Hlunkur

Styttist í þetta !

Í dag er einum degi styttra en í gær… og á morgun verður einum degi styttra en í dag og tveim dögum styttra en í fyrradag þangað til bakpokinn verður kominn á axlirnar og maður farinn til köben!!
Ég hlakka svo til að smakka þig elsku besti vinur minn ->> … þú smakkast svo miklu betur í 30° gráðu hita og sól .. !!
Það er bara staðreynd..
Megi callarinn blessa ykkur öll og þið hin getið bara farið og sogið naflakusk!

8 Comments

 • Blammo

  Er ekki kannski komin tími á að fjárfesta í bakboka? spurning hvort það verður rúmfatalagerspoki á 2900kr eða pödduheldur, frostþolinn everest hlunkur á 80 þús. Græjedda á morgun.

 • Oddur

  Kaupa bara evrest hlunkinn…
  Ég er annars kominn með poka,, aldíspaldís lánaði mér….

 • Baldur

  Hehe Snorri taktu bara með þér sömu tösku og í fyrra, þú veist litlu íþróttatöskuna, og ein föt til skiptanna! Það er hvort eð er alltaf stutt í næsta þvottahús .. hehe

 • Öndin

  Greinilegt að Snorri er ekki góður í að telja,
  “Í dag er einum degi styttra en í gær” – rétt
  “og á morgun verður einum degi styttra en í dag og tveim dögum styttra en í fyrradag” – rangt
  Á morgun verður einum degi styttra en í dag en þremur dögum styttra en í fyrradag. :)

 • Jón Kurteiz

  Góða ferð strákar, smá ráð frá Gamla:
  1. Slá saman í Lonely Planet
  2. Næturlestir (svefn og coverage í pakka)
  3. Góðar buxur sem hægt er að renna skálmunum af
  4. Drekka með áströlum
  5. Læt ekki hafa eftir mér á internetinu

 • Snorri

  HEHE Baldur, nei ég keypti almennilegan bakpoka í þetta skiptið ;))
  Takk f. góð ráð Jón Kurteiz! ;)
  styttist í þetta !! 4 5 6

Leave a Reply