Take me down to Panama city where the hats are white and the ditch is pretty
Take me down to Panama city where the hats are white and the ditch is pretty

Take me down to Panama city where the hats are white and the ditch is pretty


Hlunk Force One

Við stóðum í flugstöðinni á Curacaoflugvelli og klóruðum okkur í hausnum. Flugvöllurinn var tómur, fyrir utan staffið, og eina vélin á skrá til brottfarar var Flæ-Dæ vélin okkar til Panama. Við vorum hálf stressaðir enda Flæ-dæ pínulítið flugfélagagrey sem er nýbyrjað að fljúga til Panama. Staffið var hætt að vinna og sat mæðulega og beið eftir einhverju. Svona hálftíma fyrir brottför kom Flæ-dæ starfskvenndi til okkar og tilkynnti okkur að upp væri komin sérkennileg staða. Við værum einu farþegarnir í vélinni svo það yrði smá seinkun á öllu en hún myndi svo bara hóa í okkur og græja dæmið þegar það að kæmi. Þetta reyndist langskrýtnasta flug sem við höfum farið í. Við sátum einir í hundrað manna flugvél, með tvo flugþjóna og einum svona air-marshal sem verður sennilega að vera í öllum flugum. Meira að segja flugmennirnir komu báðir að skoða tómu vélina og flissuðu af öllu saman. Síðasta vél frá Saigon 75 var pakkaðri en þetta. Í Panama komu svo töskurnar okkar tvær siglandi á risa færibandi og þetta var allt hið súrelaískasta. Jafnvel bruðlkóngurinn Jón Ásgeir flýgur ekki í 100 manna einkaþotum og þótt þetta hafi verið dýrasta flug ferðarinnar (40000 íslenskar leirkrónur) þá var þetta alveg þessi virði í skringileika einum saman. Jæja, komnir til Panama og það með flugstælafactor sem yfirleitt er geymdur fyrir allra ruglaðasta nýríkishyskið.


Remax og rotþró

Við hoppuðum uppí rottu og brunuðum til borgarinnar. Allt umhverfi var hið trópískasta og svo ólíkt suðurnesjum að um okkur fór vellíðunarhrollur. Hótelið okkar reyndst þó vera í hálfgettói en sjálf skipulagseiningin var hin glæsilegsta og montaði sig af því að vera sérstaklega vistvænt hótel – hvernig svo sem kann að standa á því. Fæn en aðallega bara ódýrt miðað við margt annað þarna. Við fengum okkur einn bjór og sígó á hóteltröppunum fyrir háttinn áður enn við liðum inni í draumalandið þar sem við spörkuðum Obama útúr air force one til að fá almennilegt pláss.


101 Panama

Næsti dagur var dagur landkönnunnar. Við byrjuðum á að skella okkur í gamla bæinn, sem er samt eiginlega nýrri en elsti bærinn en sá varð fyrir sjóræningjatöffaranum Henry Morgan (sem kaptein Morgan rommið heitir eftir, svona rauðklæddur skeggjaður gaur með sverð og skælbrosandi ef eitthvað er að marka fígúruna á flöskunni). Hann brenndi bæinn og var með talsverðan yfirgang svo að spánverjanir ákváðu bara að byrja upp á nýtt og skelltu þessum nýja gamla bæ niður. Ekki galið að byrja svona aftur frá grunni og t.d. væri tyrkjaránið sennileg algjört success story ef Eyjamenn hefðu pakkað saman og flutt á meginlandið. Spáðu í því, engir ruglaðir eyjapeyjar, enginn Árni Johnsen og engin helvítis rugl þjóðhátíð. Það hefði verið osom að losna við þessa þjóðernisgróðrastíu og frjósamasta akur þroskaheftra stjórnmálamanna utan skagafjarðar.


Óróaseggurinn og frelsishetjan Simon Bolivar

Nýi gamli bærinn var samt bara svona mátulega spennandi með eitthvað svona braselískt gettó í einum kantinum og virtist sem svo að menn hefðu aldrei alveg klárað uppbyggingarverkið þótt liðin væru 500 ár frá því að Kafteinninn var að bögga þá. Við skelltum okkur því bara í nýja bæinn að skoða en hann er svona skýjakljúfapparat og allur með mjög amrísku sniði. Við tókum örugglega 15 km göngu gegnum brennandi miðbaugssólina í mengunarskýi meðan við möppuðum staðinn. Hér hefur klárlega verið tekinn dos mille siete fasteignabóla með lauk, sinnepi og remúlaði og ansi mikið af hálfkláruðum skýjaklúfum sem bíða þess að vera fylltir með jakkafatapakki. Þarna er nú samt nokkur velmegun og borgin er skárri en margt sem við höfum skoðað áður. Það er á margan hátt ágætt að vera þarna og Panamabúar bara ljómandi fólk og mjög málgefið – sérstaklega ef þeir tala ensku. Kíktum stuttlega heim á hótel þar sem Óli tók þriðju sturtu ferðarinnar áður enn við skelltum okkur á einhvern gleðireit kenndan við Urugvæ. Baldi snæddi þar lambakjöt sem hann fullyrti að hlyti að vera útflutt íslenskt því óhugsandi væri með öllu að jafngott kjöt kæmi frá öðrum stað en basaltskerinu á 66 gráðum norður. Við kíktum svo aðeins út á lífið áður en við rúlluðum heim á hótel þar sem við í bandalagi við rauðklæddan kaptein Morgan brenndum Vestmannaeyjar, öllum til hagsbóta – en bara í draumalandinu.


