So wat, so wat, so wat you want?
So wat, so wat, so wat you want?

So wat, so wat, so wat you want?

 IMG_0187.jpg

Hótelfólkið græjaði brottför og áreynslulaust stóðum við með miða í limósínubúss til Siam Sigrað.  317 kílómetrar í limmu verður nú ekki mikið mál eftir rútugeðveikina sem blómstrar í austur-evrópu.  Við tókum því bara morguninn í tjill við laugina, áhyggjulausir eins og indverskar kýr.  Rútan reyndist þó bara svona Sæmundur og ferðin talsvert klikkaðari en gert hafði verið ráð fyrir.  Það var reyndar líka hægt að komast til Siam Sigrað á fljótabát en Google sagði þá bila og stranda svo ekki svoleiðis Rambókjaftæði strax.  Rútubílstjórinn var lágvaxinn svartklæddur khmerakappi með Ray Ban gleraugu og silfurskrýddar leðurmokkasíur á khmerahófunum.  Hann var einnig með mjög stæltan vinstri handlegg en það stafaði af því að hann barði flautuna taktfast og í sífellu.  Af hverju ?  Jú því vegurinn til Siam Sigrað er flottasti vegur Kambódíu, malbikaður og allt, og er því miðstöð verslunar og mannlífs.  Meðfram götunni stendur þétt byggð landbúnaðarstarfsemi, trékofar á stultum, hrísgrjónaakur í baksýn og fjölskyldan í vegasjoppunni sinni að selja alskonar drasl sem hún þarf ekki lengur á að halda.  Kýr, hundar og hænsn spóka sig svo á veginum góða og jakuxavagnar og mótorhjól tölta makindalega í vegakanntinum með her khmera hlöðnum ofnaná.  Næg tækifæri til að flauta og aldrei hægt að fara yfir 50 án þess að valda blóðbaði en slíkt þykir ekki fínt hér eftir að VG-ið þeirra missti sig í drápum hér um árið.  Svo bara flauta og flauta og æsa sig núna. 

Eitt er líka skemmtileg nýjung hér.  Ef þú ert khmeri sem styður stjórnmálaflokk þá er það sko ekkert leyndó og þú rekur bara skilti með stuðningsyfirlýsingu við þína menn niður í garðinn hjá þér.  Það fílar þó auðvitað enginn VG/rauðu khmerana lengur svona opinberlega hér eða amk skammast sín þá fyrir það.  Svona til að krydda rútuhasarinn, sem gekk mikið út á spenndandi framúrkeyrslur og ber börn á götunni í rútu-chicken, hafði rútukhmerakappinn ömurlegan tónlistarsmekk og dældi yfir okkur khermraballöðuvæl klukkutímum saman.  Sæti Jaack hafði fengið ótal ástarjátningar í höfuðborginni og við vissum því að “sni angh” þýddi ég elska þig (strákur við stelpu) og “sni bong” þýddi það sama með öfugum kynjaforskeytum.  Við áttuðum okkur því fljótlega á að “tónlistin” var væmnari en bandarískar stelpumyndir og þar sem nokkuð var um myndbönd með herligheitunum lögðum við í smá greiningarvinnu á innihaldinu.  Þetta var í sjálfu sér alltaf sama sagan.  Næpuföl khmerastelpa reynist svikulli en júdas og brútús í spilavíti og ferð illa með khmerastrákinn sinn oft með að taka saman við vondan fölan hvítan khmera sem gjarna er líka ríkur.  Já, þetta er svikin þjóð en líka þjóð fyrirgefningarinnar.  Rauðu khmerarnir komu 15% þjóðarinn til sameinuðu þjóðanna en hér eru þau illvirki bara látin kyrr liggja.  Þótt maður sjái að það hljóti að vera mökkur af fyrrum khmeramorðingjum í skaranum þá eru bara allir vinir, berir eða í smá fötum að leika með kúnum og kjúklingunum á flottu götunni.  Ætli við getum fyrirgefði okkar bankapakki svona rækilega jafnvel með okkar “hinn vangan” kristilegu gildi ?

Við stoppuðum í ákaflega gettó vegasjoppu í smábæ í flautuhvíld.  Þetta reyndist pöddubasar þar sem svangir ferðalangar gátu gætt sér á kóngulóm, engisprettum og lirfum.  Við fengum okkur bara sígó og þar sem við stóðum töffari en Ford Fairlane kom til okkar kvikmyndakrú frá National Geographic.  Þeir voru að búa til heimildamynd um kóngulær og vantaði hvíta menn til að borða pöddur með stjörnunni.  Við harðneituðum enda borðum við ekki vini okkar.  Stjarna spurði þá Balda hvaða hvata hann þyrfti í pödduátið og Baldi svaraði strax 50.000$.  Vá, mikið sagði stjarna hálf gáttuð.  50.000$ er það sem það kostar að láta heimskan bandaríkjamanna borða ógeð í sjónvarpinu svaraði Baldi.  Enginn afsláttur á okkur hvítu mönnunum í svona vitleysu.  Við samþykktum þó að láta taka upp neitunina og kóngulóarteymið fór í leit að áströlskum bakpokaferðalöngum sem mætti karlrembukjafta útí pödduát.  Við tók meiri rútúgeðveiki og nokkur stopp fyrir pöddufíkla.  Hér í kambó erum við frekar matvandir en höfum þróað hægðagreiningakerfi byggðu á frumefnakenningu Aristótelesar.  Hingað til hefur mestmegnis verið jörð en Baldi fékk einu sinni vatn og loft eftir ávaxtaát.  Það er amk ekki eldur og vatn ennþá enda erum við svo vel bólusettir og ódrepandi.

