Red White and Blue Curacao
Red White and Blue Curacao

Red White and Blue Curacao

Við sátum frekar sáttir á flugvellinum á Surtsey Sur. Við höfðum bókað flug með langódýrasta flugfélaginu Fly Dae (lesist Flæ dæ ) og væntingar um þægindi og stundvísi voru litlar. Ferðinni var heitið til Curacao sem er lítil hollensk nýlenda fyrir utan strendur Venezuela og yfir smá bjór töluðum við okkur inná að sú eyja hlyti að vera miklu betri og áhugaverðari en þetta guðsvolaða sker sem við vorum að yfirgefa. FlæDæ stóð sig langt umfram væntingar og okkur til mikillar skemmtunar var meira að segja flugbingó eins og hjá vinum okkar Cebu Pacific í fyrra. Allt gekk svo skelfilega vel og án nokkurra erfiðleika svifum við gegnum innríkjun í Curacao, upp í leigara og þvert yfir eyjuna til höfuðborgarinnar Williamsburg. Það var meira að segja ekki laust við að við fyndum til lotningar þegar við börðum höfuðstaðinn augum en hann er allur hinn hollenskasti í ásýnd og virkaði eins og upplýst göngugata í Amsterdam þar sem við horfðum á dýrðina ofan af risavaxinni brú sem lá yfir skipaskurð sem er lífæð borgarinnar. Þetta var sko ekkert Surtseyjarfrat. Það hlakkaði í okkur af gleði og okkar sjóræningjahjörtu bættu við sig nokkrum slögum af spenningi.


Götumynd

Við höfðum tekið smá nískukast þegar við bókuðum hótel og niðurstaðan var dálítið eftir því. Við bjuggum á spilavíti fyrir innfædda sem var harla gettó. Tékkinn tókst eftir smá vesen en þar sem við gengum eftir ganginum okkar á leið inn á herbergi varð ljóst að ekki var allt með felldu. Í einu herberginu var gjörsamlega sturlað fyllerí, svona eitthvað fear and loathing in Curacao. Við vorum svangir og þyrstir svo við létum þetta ekki á okkur fá og hentum af okkur draslinu og fórum út í leit að mat. Við átum á rammhollenskum bar rammhollenskan mat sem við skoluðum niður með hinum rammhollenska Heineken. Við vorum samt ekki það sprækir að neitt verulegt framhald yrði á svo við röltum bara aðeins um og svo heim að sofa svona um eittleytið. Á hótelinu var hinsvegar partíið mikla búið að leysast upp í eitthvað algjört helvítis rugl. Við sáum aðeins inn í herbergið þegar við löbbuðum framhjá og sýndist þetta var svona 5 til 6 innfæddir sem voru þarna í rokkinu. Öskur, hlátur, kynlífsstunur og skaðræðisvein hljómuðu fram eftir nóttu og Óli var orðinn sannfærður um að það væri verið að taka upp snuffmynd. Þetta var satt að segja frekar truflandi en loftræstingin var líka rosalega hávær og léleg svo vélahljóðin úr henni drekktu mestu snuffmyndaóhljóðunum. Við sofnuðum út frá æluhljóðum í nágrönnum frammi á gangi og svifum inn í draumlandi þar sem við spiluðum líffærapóker með Bundy, Berkovic og Sóley. Ekki góðir draumar.


Óli skópar bjórinn hans Hugo

Við vöknuðum rétt fyrir hádegi og snuffið var búið. Við skelltum okkur því rakleiðis út að skoða pleisið í dagsljósi. Curacao er ansi flottur staður. Borgin er byggð upp kringum þrælasölu Hollendinga og er næstum kjánalega hollensk að sjá þar hún dobblar sem trópísk paradís. Í gegnum miðbæinn miðjan liggur risastór skipaskurður með siglanlegri göngubrú og reglulega krúsa tröllvaxin skip þarna í gegn eins og að ekkert sé sjálfsagðara. Hinumegin á eyjunni er svo ógeðlega stór olíuhreinsunarstöð þar sem Hugó karlinn fær að hreinsa sína Venezuelsku olíu. Þegar við segjum stór þá meinum við á stærð við Ísafjörð og gaseldar og læti láta þetta ómussumonjúment líta út eins og senu út úr Bladerunner. Þetta pirrar þó engan og allir virðast bara vera vinir. Fólkið talar líka hollensku mest megnis og þeir sem eru ekki innfæddir virðast flestir hollenskir ferðamenn. Hitinn er harla kæfandi svo maður þarf að vökva sig reglulega en það er lítið mál þannig séð þótt bjór sé á hollenskum verðum. Við löbbuðum miðborgina fram og tilbaka með reglulegum pitstoppum áður en við duttum í kvöldmat á svona karabíahafsútgáfunni af sjávarréttakjallaranum. Eftir mat var ákveðið að taka stutt bón á hótelinu og kíkja svo aðeins á lífið. Okkur til skelfingar var snuffpartíið farið aftur í gangi þótt eitthvað vantaði upp á eljusemi gærkvöldsins. Jæja, það getur verið erfitt að hafa það gaman en þetta fólk tilheyrði klárlega einhverjum menningarafkima. Við kíktum út í smá tjútt en allt lokaði á slaginu 2 svo við heim í kreisinessið og að sofa.


