Bucuresti
Bucuresti

Bucuresti

Í lest á landamærum Rúmeníu og Búlgariu, Rúmeníumeginn. Snorri farinn að sofa, best að rífa upp lapptoppinn og reyna að skrifa eitthvað, 1 klst síðan vörður tók vegabréfin og fór, alltaf smáveigis smeikur við þessa verði, horfi útum gluggann á þrífættann hund haltra undir lestina, skulum vona að hann ætli ekki að sofa þar. Vorum að koma frá Bucarest og þar er mjög mikið af villtum hundum. Fyrrverandi gæludýr sem fólk hefur ekki efni á að halda, sagan segir að Chaucescu hafi rifið einhver býsn af blokkum í borginni, fleygt fólki út og síðan hefur þetta verið svona með hundana. Einhverntímann var farið í að smala þeim saman til að drepa, og þá urðu mótmæli í borginni. Ég kann ágætlega við þetta, hundar eru ekkert verri en dúfur eða kettir. Þeir eru allstaðar að róta í ruslatunnum að leita sér að mat, sumir eru mjög þreytulegir og horaðir, og fólkið er oft það líka. Þetta er 13 klst lest og ómögulegt að sofa svo lengi í þessum hita og hávaða. “Passaport control!! Have you guns or narcotica?!”, “No”. Á leiðinni útúr borginni skipti um lykt á víxl, ógeðsleg sorphaugafíla, pissuammóníaksfýla og sígaunavarðeldalykt. Þetta er ljót borg en áhugaverð og við erum nú fyrst að upplifa austurevrópu, búnir að vera í ferðamannastöðum meira og minna, falleg hús og efnað fólk, en ekki hér.
Lestin keyrir lúshægt yfir brú Dónár sem skiptir löndunum og brúin hristist öll og skelfur, þetta hljómar eiginlega eins og danstónlist, bara betra. Búlgaríumeginn er sama sagan, aftur 1 klst hangs, lítið hægt að sofa meðan á þessu stendur, Snorri sefur samt :) Landmæragaurinn talar inn hvert einasta vegabréf með talstöð og þetta eru 15 vagnar. Á öllum landamærum er skipt um toglest, það tekur líka alltaf smá tíma. SMS frá Alexöndru úr portúgal, við ætluðum að hitta þær stelpur í Króatíu, en það gengur líklega ekki upp, of mikið fólk segir hún og sjórinn er eins og núðlusúpa :) Þær ætla að fara eitthvað annað, hún var ekki mikið fyrir strendur og böð, með einhverskonar ofnæmi fyrir vatni skildist mér, allavega sjó. Allir sem við tölum við ætla til Króatíu, ég held það verði frekar erfitt að finna gistingu þar en Snorri þekki reyndar eitthvað fólk í Dubrovnic. 7% remaining á batterí hmm, það eru innstungur í öllum lestum, en virka aldrei, jú reyndar í Þýskalandi en það er önnur pláneta miðað við þetta svæði. Ferðatölvan slökkti á sér, þ.a. það er bara sofa, um miðja nótt reynir eitthvað par að opna svefnklefann okkar til að ræna okkur, það er keðja á hurðinni þ.a. það klikkaði hjá þeim, gaurinn æpir eitthvað “Control!” en lokar svo aftur, ég svaf ekkert vel eftir þetta. Tjóðraði bakbokana við rúmin og setti verðmæti undir dýnuna. Sumir þjófar spreyja svæfandi gasi inni klefa áður en þeir hefjast handa, frekar óþægileg að heyra slíkt, og við erum að splæsa í dýra klefa til að fá svefnfrið! Það var varað við lestarstöðinni í Bucarest í Lonely Planet bókinni, fullt af fólki að bjóða fake hostel eða ódýrt far eitthvert, þetta eru stigamenn og sígaunar.