IMG_0112.jpg Að lokum lentum við í Síam Sigrað og eftir örstutt hótelstopp var lagt í að fóðra sig og skoða bæinn.  Siam Reap er eiginlega svona Keflavík.  Allt fullt af mussukönum að skoða steypu og strá um sig með dollah.  Háværir og heimtufrekir eru kanahjarðinar böl á reykingarmenn og friðarspillar hinir verstu.  Mussubeibið Angelina Jolie var svo hér við tökur á grafræningjamyndinni sin
ni og mansalaði sér þá khmerabarn í leiðinni.  Fokking kana-dollah viðbjóður og allt hefur þetta líka mjög spillandi áhrif á innfædda sem eru topp fólk að öllu jöfnu.  Hér fara þó um hjarðir betlarabarna og reyna að bögga útlending út í að eiga sig.  Kanaviðbjóðurinn er svo að kaupa handa krökkunum nammi og leika við þau í ölæði.  Þessi þjóð er krabbamein jarðar en við fáum víst lítið við því gert.  Í Washington prenta vélar dollah og í hans krafti skemmir kaninn fyrir okkum hinum.  Hér er þjónustulundin engin og vanærð börn, aflimuð og afmynduð mala gull á götunum.  Þvílík ógæfa að eiga flotta steypu og þvílík vitleysa að úthýsa ekki auðvaldskrumlu kanans.  Í reiðikasti varð til lag

Í kambó (syngist við lagið In the Ghetto með Elvis Presley, með viðeigandi töktum)

Ég var ófrísk og einstæð með berar tær
Ég borðaði rottu í kvöldmat í gær, í kambóóóó
Svo kom kanatík
Bauð mér kassa af Pepsi Max
Svo hún gæti tekið snáðann strax, burt frá kambóóóó
Ríka kanatík
Nú á Jolie litla khmerann minn
Fór burt með hann og Brad Pittinn, burt frá kambóóóó
Grimma kanatík
Ef hann kemur aftur heim
Verð ég gömul, krumpuð, einfætt og leim, í kambóóóóóó
Og hann ríkt kanafrík

 

IMG_0116.jpg
Slöngur og krókódíll

Við vorum ansi pirraðir á pleisinu og fengum okkur drykk.  Eitthvað mansal settist á okkur og elti okkur þrátt fyrir allskonar yfirlýsingar af okkar hálfu sem hefðu gert Sóley Tómasdóttir stolta af okkur.  Mansalið hélt líka að Óli væri fjármálaráðherra breta sem var miður.  Við marg-rákum hana burtu en ekkert gekk. Að lokum spurðum við hana hvar khmerarnir fengju sér bjór og með leiðsögn mansalsins enduðum við í útipartíi með herlöggu og nokkrum topp khmerum.  Klikkaðara en að horfa á kastljós.  Við mútuðum svo mansalinu í burtu og fórum heim á hótel þar sem við sáum sólina rísa yfir Wöttunum.  Nóg í kvöld en á morgundagurinn yrði mega-watta-dagurinn mikli.

IMG_0196.jpg
Tuk tuk Sööööhhhhhh?

Við risum með glaðværð Tuma við fyrsta hanagal.  Við vorum búnir að ráða okkur Tuk-tuk ökumanna til að aka okkur um í wattaskoðunninni sem svo myndi ná hápunkti við Angkor wattið mikla.  Khmerarnir virðasta hafa verið indverskur þjóðflokkur sem hreiðraði um sig í kambó á miðöldum en voru svo miklir töffarar að á endanum lögðu þeir bara undir sig pleisið ásamt Nam og slatta af tælandi.  Soldið eins og við erum núna að pæla fyrir hönd Íslendinga.  Þegar kominn var á friður eftir herbröltið hrúguðu þeir niður wöttum og alskonar fíneríssteypu í indverskum frumskógastíl.  En svo fór eins og með aðra imperíalsista að þeir urðu latir og aðrir minna latir menn komu og tóku stöffið þeirra af þeim.  Khmerarnir eru þó enn mjög dökkir á hörund og með svoldið indverskt lúkk. Flott fólk.  Wöttin gleymdust svo þangað til einhverjir frakkar fundu þau aftur á nýlendubrölti og reyndu þá sjálfsagt að selja þau fyrir stinky cheese.

