Ný hlunkaferð að hefjast
Ný hlunkaferð að hefjast

Ný hlunkaferð að hefjast

tyrkland.jpg
Í bítið fer Blammo af stað á ný í Bakpokareisu II en hans trausti hlunkur Snorri er ekki með í för í þetta skiptið. Afkimar Evrópu er enginn staður fyrir uppeldissérfræðing og skaffara með nýfæddan erfingja, ég tékka á honum aftur svona 2022 þegar hreiðrið fer að tæmast.
Farið verður til Amsterdam til að byrja með því þar býr hann Lafur og situr á skólabekk svona að öllu jöfnu. Ef ferðafélagar finnast ekki á Íslandi þá verður bara að leita aðeins lengra. Við förum svo daginn eftir með flugi til Bodrum í Tyrklandi. Við vitum ekkert um þetta pleis nema það sem þessi auma made in 1998 vefsíða segir en myndirnar lofa góðu. Þarna höfum við pantaða gistingu í 2 daga á hlýlegu Hosteli og þeir buðust til að sækja okkur á flugvöllinn.
Það er búið að redda afþreyingu sýnist mér þessa 2-3 daga sem við verðum í Tyrklandi því gengið á lírunni kemur skemmtilega á óvart. Kr 1000 íslenskar eru 20.8 milljónir líra! Þetta verður uppspretta óendanlegrar gleði t.d. að kaupa bjór á 2 milljónir eða ég tala nú ekki um að fara í hraðbanka… Good times!

3 Comments

Leave a Reply