Yes sir, I can Búggí but I need a certain song
Yes sir, I can Búggí but I need a certain song

Yes sir, I can Búggí but I need a certain song

Eftir erfiða rútuferð römbuðun við inn á hótel Enny. Í tékkinnferlinu, sem var langt og bjúrókratískt, rákust móttökudömurnar á makedónískan stimpil í vegabréfum okkar og sprungu úr hlátri. “Hahaha Makedónía! Hahaha heimsku útlendingar!” Við stóðum hálf skömmustulegir undir þessu óvænta háði og þegar loksins var búið að græja herbergið biðum við ekki boðanna heldur búggíbónuðum okkur í snatri og rukum út.
Fyrst á dagskrá var að borða og þegar loksins rákum augun í rússneskan veitingastað var garnagaulið orðið svo óþolandi að við óðum hugsunarlaust inn. Pjotr I reyndist ákaflega fínn veitingastaður, líklega einn sá fínasti í landinu og þótt víðar væri leitað. Innan um galaklædda gesti hlömmuðum við gallabuxnalúðarnir okkur niður, hálf nervösir hvort við myndum enda í uppvaskinu. Okkur var útbýtt þjóni sem tók að leiðbeina okkur um undraveröld rússneskrar matargerðar. Í stað hefðbundins eftirréttar var ákveðið að skála frekar fyrir Stalín í vodka. Ráðþrota gagnvart 2 blaðsíðum af vodkavalkostum leituðum við til þjónsins okkar sem leit út fyrir að hafa nokkra reynslu í þessum efnum. “Dis is good wodkah, butt dis is Prfect wodkah!” Allt látbragð og sælkera táknmál okkar manns gerði okkur ókleift annað en að prófa vodkann sem þessi sjóaði nagli hafði hælt í hástert. Mummi Mikli! Aldrei grunaði okkur að brennsi gæti verið svona ótrúlega gómsætur! Þessi dásamlega miðtaugakerfisgæla stillti yndislega til friðar í hinni eilífu orrustu meltingar – og miðtaugakerfis svo báðir deiluaðilarnir görguðu einróma á meiri perfect vodka. 3 skömmtum síðar blandaði skynsemin sér í þetta óvænta vopnahlé. Og ákvað einhliða að frekari eitrun skildi fara fram með hefbundnum hætti svo að þessi dýrlega máltíð færi nú ekki á endanum sömu leið og hún kom inn. Okkur kom svo reikningurinn þægilega á óvart þar sem við enduðum ekki sem kartöfluskrælarar heldur punguðum skælbrosandi andvirði einnar íslenskrar vodkaflösku og þjónsi ljómaði einnig eins og Pollýanna með perfect vodka yfir örfáum hundraðköllum sem féllu í hans hlut.
50_IMG01731.jpg
Perfect Vodka!
Stuttu síðar vorum við komnir á galtóman írskan pöbb og búnir að vingast við barþjóninn og útkastarann sem voru einu mannverurnar í þessu tröllvaxna drykkjuhofi. Þeir höfðu mikinn áhuga á ferðalögum okkar, allt fram að Makedóníu. Útkastarinn sem var snoðaður rumur í dyravarðadragt gretti sig, leit með vanþóknunarsvip til jarðar og andvarpaði “Makedónía.. Ooohhhhh”. Í kjölfarið útskýrðum við að peningakast hefði ráðið að við völdum Búlgaríu yfir Albaníu. Tröllið sló þöglan í nokkrar sekúndur, sem seig höfuðið enn meira og með hyldjúpri stunu sveiaði hann “AAAlbaaniaaa?… uuuuuufffffffhhhh!”. Þursinn fílaði okkur þó alveg í botn og vildi endilega að við kæmum með honum á einhvern búggíklúbb síðar um kvöldið þegar hann losnaði úr vinnunni. Þegar þessir nýju vinir okkar fóru svo að taka til héldum við að núna væri komin lokun enda klukkan að nálgast 03:00 en nei, barþjónninn bað okkur í guðanna bænum að slappa af því “Oh no, no worry this bar non-stop!”. Við nenntum eiginlega ekki að bíða eftir vaktaskiptum á alltaf-opna-barnum svo við kvöddum þessa brennsasölubúgga og ultum út á götunna í leit að meira búggí.
