedonia?”, “Are you coming from Kosovo?? (með ófrýnilegri grettu)”. Tumbleweedið rúllaði eftir auðum fjallaveginum og með sólina í bakið sammæltumst við um að núna væri kominn tími til að Boogie Down í Búlgaríu.
Picture 004.jpg
Slobodan Blammowitz boogiefær!

8 Comments

  1. Snorri

    LOL! snilldar hormotta blammo! þetta er málið!
    en hvað er þetta, hefur engum sígaunum tekist að ræna ykkur ??????? hljómar verulega spooooky þarna í kópavogi austursins….
    vonandi veikist þið ekki í sófíu… bið að heilsa “mellunum” á kínverska veitingastaðnum góða.

  2. fréttastofa ANZA

    Smá fréttir af klakanum:
    Þorsteinn Jónsson verðurfræðingur, sem stendur nú vaktina á Veðurstofunni, á allt eins von á að sjá hitametin falla eitt af öðru í dag. Það yrði þá helst í innsveitum sunnan- og vestanlands, jafnvel fyrir norðan.
    Þorsteinn segir hitann í Reykjavík í morgun hafa farið upp í 21 stig og alveg upp í 27 stig á Hafnarmelum undir Hafnarfjalli. Klukkan ellefu var 26 stiga hiti á Þingvöllum. Hitinn lækkaði hins vegar aðeins þegar hafgola fór yfir landið en ef hún hægir á sér segir Þorsteinn að hitamet gætu fallið.
    Hægt er að hlusta á viðtal við Þorstein úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan

  3. Stína

    Fínt blogg en mér finnst þetta óþarfa leiðindi með Kópavog. Kópavogur er alveg jafn vel út lítandi og Reykjavík. Haldið samt áfram strákar.

  4. Olturk

    Thad hljota allir i Reykjavik ad vera klaeddir i tannthrad og med is i kjaftinum. Farid ykkur ekki ad voda elskunar….
    Allah hefur kosid ad blessa ykkur med UV geislun – latid beikonid vera og Allah mun breyta thessu eldfjallaskeri i hitabeltiseyju. Ja Hann er Mikill !!
    Olturk
    ps. Vardandi Kopavog – horfdu i kringum thig krakki ….

  5. Sveifin

    … Ég vona nú að Snorrinn fari nú ekki að apa þessa ömurlegu hormottu eftir… Strákar… annað hvort er það alskegg eða ekkert og hana nú ;)

Leave a Reply