Við sváfum bara ágætlega í svefnvagninum það eru samt helvítis læti í þessum lestum, sérstaklega erfitt að hitta klósettið þegar lestin er komin á almennilega ferð og draslinu er bara dumpað á teinana, gaman að því.
Á lestarstöðinni í Kraká biðu okkar 6-7 hostelsölumenn og eftir smá þras tókum við bara eitthvað af handahófi, allir bjóða fría rútu beint á hostel sem er þægilegra en orð fá lýst. Klukkan var bara 6 en borgin var öll lifnuð við, fólk vaknar greinilega snemma í Póllandi, Hostelið bauð upp á ferðir til Auschwitz þ.a. við fórum bara beint þangað, 60km frá Kraká með rútu. Við vissum ekki alveg við hverju var að búast þarna en þetta var upplifun að sjá þetta.
Við gengum inn í gegnum “Arbeit macht frei” hliðið og stálumst til að elta leiðsögumenn sem við borguðum ekki fyrir, þetta er stórt safn og maður gengur inni í húsin sem fangar gistu í, það sem var ógeðfelltast voru stórar geymslur af hári, gleraugum, skóm, ferðatöskum o.sfrv, það var engu hennt. Auschwitz voru fyrst bara fangabúðir, fólk var tekið af lífi við “dauðavegginn”
eða hengt á gálgum sem voru víðs vegar, nasistar byrjuðu að gera tilraunir með gas og brennsluofna hér en þessir ofnar höfðu ekki undan. Þá var farið í að byggja Birkenau sem er 10x stærra en og miklu hrikalegri staður 3 km í burtu. Búðirnar voru hannaðar eingöngu til að drepa fólk í stórum stíl, lestarteinarnir fóru beint upp að 2 stórum húsum sem gátu tekið 2000 manns í senn í gasklefa og ofna. Þarna var Mengele líka að gera sínar tilraunir.
Á þessum stað voru c.a. 1.5 milljónir teknar af lífi, en SS menn sprengdu þessi 2 hús áður en þeir yfirgáfu staðinn, þ.a. þau eru bara rústir. Við hliðina á húsunum eru öskupittir og minnimerki um fólkið.
Kraká er mjög fín borg, með flottan miðbæ. Allir tala einhverja ensku á börum og veitingastöðum, það kemur manni á óvart hvað þessar borgir austanmegin eru líkar þeim vestri, þetta er allt að verða eins. Við tókum 1 daga bara í að jafna okkur á síðustu 5, það er nauðsynlegt að gera alls ekki neitt á nokkra daga fresti.
Fórum að spila pool á einhverjum bar og á endanum vorum við komnir í einvígi við 2 pólska gaura, Iceland v.s Poland, þetta voru frekar furðulegir tappar, sögðu Kurva í öðru hverju orði, sem þýðir “helvítis” og eftir að þeir heyrðu að við vorum frá Íslandi þá var aðalgrínið hjá þeim að segja “Bjork”, frekar þreytandi. Þeir unnu :(
Fiat Polski læstur með skeið :)
Tékkuðum á næsta bar við poolbar, þar var frekar undarlegt ástand því það voru 1-2 löggur hringsólandi í anddyrinu með vélbyssur, ok buffaður dyravörður er í lagi, en þetta er nú yfirdrifið, sennilega var eitthvað rán þarna fyrr um kvöldið. Gott ef þetta var ekki MP5 bara. Talandi um buff þá fórum við á neðanjarðarbar í einhverjum dýflissustíl og þar voru a.m.k. 6 slavabuff í hurðinni og 5 kúnnar, Vin Diesel lookið er greinilega að riðja sér rúms í Póllandi, þeim hundleiddist auðvitað og fóru þá að bera saman upphandleggsvöðva og húðflúr.
Borðuðum oft á útistöðum og aldrei séð annan eins vespu/geitunga faraldur, strákarnir voru svo klárir að panta sér bara fanta sem er í miklu uppáhaldi hjá flugunum, Blammo drekkur bara bjór, og vespur hafa engann áhuga :)
Við höldum áfram með skiltagrínið, hér er Kukur Y Snorra :) Við teljum að Kukur þýðir sjoppa eða ís.
Við ákváðum að taka næturlest til Budapest, svefnvagn kostar svipað og hostel og fínt að vera komin snemma í næstu borg. Oddur ákvað að fara til Osló að heimsækja vin sinn og taka það rólega í 1-2 vikur, hitta okkur svo aftur á Ítalíu, þ.a. það er bara Blammo og Snorrmann í Hungary!
12 Responses to Kraká