You gotta know when to hold’em, know when to fold’em, know when to walkaway, know when to run.
You gotta know when to hold’em, know when to fold’em, know when to walkaway, know when to run.

You gotta know when to hold’em, know when to fold’em, know when to walkaway, know when to run.

Picture%20011%20%28Resized%29.jpg
Sin City?
Eftir að hafa grandskoðað San Francisco brunuðum við eftir interstate 80 uppí Sierra Nevada fjöllin. Förinni var heitið til Reno, stærsta smábæjar í heimi og helsti keppinautur Las Vegas um Syndarborgar titilinn. Það var í sjálfu sér ekki eftir neinu að bíða svo við keyrðum þetta bara í einum þrjóskulegum rykk þar til Reno, Truckee county var loks náð um eftirmiðdaginn. Við vorum ansi þreyttir eftir aksturinn og allt trjáknúsið í Frisco svo við ákváðum að redda okkur hótelherbergi með snatri og hvíla lúin bein fyrir kvöldið. Það reyndist líka lítið mál að koma Sævari í pössun þar sem risavaxin bílastæðahús með ókeypis parking vorum út um allt. Fólk eyðir jú ekki peningum í spilavítum ef það hefur í sífellu áhyggjur af bílnum sínum. Við enduðum með að taka herbergi á Circus Circus hótelinu – risavöxnum gistiklett með sirkusþema. Við vildum gjarna hótel með sundlaug því við ætlum að chilla hér í tvo daga en svoleiðis lúxus er sko ekki til í Reno því ef fólk er í sundi þá er það ekki í spilakassa. Eftir stutta hvíld var svo gengið beint til verks að skoða Reno.
Picture%20013%20%28Resized%29.jpg
Baldi hittir gamlan félaga.
Reno er vissulega nokkuð undarlegur staður og ekki hjá því komist að bera hana saman við keppinaut sinn Las Vegas. Á yfirborðinu kann að virðast sem Las Vegas hafi vinninginn þar sem allt þar er stærra, nýrra og glæsilegra – þá er jú ekki öll sagan sögð. Renomenn hafa nefninlega mentalitetið gjörsamlega á hreinu. Þeir þurfa ekkert að rembast við að hanna allt þannig að neytandinn fari ekki út af spilavítinu því að er hreinlega ekkert fyrir utan spilavítið nema Selfosslegur smábær. Svo eru drykkir hafðir næstum á kostnaðar verði – því drukkið fólk er óabyrgara en edrú og tapar því meiri peningum í spilavítum. Hótelin eru svo höfð ódýr en spartönsk – því fólk sem er uppi á herbergi er jú ekki að tapa peningum annarstaðar á meðan … er það?. Já Reno tekst það alveg áreynslulaust sem Las Vegas rembist við með her sálfræðinga og skipulagssérfræðinga – að fá fólk til að freista gæfunnar og hugsanlega grísa á það að uppfylla bandaríska drauminn, hver svo sem hann er.
Picture%20016%20%28Resized%29.jpg
Óli keppir í gúmmíkjúklingakasti
Fyrsta kvöldið var tekið í að meta þennan feiknarstóra leikvöll fullorðinna bandaríkjamanna. Reno er ekkert að hafa mikið fyrir því að barnavæn – fólk með börn þarf að hugsa um þau og er þá ekki að gambla á meðan og ekki mega börnin gambla. Við rákum okkur lítilega á þetta þegar okkur þegar okkur var vísað frá bjórbar nokkrum sakir þess að vera skilríkjalausir. Það reyndist þó lítið mál að finna aðra brynningarholu enda rúmlega 20 veitingastaðir, 15 barir og næturklúbbar og svo nokkrar ekrur af spilavítum í komplexinu okkar. Ef fólk þarf að sækja þjónustu útfyrir komplexið eyðist verðmætur tími í samgöngur sem betur væri varið í spilavítnu sjálfu. Við fórum frekar snemma í háttinn til að vera extra sprækir fyrir daginn í vændum.
Picture%20026%20%28Resized%29.jpg
Við sváfum eins og englar allt til hádegis þrátt fyrir harðan atgang herbergisþerna- það er jú ágætt að stugga við liðinu því sofandi fólk spilar ekki. Eftir ramm-amerískan morgunamat fórum við á vapp um borgina til þess eins að komast að því sem stóð í ferðabókunum okkar, það er ekkert í Reno nema spilavíti. Það var því ekkert annað að gera en að snúa aftur í Sirkusinn og undirbúa menningarúttekt kvöldsins. Eftir dýrindismáltíð á steinamerísku steikarhúsi tókum við að barhoppa inní gargantuantíska leikvellinum okkar og brenndum meira að segja 40 dollurum í rúllettu svona til sjá í hverju sú gleði fælist. Þetta var allt hin besta skemmtun. Þar við sátum í makindum okkar að drekka margarítur vatt sér að okkur búsældarlegur indverji og spurði hvort hann mætti ekki selskapast með okkur. Við játtum því og aðkomumaðurinn tók þá til óspilltra málanna að segja ævisögu sína í feiknarlöngum mónólog. Okkar maður reyndist þó hinn mesti furðufugl og fljótlega varð okkur ljóst að viðkomandi var ekki með öllum mjalla. Svona í upphafi var hann indverji, hét Kalíb og var frá Mumbay. Bakkus var honum þó lélegur bandamaður og fljótlega veik indverski hreimurinn fyrir amrískum og sögurnar hættu að snúast um ævintýraleg auðæfi hans og fjölskyldunnar og tóku að snúast um viðhald á bandarískum herflugvélum. Hann sagði okkur líka að hann væri jarðskjálftafræðingur og svo síðar einhverskonar njósnari fyrir ríkisstjórnina, en hann gæti ekki talaði mikið um það. Engu að síður var honum mikið í mun að útskýra fyrir okkur að ef íslendingar væru einhvað að abbast upp á USA þá færu hinir síðarnefndu bara og dræpu okkur öll. Við reyndum einhvað að útskýra fyrir þessum félagslega óvarfærna manni að svona eignaðist maður ekki vini en hann beraði þá bara á sér öxlina til að sýna okkur veglegt húðflúr af bandaríska fánanum. Nú fór allt að verða súrrealískara og óþægilegra. Baldi brá sér á klósettið og þegar hann snéri aftur sat Óli náhvítur meðan okkar maður, sem nú hét Gino, söng hástöfum fyrir Óla á ARABÍSKU. Þetta var okkar run away cue og kvöddum maníska kleifhugan Kalíb/Gino með snari og fórum beina leið upp á Sirkusherbergið okkar með snert af menningarsjokki.
Picture%20031%20%28Resized%29.jpg
Auðkýfingurinn / Flugvirkinn / Njósnarinn / Jarðfræðingurinn, Kalib eða Gino?
Daginn eftir huguðum við að frekari landvinningum. Við erum búnir að keyra okkur aðeins útí horn og því var ákveðið að snúa suður á bóginn inní hina ógnvænlegu Nevada-eyðimörk. Þar er stefnan tekin á lítinn smábæ sem ber nafnið Tonopah … en meira um það síðar.