sjammón!

Næsti dagur var meiri landkönnun auk þess sem við tókum dágóðan skurk í ritstörfum. Áður en við vissum af höfðu þrjár hvítvín dottið í okkur og við orðnir rallhálfir. Við reyndum því bara að gera það besta úr stöðunni og eftir að hafa borðað súrinamskan mat með meira hvítvíni gerðum við alvöru atlögu að skemmtanalífi Curaco með afbragðs árangri. Klukkan hálf fimm skriðum við inn á Hótelið okkar, sem við gælunefndum Hostel 3, og steinrotuðumst. Dagurinn eftir var okkur nokkuð þungbær af eðlilegum orsökum en við notuðum daginn í að skoða hvað væri næst á dagskrá. Okkur til hryllings kom í ljós að flugmöguleikar voru takmarkaðir og bara dýrar lausnir í boði. Við ákváðum að næsta múf væri að fljúga með FlæDæ til Panama og taka smá borgarchill þar. Hinsvegar gekk illa að bóka farið þar sem vefurinn hjá FlæDæ var bilaður, krassaði í sífellu. Næsta flug var eftir 3 daga svo við ákváðum að ekkert væri annað að gera en að chilla hér um stund og reyna þá að njóta lífsins á meðan. Við pöntuðum okkur því bara aðeins flottara hótel og settum okkur í island life gírinn. Jepp, að chilla eins og múrmeldýr í valíumóverdósi á huggulegri strönd var málið. Við settum strax í fyrsta gír en það virtist líka vera þemað á Curacao þennan daginn. Það var sunnudagur og hann er tekinn sem háheilagt letikast hérna. Ekkert var opið nema einn hollenskur pöbb og sjávaréttakjallarinn syðri. Við sátum og drukkum hvítvín og horfðum á skipin frameftir kvöldi meðan við ræddum hvað Curacao væri miklu betur heppnað pleis en Surtsey. Segðu svo að ekkert gott komi úr þrælasölu.


Skipamynd

Næsti dagur hófst á flutningum. Við höfðum bókað stórglæsilega resortu sem var byggð gjörsamlega ofaná gamla hafnarvirki borgarinnar. Götumynd smötumynd. Enginn kreisí Ólafur Eff hér og þetta var mjög smekklegt. Við kvöddum Hostel 3 með engum söknuði og röltum okkur með töskurnar yfir göngubrúnna á skipaskurðinum í steikjandi morgunsólinni og beint í 5 stjörnu lúxusfaðmlag Renissance resort. Þetta var hreinlega æði. Loftkælingin svívirkaði, enginn að drepa eða limlesta neinn og gjörsamlega geðveikt flott gerviströnd til að liggja í leti eins og Freyja Dís Númadóttir . Allt var bara osom og við létum mænukylfuna um stjórnina meðan við bökuðumst eins og pylsur á select bensínstöð. Þegar framheilinn rak upp ofþurrkunarvein var honum svarað með deyfandi pina colada en annars var bara ekki hlustað á frekjuna í honum. Góður dagur en tíðindalítill.


