My own private Nevada
My own private Nevada

My own private Nevada

IMG_0203%20%28Resized%29.jpg
Þegar við yfirgáfum Reno var alveg ljóst að framundan væri nokkur aksturþolraun. Við stefnum suður í átt að byrjunarreit og til Vegas komumst við aldrei í einum rykk. Ekki bætti úr skák að Nevada eyðimörkin er harla fjandsamlegt vistkerfi fyrir tvö kóka-kóla alin borgarbörn frá Íslandi. Þar brennur miskunarlaus eyðimerkursólin allan daginn yfir skröltormaskrýddri og skráfþurri auðninni og eðlilega er þarna enga siðmenning að finna nema ef menn vita hvar skal leita. En það gerum við einmitt. Við höfðum nefninlega fundið vin í eyðimörkinni með aðstoð google – þorplinginn Tonopah.
IMG_0194%20%28Resized%29.jpg
Þar sem ólíklegt er að þú, lesandi góður, þekkir til Tonopah er best að við fræðum þig lítillega um þennan einstaka bæ. Tonopah er um 2000 manna námubær um 250 mílur suður af Reno, eða um miðja leið útur eyðimörkinni til Vegas. Þarna var einu sinni blómlegur silfurbusiness en það er allt löngu búið og núna er þarna bara örbyrgð og 2-3 bensínstöðvar til að selja Reno-Vegas förum nesti og nauðsynjar. Til að auka á Mad Max fílinginn er Tonopah næsti (og eini) bæri við Tonopah test range en þar sprengdu Bandaríkjamenn einar 720 kjarnorkusprengjur í sínu kaldastríðskukli á 6. Áratug síðustu aldar. Við vorum síðar fræddir af Mótel maddömmu okkar að íbúarnir vöknuð reglulega við ægibjarta blossa og nötrandi jörð þegar ríkisstjórnin vann enn frekar að því að gera frelsi þjóðarinnar ósnertanlegt. Já og svo þegar vindátt var óheppileg féll stundum hvítur kjarnorkusnjór (fallout) yfir eyðimerkurbæinn Tonopah og þegar svo bar við voru allir íbúar með tölu drifnir beint í sturtu til skola af þeim geislunina. Þessi eyðimerkurísafjörður var því fullkominn áningastaður í eyðimörkinni.
IMG_0223%20%28Resized%29.jpg
Óli og Sævar geisla sig við Tonopah Test Range.
Merkilegt nokk eru samgöngur í Nevada eyðimörkinni til mikilla fyrirmyndar. Nevadafylki er ekkert að spara í vegakerfinu enda myndu hindranir í samgöngum bara bitna á fjárhættumiðuðu hagkerfinu. Okkar vegur til Vegas þessu sinni var hinn þráðbeini Highway 95. Við settum Sævar uppað hraðatakmörkunum, og hraðatakmörk í Nevada eru há svo allir komist hratt og örugglega milli spilakassa, og brunuðum af stað inní sólbarða auðnina. Þótt aksturinn til Tonopah hafi í sjálfu sér verið tíðindalaus komumst við í mikinn Mad Max fíling enda ákaflega súrreallskít að sigla svona um brennandi eyðimörkina á ógnarhraða.
IMG_0212%20%28Resized%29.jpg
Tonopah.
Þegar til Tonopah var komið græjuðum við mótel með snari. Stuttu síðar voru við komnir út á Main Street að skoða þennan njúkaða smalltown USA. Fyrir ferðamann er Tonopah svolítið eins og Ísland. Framandi, óvenjuleg en líka þess eðlis að ef þú ferð að þvælast á fáfarna staði eru líkur á að þú steindrepist. Við skelltum okkur á Saloon bæjarins, Saloon Clubhouse, og zimmsalabimmm … við vorums staddir í bíómyndinni Roadhouse nema þarna var sko enginn Patrick Swayze til að halda friðinn. Okkur leist satt að segja ekkert á blikuna. Við vöktum almenna athygli og húðflúraðir hillbillar gutu okkur hornauga og heilsuðu okkur þurrlega á víxl. Harley Davison and the Marlboro Man hefðu ekki geta skipulagt subbulegri bar. Hvarvetna hengu skilti að tjá viðskiptavinum að ef þeir gerðu þjónustukröfur ættu þeir að hypja sig og redneck survialist ættjarðarrokktónlist þrumaðist úr jukeboxinu. Hér þurfti að sýna ákveðna fágun svo að engum yrði misboðið. Við drukkum þarna einn bjór eins og ekkert væri sjálfsagðara og reyndum að halda svörum við kveðjum og spurningum innfæddra töffaralega stuttum og upplýsingalausum. Við fundum þó að andrúmsloft staðarins var að líða fyrir nærveru okkar og við kvöddum þessa kjarnorkuknæpu og með lífgleði hins náðaða manns rukum við aftur út á Main Street. Hér þyrfti að varast að hrista upp í innfæddum á allan hátt svo við skelltum í okkur mexikönskum mat með snari og fórum upp á mótel. Fyrir svefninn kom For a fistfull of dollars í imbann og við sammældumst um það að þetta gæti eins verið einhverskonar raunveruleikaþáttur tekinn upp í Tonopah.
IMG_0215%20%28Resized%29.jpg
Óli stígur línudans af gleði hins náðaða manns.
Daginn eftir var ekkert annað að gera en að yfirgefa Tonopah enda búnir að sjá allt hér. Það er þó ekki hægt að segja annað en að þessi gammageislaði smábær gefi manni ónotlega tilfinningu. Við höfðum báðir á tilfinningunni að innfæddir væru xenophobiskir fram úr hófi og undir kraumaði einhvað skelfilegt leyndarmál. Hér er sko aldeilis ekki alt með felldu….
IMG_0199%20%28Resized%29.jpg
Baldi slekkur eyðimerkurþorstann
Annar dagur í eyðimerkurakstrinum mikla (Operation Nevada Freedom) var dagur hinna mörgu mílna. Við brunuðum að vísu útúr Nevada eyðimörkinni, medium rare, um þrjú leytið en þar sem við sættum okkur alls ekki við að sóa nótt í gerviborginni Vegas var ákveðið að funda um hvað vær til bragðs. Á Denny´s diner úthverfum Vegas var ákveðið að venda kvæði okkar í kross og yfirgefa spilavíti og kjarnorkuruslahauga og skella okkur í hardcore vestrafílinginn í Arizona. Það er jú helgi og samkvæmt okkar bókum er rífandi stuð allar helgar í Lake Havasu City við Colorado ánna. Heppilega liggur vinavegur okkar Highway 95 beinustu leið í þennan fræga gleðireit ungra og fallegra L.A kana svo við brunuðum bara af stað. Strandstuð og O.C gleði eru nauðsynlegt til að skilja fjölskrúðuga menningu hinna frjálsu og hugðu … svo við þangað.
IMG_0232%20%28Resized%29.jpg
Joe, bróðir Nevada Bob rekur víst þetta bleika gleðihús á highway 95
IMG_0208%20%28Resized%29.jpg

2 Comments

  1. Óli

    Okkar er ánægjan. Nevada er stórkostlega fríkaður staður. Við vorum svo að komast að því að fjölkvæni er leyft þar, sem kann að skýra einhvað árangursmiðaða viðhorf innfæddra til giftinga/skilnaða

Leave a Reply