Hattagleði

Við vorum hálfslappir daginn eftir enda búnir að vera ofvirkari en íþróttaálfurinn án rítalínsskammtsins síns í landkönnun daginn áður. Við kíktum aðeins í eitthvað spilavíti en leiddist svo við fórum fljótlega bara aftur heim, átum eitthvað innlent gröbb og fórum bara snemma að sofa. Ekki hægt að vera íþróttaálfslandkönnuður alla daga. Nauðsynlegt að hlaða stundum smá. Daginn eftir vorum við aftur komnir í álfastuðið svo við fórum að skoða panamaskurðinn. Topp skurður það. Við skoðuðum líka skurð safn sem var ágætt líka. Hvers má svo sem vænta af skurði svona áhugasviðslega séð? Eftir skurð hoppuðum við uppí leigubíl og brunuðum út á einhvern manngerðan tanga sem kallasta Amador Causeway. Þetta átti að vera eitthvað algjört æði. En í öllu þessu bralli gerðist undur og stórmerki sem endurreistu að einhverju leiti trú okkar á mannkyninu, sem mussan hefur mjatlað undan síðastliðin ár eins og tyrkjaher að klóra í veggi Konstantínoble. Fljótlega eftir að við komum á Amador tók Baldi eftir að myndvélin hans var horfin. Fokk. Við stóðum agndofa um stund. Sennilega hafði hún dottið úr vasa hans í leigubílnum en þeir skipta örugglega þúsundum hér. Svo gerist hið ótrúlega. Við fundum leigubílstjórann þar sem hann var að rúnta um pleisið að leita að okkur með myndavélina. Vélin kostar ca 600 dollara sem eru örugglega mánaðarlaun hérna en okkar maður, sem leit út eins og gulltennt rúsína og var svo lítill að hann náði varla upp í stýrið á 15 ára gömlu japönsku demparalausu druslunni sinni hafði leitað að okkur í svona 20 mínútur og rétti okkur nú gripinn skælbrosandi svo vel sást hvað þessi elska hafði vanrækt tannhirðu sína síðustu áratugina. Það leið næstum yfir okkur af sælu. Við gáfum rúsinunni smá pening í fundarlaun og Óli hneigði sig fyrir honum. Okkur vantar svona fólk á Íslandi og gulltennta rúsínan væri t.d. örugglega betri innanríkisráðherra en Ömmi. Hugmyndin að bjóðast til að eiga hann og flytja norður kom hinsvegar of seint og okkar maður var brunaður burtu. Í sæluvímu og með endurreista trú á tegundinni settumst við á bar og fórum að horfa á úrslitaleikinn í Copa America þar sem gvæin tvö, úrú og para áttust við upp á dolluna.


Baldi íhugar verkfræðistórvirki (skurður í bakgrunn)

Eftir leik var Óli í skýunum. Hans gvæ hafi unnið og með því staðfest spádómsgáfu hans svo nú skuldaði Gummi vinur hans honum fansí rommflösku. Jai Hó! Amadorið var samt ekki mjög spennandi til lengdar svo við beiluðum aftur í bæinn þar sem Óli heimtaði að fara á gleðireitinn kenndan við Úrugvæ en það var einmitt gvæið sem hann hafði unnið á. Við fundum líbanska veitingastaðinn Azure og tókum til óspillta málanna að halda uppá. Úr varð matur, hukapípa og flóðbylgja af vodka tónikk til að brynja okkur gegn vánni. Það voru ekki margir staðir opnir svo þegar Azure lokaði á miðnætti fórum við á einhvern kúbanskan útistað þar sem við vorum einu kúnnarnir fyrir utan slatta af spænskumælandi mansölum sem blikkuðu okkur í sífellu og kölluðu Hóla af og til til að reyna að ná athygli okkar. Svo sem smá egóboozt að láta einhverjar stelpur góla á sig en samt aðalega bara vandræðalegt. Við ákváðum að nóg væri komið af haldi upp á og fórum heim í háttinn og innan skamms liðum við inn í draumalandið þar sem Sóley kenndi okkur spænsku klædd í ekkert nema Uruguvæska landsliðsbúninginn.

Næsti dagur var ekki mjög tíðindamikill. Við vöknuðum seint og illa en skelltum okkur samt niðrí bæ í smá spók. Sennilega var hellingur að sjá í viðbót en við vorum ekki í stuði. Við settumst í lobbíið með smá bjór og ritstörfuðumst auk þess sem við græjuðum brottför daginn eftir. Planið var að fara í eitthvað allt annað og Bocas del Toro, eyjaklasi sem tilheyrir Panama Karabískahafsmegin, virtist vera málið. Eftir svona stórborgarstreð væri gott að chilla eins og sjóræningi í hressri paradís. Panamaborg hafði verið stórfínn leikvangur að æfa sig á en sennilega eru ræningjarnir þarna af Remax gerð og það viljum við ekkert hafa með að gera. Eftir alla græjun liðum við útaf og sváfum svefni hinna sönnu sjóræningja þar sem Gummi vinur Óla var látinn ganga plankann eftir að hafa reynt að skorast undan greiðslu á rommlíternum góða.

Leave a Reply