50_IMG01742.jpg
Seinna um kvöldið…
Hálftíma síðar vorum við enn í barleit en komnir með fylgdarlið 3ja þyrstra búgga sem remdust við að brúa tungumálagjánna milli okkar með frumstæðri MTV ensku. “What up dog?”, “Bar cool man!”. Eins og þruma úr heiðskýru lofti droppaði svo einn þessara búlgörsku utangarðsmanna heimsspekibombu þar sem hann var að ræða atvinnu sína við Óla: “Well, I take one thing and put it in another place…” Óli leit skyndilega út eins og einhver hefði ýtt á reset-takkan á honum. Viðkomandi gat nefninlega verið allt frá heilaskurðlækni til mykjumokara. Þessi hyldjúpa kennisetning var mikið rædd á næstu dögum og ekki enn komin betri skilgreining á vinnu. Hálf skelfdir af yfirburðagreind þessara miklu spámanna kvöddumst við með virtum og tókum leigubíl á einum stað og vorum settir annarsstaðar. Móttökudaman tók svo lykilinn af herberginu setti hann annarsstaðar og við fórum að sofa.
Næsti dagur var tekinn í innræna íhugun. Við sáum endalaust fólk taka einn hlut og setja hann annarsstaðar og Óli bar sig aumann eftir að götuheimsspekingar Búlgaríu söfðu svipt hann lífslyganum. Við plottuðum frekari landvinninga í austri en lögðum ekki í að rekast á fleiri búlgarska vitringa hér í Sofiu. Meðan við snigluðumst um götur borgarinnar, vonlausir af einfaldleika lífsins, gall skyndilega og óvænt í kallturni og flauelsmjúk gleðierindi Mumma minntu okkur á kick-ass partýið sem við sanntrúuðu eigum í vændum í framhaldslífinu. Hughreystir af þeim vítiseldum sem beikonætunum bíða fór mesta bólgan úr heimsspekibarsmíðum gærkvöldsins. Á endanum tekur Allah okkur jú og setur í paradís með fullt af gellum en falsspámennina setur hann annarsstaðar.
50_IMG01761.jpg
Við byrjuðum 3ja daginn á að græja ferð til Varna, þar sem Búggarnir búgga á sumrin við Da black sea. Við kusum kvöldlest með koju og tókum að drepa tímann. Um kvöldmatarleitið römbuðum við inn um látlausa hurð og stóðum skyndilega andvígis þjónher bragðlaukaparadísarinnar Kristal. Íklæddir stuttbuxum og sandölum fannst okkur svitablautum bakpokabyttunum að við pössuðum álíka vel í þetta umhverfi og Grísinn&Dorrit á Kaffi Austurstræti. Þetta smávægilega stílbrot fór þó ekkert í taugarnar á þjónaskaranum tók til óspilltra málanna að stjana við okkur. Eftir að hafa valið ofurvín í vínkjallaranum og troðið í okkur dásamlegu dauðu hófdýri vorum við sammála að Kristal tæki jafnvel Pjort I fram þótt enginn væri Perfect Vodkinn.
50_IMG01851.jpg
Úttroðnir eins og Grikkir í ostabúð kjöguðum við í lestina og rétt náðum í rassinn á henni. Þrælspenntir fyrir frekari ævintýrum í Búggílandi tróðum við okkur snemma í svefnhólfið svo við værum örugglega vel stemmdir fyrir negrun by Tha Black-Z.
50_IMG01891.jpg
Lestin til Costa Del Boogie!

One comment

  1. mýrdal

    ég samhryggist þér blammo með dauða ímeldu
    jarðaförin hefur farið fram í kyrrþey.
    við á L 8 minnumst hennar með söknuði í hjarta og fellum tár í minningu hennar.
    Jón mýrdal

Leave a Reply