browser icon
You are using an insecure version of your web browser. Please update your browser!
Using an outdated browser makes your computer unsafe. For a safer, faster, more enjoyable user experience, please update your browser today or try a newer browser.

Ný hlunkaferð að hefjast

Posted by on 26/07/2004

tyrkland.jpg
Í bítið fer Blammo af stað á ný í Bakpokareisu II en hans trausti hlunkur Snorri er ekki með í för í þetta skiptið. Afkimar Evrópu er enginn staður fyrir uppeldissérfræðing og skaffara með nýfæddan erfingja, ég tékka á honum aftur svona 2022 þegar hreiðrið fer að tæmast.
Farið verður til Amsterdam til að byrja með því þar býr hann Lafur og situr á skólabekk svona að öllu jöfnu. Ef ferðafélagar finnast ekki á Íslandi þá verður bara að leita aðeins lengra. Við förum svo daginn eftir með flugi til Bodrum í Tyrklandi. Við vitum ekkert um þetta pleis nema það sem þessi auma made in 1998 vefsíða segir en myndirnar lofa góðu. Þarna höfum við pantaða gistingu í 2 daga á hlýlegu Hosteli og þeir buðust til að sækja okkur á flugvöllinn.
Það er búið að redda afþreyingu sýnist mér þessa 2-3 daga sem við verðum í Tyrklandi því gengið á lírunni kemur skemmtilega á óvart. Kr 1000 íslenskar eru 20.8 milljónir líra! Þetta verður uppspretta óendanlegrar gleði t.d. að kaupa bjór á 2 milljónir eða ég tala nú ekki um að fara í hraðbanka… Good times!

3 Responses to Ný hlunkaferð að hefjast

  1. mýrdal

    já þetta verður spennandi hjá þér mendur

  2. gimval

    Þú verður að muna að kaupa nokkrar lýrur handa mér meðan þú ert þarna úti

  3. mýrdal

    hey þú ert kominn út drengur segðu okkur frá því þegar mangó var tottaður í tyrkneskugufubaði :)

Leave a Reply