Næst stærsta bygging i heimi á eftir pentagon, þinghúsið
bucarestistorthus.jpg

Við völdum hostel úr bókinni og tókum strætó þangað, Hostel Villa Elvis hét það í höfuðið á eigandanum. Það voru bara 2 rúm laus í sjónvarpsherberginu, við tókum það bara, 8 manns í herbergi 4 rúm og gólf. Við gengum frá strætóstoppinu í ofurhita að leita að hostelinu, villtumst aðeins. Það eru nokkur sendiráð í nágrenninu og fyrir utan þau öll 3-4 verðið vopnaðir sovéskum vélbyssum. Lokins finnum við “Elvis” skilti á járngrindverki, sem leit ekki út eins og hurð, bak við var garður með stólum og krakkar sitjandi að drekka bjór, við spyrjum “Where is the entrance?” Þá segir einn hálftannlaus breti, “it’s the next door”, flott við þangað. Nokkrum sekúndum síðar kemur þessi svakalegi tröllahlátur og bretinn kallar á eftir okkur, “just kidding it’s here!”. Okkur fannst þetta bara ekkert fyndið, 15 óþarfaskref með 30 kíló á bakinu í 35°C er 15 skrefum of mikið. Síðar komumst við að því að þessi tannlausi breti var dóni og drullusokkur, sóun á súrefni. Hann var búin að vera þarna í 4-5 vikur og starfsfólkið á hostelinu hataði hann. Fínt hostel með flottu baðherbergi og gervihnattasjónvarpi, ekki séð soleiðis í 2 vikur, já og free nonstop internet, sem er gott.

Sáum að New York var rafmagnslaus, og nýr vírus lamar microsoft tölvukerfi.. á sama tíma? hmm eru kjarnorkuver að keyra windows? *hrollur*. Við sjáum fljótlega Pub Crawl auglýsingu á vegg, auðvitað förum við í þann pakka heppnaðist svo vel síðast. Hringjum í gaurinn og hann segist bara koma og sækja okkur í kvöld, ætli hann sé klámstjarna líka? Aðeins að skoða borgina kannski, við löbbum eitthvað að reyna finna “miðbæinn”, ekki skemmtileg reynsla því umferðin er alveg snarbiluð og skipulag á götum hryllilegt og gangbrautarljósin stórskrítin kannski kemur einhver grænn kall við og við en bílar keyra bara samt yfir og flauta. Troðfullir trammar og strætóar, sígaunar að betla, ljót hús, skítugar götur og villtir hundar útum allt. Við fáum okkur kælingarbjór í einhverjum garði, ekki búnir að fara í hraðbanka, bara skipt ungverskum í svona seðlasjoppu, skoðum matseðlinn og halelúja bjórverðið er á Celsiuskvarða! kostar bara sama og hitastigið, c.a. 30-40 krónur. Gengið hér er nokkuð brenglað og við löppum útúr hraðbanka með 1.5 milljónir á mann c.a. 3500 kall, tekur smá tíma að venjast svona háum tölum, heyrðum samt að þetta væri verra í Tyrklandi, þar er til 100.000 í mynt! Við fórum á rúmenskan veitingastað og keyptum 3-réttað með vínflösku, bjór, ís og kaffi, fyrir 800kr á mann. Leituðum en fundum engan miðbæ því hann er eiginlega ekki til, það eru þó flott risastór torg og garðar víðsvegar.

Sígaunarnir stunda víst skipulagt betl, þeir standa vörð á götuhornum og í bílum, ef ferðamaður sést ganga niður götu eru þeir enga stund að skutla konu í rifnum kjól með hálfnakið grátandi barn nokkrum metrum framar, við sáum alnakið 2 ára barn spássera á götunni eitt sinn. Okkur datt ekki í hug að þetta væri eitthvað fals fyrst þegar við fórum í bæinn, gáfum nokkrum, enda vorkenndum við þessu fólki. Það er bara seinna sem við heyrum sögur af þaulskipulögðu SígaunaBetl ehf. Það er ágætur garður í hostelinu, fólk situr þarna úti og spjallar, 1 bjór á dag er innifalinn það er bara fínt en líklega ekki nóg, við förum í markaðinn og kaupum 1 líter af sænskum vodka á 100 kall setjumst útí með fólkinu. Um kvöldið kemur svona pöbbaröltsmaðurinn, Andre með félaga sinn með sér, við tökum með 5 manns af hostelinu og byrjum á útibar sem er á þakinu á þjóðleikhúsinu við Universitatii torg, þar var bara Tuborg og Carlsberg á krana og Abba diskur gekk í hringi, danirnir eru með bjórverksmiðjur í Rúmeniu og Tuborginn er útum allt, sumir innfæddir héldu að þetta væri bara rúmenskur bjór.
Her er þjóðleikhúsid…
bukarest_torg.jpg
Andre talaði ensku eins og bandaríkjamaður en aldrei komið þangað. Það var áhugavert að hlusta á hann tala um ástandið hér þegar kommarnir réðu og hvernig þetta er í dag, laun í Rúmeníu eru að meðaltali 100$ á mánuði, fátækt mjög mikil og stjórnkerfið gjörspillt. Snorri talar um fótbolta allt kvöldið við einn bretann, kominn með smá fótboltasöknuð. Við förum svo á nokkra ómerkilega bari í viðbót og loks á þennann fína rockbar sem hét Fireclub, skínandi góð tónlist og stuð, gott ef við dönsuðum ekki líka.