IMG_0178.jpg
Trjáwat

Wattaskoðun er ekkert grín.  Hitinn og rakinn hér í Kambó er til að æra óstöðugan og watta-klifur framkallar fossa af svita hjá tveimur heimskautabúum sem fá sér ís þegar hitinn fer yfir 15 gráður.  Þetta eru þó alveg megakúl wött og klárt mál að fornkhmerar voru smekksfólk.  Meðan íslendingar hýrðust í moldarkofum, átu þorraógeð og hjuggu niður síðustu trén okkar voru Khmerarnir á fullu í wattagerð.  Þeir voru líka miklir dúllarar og skreyttu wöttin gaumgæfilega og af svo mikilli smekkvísi að Vala Matt myndi sjálfsagt eipa yfir hvað þetta er töff rými.  Það  eru 3 meginþemu í veggskreytingum; berar stelpur að dansa, fílar og slöngur.  Við sáum fyrir okkur hommalega khmera-innanhúss arkítekt benda í kringum sig og hrópa prímadonnulega “ stelpur, stelpur, fíll, stelpur, slanga!”.  Það sem þó gerir allt þetta steyputripp enn klikkaðara er að það eru engar grjótnámur í Siam Reap. En þarna vildi kóngsi búa svo það var bara sótt grjót til Tæland via fíll.  Já, duglegir, með auga fyrir smáatriðum og sætir. Flott fólk.

IMG_0156.jpg
wats up?

Við vorum komnir með hálfgerðan sólsting þegar við loksins komum að gígawattinu Angkor wat.  Það var svakalegt grjót en við vorum orðnir ansi þreyttir svo stoppið var frekar stutt.  Ekki einfaldaði wattaskoðun að alltaf þegar út af wat-svæðum var komið stóð gargandi hjörð barna að selja allskonar drasl. “pænappel sööööööhhh?” “waaaaatah sööööööö, one dollah!?”  Það er okei að redda sér en kanamussurnar eru búnar að breyta innfæddum í síbetlandi fuglabjarg sem stanslaust kvakar á dollah.  Í Siam Reap eins og áður segir er þetta komið úr böndunum og betlarahjarðirnar svo ágengar að börnin eru lemjandi í ferðamenn eða festandi sig á þá með að grípa um fótinn á þeim og orga &aacute
; dollah.  Kaninn gefur þeim svo í sífellu og úr verður barnamisnotkun af verstu sort.  Örkumla barn getur léttilega tekið inn mánaðarlaun (20$) á kvöldstund svo illa innrættir menn gera klárlega út krakkana í ógeðfeldu mikróhagkerfi sem er öllum til ama.  Þrá mussunnar til að láta gott af sér leiða er vissulega tvíbeitt sverð.  Við sáum svo afslappaðar mussur liggja í sólbaði eins og hráviði um wöttin með sljólegt klórprómazine glott og gjörsamlega ómeðvitaðar hvaða skaða þær væru búnar að gera þessu fólki.  Mussur skapa ekki, þær skemma.  Að láta sig varða velsæld ókunnugura er hið besta mál en hugsunarlaus hegðun getur valdið stórslysum.  Kanahjarðirnar höfðu pirrað okkur mikið í Siam Reap og tvískynnungur þessa hyskis kristallaðist þegar blindfullt kanastóð, á svona roof-top bar sem við voru að spila snookah á, tók upp á því að berja golfkúlur út af barnum og ofaní miðbæinn.  Svo skellihlógu þau eftir hverja kúlu og mútuðu barstaffinu reglulega.  Svona pakk er sóun á súrefni.  Kaninn fokkar upp fólki víða og ætlar sér klárlega það sama hér í kambó nema með miðstéttakrakka sér að vopni frekar en stingerflaugar eins og í Írak.

IMG_0160.jpg
Indiana Jaack and the Wat of Doom

Eftir wattaskoðunina voru við uppgefnir svo bara rólegt kvöld og tjill.  Síam Reap er lika búin að vera ekki næstum jafn frábær og Phnom Penh vegna mussuhyskisins sem hér ferðast um í háværum torfum og spillir friðnum.  Nei, við ætlum til Nam.  Þar er land óspillt af auðvaldskrummlu kanans, jömmí.  Kambó er búin að vera frábær og við munum sakna allra þeirra frábæru khmera sem við höfum hitt. Og þeir væntanlega Sæta Jaack.  Kannski verður þessum nýja ástarguði reist Wat ? Hver veit ?
 

IMG_0168.jpg
Blammo dáist af rana

IMG_0170.jpg
Wat the fuck?

IMG_0179.jpg
Villtur í wati

IMG_0184.jpg
Watpósa

IMG_0191.jpg
Seeing hands

IMG_0193.jpg
Angkor Megawat

Leave a Reply