Tjillreiturinn

Við sváfum vel og lengi. Sennilega sefur maður betur þegar maður hefur ekki áhyggjur af ofbeldiskynlífssársaukaveinum í sínu nánasta nágrenni. Við fengum okkur morgunmat við laugina og héldum áfram uppteknum hætti við að gera ekkert af viti. Við urðum þó frá að hverfa eftir nokkra tíma þar sem augljóst var að okkar hvítu gærur meikuðu ekki meira. Jæja, stjórnin aftur til framheila og eftir stutta bónun var splæst í hvítvín og upphófst dálítið sull. Klukkan þrjú um nóttina sátum við enn við menningarstörf á pínulitlum skrítnum bar með norskum homma og nokkrum innfæddum. Umræðurnar snérust um skandínavíska lífsýn og hennar talsmaður var homma nossarinn og einhver flugþjónn sem var vinur hans. Við og tveir innfæddir vorum hinsvegar gjörsamlega á móti og töluðum máli Kambódíu af krafti. Innfæddu voru samt eiginlega bara á móti öllu ríku svo þeir fylgdu okkur að máli af litlum skilningi. Þetta voru þó allt mjög hressar umræður og mikið hlegið. Við ákváðum að kalla þetta kvöld þegar norski homminn og flugþjónninn fóru eitthvað að innsigla sitt bandalag af innileika.


Island life

Síðasti dagurinn í Curacao var meira af hinu sama. Við chilluðum við ofurlaugina með wifigræjur. Net, sólbað og trópískir kokteilar. Þetta er sennilega hálf ánetjandi stöff. Heilinn bara hættir að gera neitt flókið og fer í eitthvað svona screen saver mode. Jæja, eitraðir af afslappelsi og í einhverju letimóki rann upp fyrir okkur að svona liði sennilega mussunni alltaf. Ekkert að hugsa bara speisa og liggja eins og hasssósaður rostungur við vök. Fokk, við rifum okkur upp og reyndum að tala um peninga, bankahrun og íslensk stjórnmál til að fá kvíðatengt adrenalín til að svæla mussumókið af okkur. Með smá romm í kók boozti tókst ætlunarverkið en óþægilegt var það. Við vorum sammála að þarna hefði hurð skollið nærri hælum. Mussan er afrakstur hugsunarleysis og leti eins og fíkniefnaneytendur eru afrakstur þessa að sprauta í skrokkinn eitri til að fokka upp hausnum. Úff, við gengum hálf taugaveiklaðir um bæinn í leit að leið til að ná aftur fullri meðvitund. Við ákváðum að skella okkur á safn til að örva heilastarfsemina en Curacao skartar voðalega fínu þrælasafni svo við þangað. Klukkutíma síðar stóðum við aftur úti í steikjandi hitanum algjörlega agndofa eftir þetta ruglaða safn. Við höfðum upphaflega haldið að þetta væri bara svona smá show til að espa upp hvíta sektarkennd en nei hér var eitthvað allt annað uppi á teningnum. Þetta var svona afro-centrism safn þar sem því var blákalt haldið fram að helstu menningarþjóðir mannkynssögunar hefðu verið bleksvartar. Persar voru svartir, egyptar voru svartir og meira að segja gyðingar voru víst svartir. Ekki bara það heldur var allskonar þvælu haldið fram um afrísk stórveldi sögunnar og þann óskaplega menningararf sem þau áttu að hafa gefið af sér en hvíti maðurinn (sem virðist hafa haft það eitt að leiðarljósi að klekkja á þeim svarta með allskonar bellibrögðum) stal og þóttist sjálfur hafa fundið upp. Hrottafengnir, undirförlir hugverkaþjófar sem sagt þessir hvítu. Þrælahluti safnsins var þó áhugaverður og ljóst að farið var harla illa með þessi grey og sennilega oft af óþörfu. Óli heimtaði að fá að blása út um sögufölsunina og úr varð að taka hvítvínspitstopp við skipaskurðinn og ræða þessa mögnuðu sögufölsun sem þarna var borin á torg. Við ákváðum þó að vera ekki mjög lengi úti þar sem framundan var ferðadagur. Eftir þetta megachill í Curacao þurfum við að koma okkur í aðeins meira action. Við ætlum því strax á morgun í gullnafla fyrrum spænsku nýlenda þar sem fjármálaóreiða og ómussulegt mentalítet hefur blómstrað í 600 ár. Ef það er einhver staður fyrir tvo leitandi sjóræningja þá er það skýjakljúfaborgin Panama. Vamos !!!!


Dancing queen only seventeen?


Þrælgrannur

7 Comments

  1. Pingback: vioglichfu.7m.pl

  2. Pingback: over the counter viagra

  3. Pingback: generic viagra online pharmacy

  4. Pingback: cialis 20mg

  5. Pingback: tadalafil 5mg

  6. Pingback: viagra for sale

Leave a Reply