Er nauðsynlegt að skjóta þá?
Er nauðsynlegt að skjóta þá?

Er nauðsynlegt að skjóta þá?

Okkar fyrsta verk í Belgrad eftir langa lestarferð var að skipta fúlgum okkar af rúmenskum Lei-um í serbneska Dínara. Gjaldkerar brostu yfirleitt vinalega þegar við komum inn, vongóðir um evrufeng, en þegar við otuðum að þeim milljónum Lei-a snérist brosið við. Þegar ein af gambio-kellingunum fór að hlægja yfir rúmenagullinu okkar spurðum við hana útí þetta virðingaleysi í garð þessara ágætu Lei-a. Hún flissaðu útúr sér “Nobody want this money mister”. Nú ef einhver les þetta og er á leið til Rúmeníu þá eigum við 6.000.000 Lei sem fást á sanngjörnu verði.
IMG_0246.jpg
Hótel Balkan
Eftir að hafa tékkað inn á hið sundurskotna hótel Balkan fórum við út í góða veðrið að skoða mannlífið. Serbarnir eru skrítin þjóð í venjuleika sínum. Í Belgrad virðist helsta íþróttin vera að klæða sig upp í sitt fínasta púss, eins og serbneskur smekkur leyfir, og spássera um miðbæinn að sýna sig og sjá aðra. Hin þurra lífsgleði þessara dúlla heillaði okkur nokkuð. Vitandi að enginn annar fílar þá, reyna þeir bara þeim mun meira að fíla hvorn annan. Saga þessarar stóísku þjóðar er saga samfelldra ofsókna og eilífs misskilnings. Þeir eru svona eineltisbarn Evrópu. Allir sem stundað hafað herbrölt á Balkanskaga, og kasti sá fyrstur steininum sem saklaus er, hefur troðið á þessum elskum. Belgrad hefur nefninlega verið brennd og fótum troðin 47 sinnum síðan sagnaritanir hófust. Og eru þeir bitrir? nei aldeilis ekki. Þeir vilja bara fá að drekka sitt Pepsí í Levi’s gallabuxum í friði. Aðrar þjóðir, líkt og ónefnd þjóð við miðjarðarhaf sem síðustu fimmtíu árin hefur gefið mannkyninu fokkmerki útaf óeðlilegri notkun þriðja aðila á sturtum og ofnum í þeirra garð, ættu að taka sér Serba til fyrirmyndar. Svona leiðinda langrækni endar jú bara á einn veg. Þetta dásamlega “live and let live” viðhorf þessara sjóuðu en lífsglöðu þjóðar ætti kannski bara að vera öllum til fyrirmyndar. Það eru þó sjáanlegar afleiðingar af öllu bomberinu, Belgrad dettur nefninlega í dúnalogn á slaginu tólf. Endalaus útgöngubönn og groddaralegir erlendir hermenn í dólgsham hafa sjálfsagt eyðilagt alla næturmenningu í þessum Tombstone villta austursins.
IMG_0246.jpg
Negrun á brúninni
IMG_0247.jpg
Þýskt stál
Daginn eftir skelltum við okkur að skoða virkið sem Belgrad byggðist um. Af illri nauðsyn er þetta gríðarlegt mannvirki, líklegast haft nógu stórt til að rúma alla borgarbúa meðan óboðnir yfirgangsmenn hafa rembst við að brenna pleisið enn eina ferðina. Við spókuðum okkur þarna steikjandi sól og brennandi hita mestallan daginn og í sólbaði á efsta virkisveggnum varð til stuttur leikþáttur:
Skinka og friður
Árið er 1582. Türkinmas og hans 100.000 vígreifu Tyrkir standa fyrir utan tröllvaxna múra Belgrad. Türkinmas gengur fram fyrir fylkinguna og hrópar “Er einhver þarna uppi?”. Brynjaður hausinn á Zoran gjægist yfir efstu virkisbrúnina.
Zoran: Já, bara Serbanir hér. Hvað viltu?
Türkinmas: Uh.. við erum eiginlega á leiðinni til Vín bara svona pitstop hér. Ertu nokkuð með eitthvað beikon þarna uppi? (ísmeygilega)
Zoran: Já, alveg helvítis helling. Vantar ykkur beikon? Ekki málið.
Türkinmas: (Þreytulega) Ooohhh. Þá verðuru að láta okkur fá það. Við erum skiluru að passa að fólk sé ekki að borða svínakjöt því hann Allah okkar fílar það engan veginn.
Zoran: Ah… Tyrkir! Takk fyrir síðast. Er ekki bara nóg að við lofum að borða það ekki, þangað til þið eruð farnir. Ertu ekki á hraðferð? (stríðnislega).
Türkinmas: Jú, við erum að flýta okkur. Þeir hætta ekkert að úða í sig svínakjöti í Vín og við verðu….
Zoran: (grípur fram í) Við vorum einmitt að slátra risagelti áðan. Barbíkjúpartí í kvöld – svínakjöt og kartafla. Það má ekki bara bjóða þér (hæðnislega)
Türkinmas: Ég má ekki vera að þessu. Láttu mig fá skinkuna eða við komum og náum í hana.
Zoran: (snýr sér við): Strákar, Tyrkirnir eru komnir aftur að reyna að laga matseðilinn hérna.. (heyrist pískur)
(3 mín þögn)
Türkinmas: (pirraður) Ertu þarna ennþá?!
Zoran: Já ég er hér. Varstu ekki að flýta þér? Langar þig ekki bara að fara, við strákarnir erum búnir að ræða þetta og skinkan blífar. Leiðist ykkur ekki þarna niðri? Það er ekkert að gerast fyrir utan múrinn, stuðið er hér, Vuk er með pylsupartí!.
Türkinmas: Láttu ekki svona. Manstu ekki hvernig þetta fór síðast. Komdu með beikonið eða við komum upp að ná íða!! (ógnandi).
Zoran: Hvað, ertu með eitthvað fljúgandi Persateppi þarna með þér, þetta er nú helvíti hátt. (háðslega)
Türkinmas: Heyrðu trukkur! Við erum heilagir útsendarar Allah. Við förum upp þennan múr eins og aðra. Þetta er bara einfalt “Pylsuna eða lífið!”
Zoran: Æ farðu til Frakklands.. Vuk eina með öllu!
Og svo var Belgrad brennd í 33 skiptið.
Við gerðum svo eina lokaatlögu að serbnesku tjútti en gáfumst fljótlega upp þegar Kaffi Plató, þrælmerkt 0-24 stoppaði á slaginu 24 og enginn sýndi okkar ferðamanna dínörum neinn áhuga í kjölfarið.
Við tókum því bara annan dag í sólbað í virkisgarðinum og hoppuðum svo upp í glæsilega austuríska lúxuslest (klósettið ekki viðbjóður) og brunuðum til Búdapest sem stendur einnig við Dóná – risavaxnasta skólpræsi Evrópu.
Við erum mikið hissa á hinu slæma reppi sem af Serbunum fer. Þetta er bara sæt og stóísk þjóð. Óteljandi samsæriskenningar komu fram varðandi hvaða fjölmiðlaóþverri stendur að baki þessa ómerkilega rógs sem virðist til þess eins gerður til að sverta mannorð þessarar hugljúfu þjóðar. Við ætlum að leyfa okkur að spá að Serbar vinni Eurovision fljótlega þ.e. um leið og heimsbyggðinni verður fluttur sannleikurinn um Serba og fattar þá hvað þessi krútt eru dásamlegar verur.
IMG_0244.jpg
Skólpræsi skagans

2 Comments

Leave a Reply