5 Comments

 1. Heiðursmenn.
  Hafið góða þökk fyrir skemmtilega síðu og áhugaverða “menningarrýni”. Mér þótti umfjöllun um Reno sérlega athyglisverð – þann stað hefur mig lengi langað að sækja heim. En upplýsið nú miðaldra lúða heima í norræna sæluríkinu um eitt; er það ekki rétt munað að Reno er staður skilnaða? Ég man ekki betur en Reno sé einmitt þekkt fyrir að þar geta menn (og konur) gengið í heilagt hjónaband á fimm mínútum, “there are judges all over the place!” og vottar eru innifaldir í uppsettu verði. Er þetta ekki rétt? Og menn geta einnig skilið á ljóshraða? Er þetta ekki rétt munað? Gaman væri að vita hvort þessi sérstæða þjónustustarfsemi er enn lykilatriði í hagkerfi innfæddra.
  Önnur observasjón ef ég má; ég kom til SF árið 1988 og mér þótti staðurinn hrífandi. Þessi borg ber algjörlega af í Bandaríkjunum og ég hef komið til margra þeirra. Fisherman’s Wharf var þá í upprunalegri mynd – muni ég rétt varð hún illa úti í jarðskjálftanum sem reið yfir 1989. Þetta var alltjent undursamlegur staður og upp rifjast lagið Telegraph Hill með þeirri góðu hljómsveit Blodwyn Pig – From this hill I can see the waves of the ocean, great vessels sailing in the heat of the day…. vissulega stjórnaði Hristispjótið ekki penna þess sem þetta reit – en engu að síður nær þetta lag að fanga vel andrúmsloftið einstaka í SF. Ég mæli með því fyrir áhugamenn um SF.
  Bæti við þeim fróðleik að “hommahverfið” fræga í SF heitir Castro og skemmtilegra Kínahverfi er tæpast til í landi hinna frjálsu og hugrökku.
  Endurtek góðar þakkir fyrir afar skemmtileg skrif.
  -Ace

 2. Oli

  Jú það er vissulega rétt að Reno byrjað frægð sína útfrá hraðvirkni í pörun og vottun samvista frami fyrir almættinu. Fólk gat pússað sig saman í snari og skilið næstum jafnhratt. Borgin ber þess enn merki og ótal giftingakapellur eru um borgina alla – við sáum meira að segja eina með diskókúlu fyrir utan innganginn. Svouppúr kreppu þegar fjárhættuspil fóru að ryðja sér til rúms varð þetta hálfgerð aukabúgrein en samræmist vissulega spilavítishugsjóninni vel þar sem ef fólk er að eyða tíma í að gifta sig með pomp og pragt þá er það ekki að gambla á meðan.
  San Francisco er vissuleg yndisleg .. en hefur sjálfsagt misst einhvað af orginaliteti sínu í jarðskjálftum og aðförum Repúblikkana..
  kv
  óli

 3. Oli

  ‘Eg skal svara. Baldi lagdi a 20 og upp kom 9. Hann lagdi meira ad segja einhvad klink i kringum bara til ad thokknast thinni skammgefni i vedmalum. Thu ert agaetur en vid erum ad mennta okkur i vedmalafraedi um vidan voll. Thu verdur ad bera vedmalaspeki 20 a voll ef vid eigum ad taka mark a thvi…….

Leave a Reply