Daginn í dag gerði drottinn guð.. fyrsti dagur hlunksins heppnaðist svona líka helvíti vel.
Byrjuðum daginn á því að koma okkur fyrir hjá Anders vini hans snorra, þessi öðlingspiltur bauð okkur gistingu í fínni íbúð nálægt miðbænum. Það var ofurheitt og við vitleysingarnir vorum alklæddir og svitnandi eins og sveittir sveppir á pönnu. Við ákváðum að labba til stínu svona til að kæla okkur aðeins niður og hvíla lúin bein.
Þetta er líklega síðasta skiptið sem við sjáum hana stínu okkar því að öllum líkindum verður búið að loka þessu fljótlega. Á strikinu hittum við hina helhressu íslensku “buskara” Bjórbandið
Þeir framfleyta sér eingöngu með spilamennsku, spila bítlalög á götum borga 4-5 sinnum í viku og hafa það bara helvíti gott. Eins og við var að búast mátti heyra íslensku á öðru hvoru götuhorni og skemmtum við okkur langtframeftir morgni í félagsskap með eldhressum íslenskum stelpum sem við hittum á Dubliners, hvar annarstaðar! Dani nokkur sem var orðinn helheitur fyrir íslensku stelpunum ákvað að bjóða þyrstum íslendingunum á diskótek.
Við ungarnir eltum gæsapabba sem þóttist vita hvað hann var að gera, eftir klukkutíma labb og mikið tuð og þras um einokunarverslun og kúgun dana á íslenskum bændum áttuðum við okkur á því að þessi ungi hermaður væri ekki með allar skrúfurnar á réttum stað. Þetta endaði allt eins og einhver útihátið, hrúga af íslendingum á gangstétt kl 7 um morgun að fyllibyttast. Þegar komið var að heimferð vorum við orðnir mjög kátir en uppgötvuðum að við vorum orðnir peningalausir enda fór eyðslan á börum borgarinnar stórkostlega úr böndunum. Við tók amk. 5 km. labb heim til andersar og vöknuðu misjafnlega hressir. Höfðinginn hann Anders var búin að hafa til smörrebrod og kaffi í þunnkusnarl, tusind tak anders.
7 Responses to Köben