Ég lennti í nokkuð skondnu atviki þarna, innfædd stúlka labbar að mér og öskrar í eyrað (soldið há tónlist), “má ég kyssa þig til að vinna bjór í veðmáli?”, “Já”, skömmu síðar fær hún bjór í hendurnar frá vinum sínum, ætli þessi pickuplína virki á kvenfólk? Við tölum eitthvað aðeins saman og nokkru seinna koma vinir hennar segjast vera fara heim, ok hún ætlar að fara líka. Eitthvað klikka þau plön og vinirnir stinga hana af peningalausa, síðar kom í ljós að vinirnir lenntu í slagsmálum og flúðu. Ég bauðst til að láta hana hafa pening fyrir leigubíl en Nei!, það kom ekki til greina. Ég reyndi að útskýra að ég mundi ekki sakna mikið 50 kr fyrir leigubíl það væri svo helvíti lítið af peningum, hún sagði hörð, ég vil ekki vera háð neinum. Maður má passa sig að móðga ekki fólk með að gera lítið úr peningum á svona stað, ég var nokkuð hrifinn af þessum viðbrögðum, mjög stolt greinilega. Þetta er líklega gamall söngur hér, allir vesturevrópubúar eru milljarðamæringar í þessu landi og sveifla seðlum í samræmi við það. Hún samþykkir að ég láni henni 30 krónur fyrir subwaymiða, en hún vill borga mér það aftur daginn eftir. Allt í lagi, strákarnir fara áfram á pöbbarölt en fer í göngutúr með stelpunni, sem hét Oana, subway byrjaði að ganga kl 05, hún talaði heldur bjagaða ensku og þurfti að endurtaka oft setningar til að ég skildi, sagði mikið “how do you say..?.” inni á milli, bara skemmtilegt. Annað augað á henni var tvílitt skipt í miðju, grænt og brúnt, mjög sérstakt. Við mælum okkur mót næsta dag við sama torg, sem klikkaði aðeins af minni hálfu. Ég fattaði ekki að vera kominn í annað tímabelti og mætti klukkutíma of seint, hún hafði setið og beðið í meira en klukkutíma, ég var algjör kleina en hún svona helklár að gera ráð fyrir þessu “ahh hann var í budapest í gær”, beið því lengur og var bara smá fúl, ekkert mikið. Við tókum subway í einhvern risagarð, splunkúnýjir ofurflottir subway-vagnar, sponsored by evrópusambandið. Þetta var ágætis stefnumót í garði, ekkert meira um það að segja :)

Andre hafði boði okkur í partý um kvöldið, en það varð svo ekkert úr því, við hittum ástralann hann Alex á leiðinni í bæinn og Snorri var með mission, Liverpool v.s. Chelsea og við þurftum semsagt að finna fótboltabar fyrir fíkilinn, ok ekkert mál, bara 2 subwaystop og 20 mín labb, hvað gerir maður ekki fyrir poolarann sinn! Loks finnum við breskan bar með sky draslinu öllu en liverpool tapaði. Alex sagði okkur frá 2 þjóðverjum sem hann hitti á Elvis hostelinu, að þeir væru að skreyta skemmtistað sem hét WebClub með veggjakroti, fínt að kikka á það. Þeir eru tvíburar og heita Tim og Tom, þjóðverjar frá Munchen en ólust upp í Rúmeníu og tala málið, foreldrar þeirra komust ekki úr landi fyrr en eftir 1989, pabbi þeirra tók þátt í byltingunni og var næstum drepinn.

Dscf0229.jpg
Við komum inn á barinn þegar þeir eru að klára krotið sitt og láta taka mynd af því. Nágranni þeirra, Claudia frá Munchen sem er ljósmyndari, er að taka myndir af dæminu.

Dscf0230.jpg
Hún var í Rúmeníu að klára að búa til ljósmyndasýningu, fór með myndavélina útum allt, t.d. bankaði upp á hjá fjölskyldum í úthverfum og tók myndir. Hún hafði reddað sér túlk vikunni áður sem gerði þetta auðveldara, úti á götu hitti hún Monicu og bað hana að vinna með sér í þessu ljósmyndadóti. Við spjöllum heilmikið við tvíburana síðan var ákveðið að útlendingarnir þyrftu að prófa rúmenska þjóðarrétti. Ok það er staður sem heitir La Mama og selur það góss, við löbbum þangað en stuttbuxur og t-bolir eru bannaðir á þessu stað, okkur er ekki hleypt inn. “Megum við ekki bara fá matinn í plastpoka þá?” “Da, Da” Jú þá er pantað Mici og Palenta, eitthvað djúpsteikt kjötfarssull og kornstöppuslím með osti, tókum leigubíl með matinn aftur á barinn.

Dscf0232.jpg
Tróðum okkur 5 í litlan Dacia leigubíll, þeir eru er útum allt í hér, líklega innlend framleiðsla allavega drasl, einhverjir þurftu svo að beygja sig niður þegar löggur sáust. Þessi matur var ágætur svosem, sinnepsídýfan var helgóð.

Dscf0238.jpg
Dscf0234.jpg
Þetta var sunnudagskvöld og enginn mætti á webclub þ.a. þjónustugellan sagði “ég ætla bara heim”, ok við tókum leigubíl á Fireclub og síðan fórum við á Twice aftur, öll barborð með fáklæddum stelpum að dansa, jafnvel á sunnudegi…

Dscf0237.jpg
Nú var hún Monica orðin nokkuð drukkinn og byrjaði að dansa upp á hjólaborði og renna sér eftir göngum á borðinu :) Monica var svona líka forelsked í Snorrman og það var bara fínt, hún reyndi oftar en einu sinni að skiptast á kirtlavessum við Snorrman og var skemmtilegt ad fylgjast med þvi. þetta var mjög falleg stelpa myndirnar af henni eru soldið vondar.
Claudia atvinnuljósmyndarinn tók góða mynd af Snorra og Monicu og ætlaði að skoða hana en ýtti á delete! “I’m so sorry, tut mir leit”, hmm ég held hún hafi verið afbrýðissöm.

Dscf0241.jpg
Tim (eða Tom) tvíburar ómögulegt að muna, sögðu frá fyrstu nótt sinni á Elvis hostelinu, þar var Snorri sofandi þvert yfir 3 dýnur á gólfinu, vakti Tim með því að rekast í hann blindfullur, Tim tjáði okkur að Snorrman hafi verid kominn hættulega nalægt ser og hann æpti what the hell are you doing á þýsku líklegast.. Snorrman velfullur og líklega haldið að þetta væri einhver skonsa, fyndin saga.

Dscf0236.jpg
Daginn eftir hittum við tvíburana aftur fyrir tilviljun og þeir vildu endilega láta okkur smakka meira af rúmenskum þjóðarréttum, við sátumst niður á einhvern útistað og þeir spyrja þjóninn. Ekkert af því sem þeir vilja er til, en hei! ekkert mál segja þjónarnir “við förum bara útí supermarkað og kaupum hráefnin”. Þeir komu svo með einhvern rúmenskan morgunmat, þetta var einhver gulur viðbjóður með risa ostflikki en samt stuð, þjónninn kom svo drekkti gumsinu í rjóma. Þarna er matseðillinn, þeir eru með ódýrasta Mici í bænum og mjög stoltir af því, 1 kr er 430 Lei þannig að þetta kostar ekki neitt, Mici er borið fram eins og Mich (as in baywatch).

Dscf0243.jpg
Við vorum frekar latir að taka myndir í þessari borg enda lítið sem heillaði augað, og leiðinlegt að vera *alltaf* með myndavélina. þetta er ordið nogu langt i bili svo vid endum tetta her, Bucarest var svo sannarlega oðruvisi en allar hinar borgirnar sem við höfum komið til, hugsanlega eini stadurinn tar sem vid upplifum ekta austur evropska kommunista filing…. mælum med þvi!

9 Comments

 1. Hnakkus

  Já og alveg rólegur á því að skríða uppá næsta þjóðverja sem þú sérð snorri!…Mér fannst þetta með plastkallinn alveg nógu slæmt sko!

 2. Snorri

  hehe, hnakkus alltaf jafn kaldhaedinn :) ja tad var litid annad haegt ad gera i bukarest annad en ad kikja a lifid og tha var ohjakvaemilegt ad drekka 1 eda 2 bjora.. nuna erum vid i strandbae a dalmatiu strond kroatiu, baerinn heitir dubrovnik og her er gott ad vera. Bid ad heilsa.

 3. kaupa líka handa mér blammo
  en þú vissir alveg af mannkeppnini sem fólkið af grundarfirði stundaði af kappi á hverfisbarnum .
  kannski svar kossinn man og þú varst fórnarlamb kallinn minn

 4. Bjarni J

  Jamms eg fretti af Mörtu ad tid hefdud hitt hana tarna Dubrovnik.. Hvernig er tad komidi aftur til dk?? Eg er nebbla kominn heim i köben, og ekki buinn ad drekka neitt i tvo daga og langar aftur i eitthvad rugl?? :o)

Leave a Reply