Múslimarnir eiga ennþá sinn tvíturn
Við urðum fyrir talsverðum vonbrigðum þegar við stigum út úr flugvélinni og stóðum á heimavelli og aðalhreiðri vina okkar í Air Asia. Við höfðum svo sem barið þennan heimavöll þeirra augum áður en væri maður ekki alltaf jafn hissa ef td Óli grís og sú babýlónska byggju í einhverju breiðhyltsku gettói ? Við húkkuðum sjúskaðan taxta og við tók hin hefðbundna peningaplokksferð frá flugvelli til siðmenningar. Það verður þó að segjast að við hefðum alveg eins geta verið að rúlla frá flugvellinum í Orlandó. Vegakerfið virðist hafa verið keypti í einhverskonar pakkadíl frá Kanaveldi og líkist á engan hátt malbiksskipulagsklessunni í Jakarta. Þeir eru augljóslega pínu sneddí hér þessir Mallar og hafa klárlega haft vit á því að draga upp veskið til að forðast að Kúala yrði skipulagschernobyl ala Jakarta. Þar sem við tjúttuðum áfram í leigubíl af ókunnu malasísku bílamerki og störðum hugfangnir á sjóndeildahringinn lýsast upp af glæsilegum úthverfum Kúala birtist okkur skyndilega hinn undarlegi dúalismi Malasískrar tilveru. Hér virðist allt vera tipp topp en svo er að sama skapi ákaflega mikið bannað – m.a. var skilti í bílnum sem tilgreindi að þarna væri bannað að kyssast.
Einhver ósáttur við fjarkann
Gone native
Eftir að við höfðum tékkað inn á hótelið, geysimikinn og voldugan turn í nafla Kúala, vorum við hungraðir í mat og menningu eins og Jésú eftir djöflahittinginn í eyðimörkinni forðum. Það reyndist lítið mál að finna smá tjútt í þessari rammmúslímsku borg og yfir long island ice tea og múslímavænu gröbbi ræddum við hvað þetta væri allt auðvelt og ólíkt steinsteypufrumskóginum sem við vorum að koma úr. Það var ekki laust við að við værum pínu tortryggnir útí léttleikan. Af hverju eru þessir mallar svona miklu chillaðri og allt umhverfið notendavænna en hjá indunum í suðri þar sem allt virðist bara vera í ruglinu? Hér er bara allt í súper gúddi, allir í góðri sátt við Allah og ekkert að kyssast í bílum eða þannig rugl og svo er þetta auðvitað heimili hins stórkostlega Tigah bjórs sem er fyrir bjór það sem Kóraninn er sem bók. Allt stuð skall í lás á slaginu eitt og við siluðumst heim í turn uppfullir af „of gott til að vera satt“ ofsóknarbrjálæði. Meðvitundin fjaraði út og í draumalandinu leiddum við herskara bjórmúslima í krossferð til að útrýma villuöli úr búðarhillum vesturins og gera leiða massana í skilning um yfirburði hins eina sanna bjórs. Já Hann er mikill og Hann drekkur bara Tigah !
Jú þetta er ansi töff fáni
Morguninn eftir biðum við ekki boðanna og rukum út að skoða Kúala í dagsljósi. Þetta er alveg megafín borg og eiginlega ekki asísk að sjá – fyrir utan þá augljósu staðreynd að þeir sem þarna búa eru allir asíubúar. Jepp, Kúala er mikill kokteill svona þjóðflokkalega séð. Þrír hópar eru stærstir. Mallarnir sjálfir eru svo fáir að þeir fluttu inn helling af Indverjum og Kínverjum enda nóg til af þannig. Fyrir vikið þurftu mallarnir að vera þolinmóðir og láta vera að höggva hendur og hausa ef einhver missteig sig gagnvart kóraninum. Niðurstaðan er stórglæsilegt og þægilegt samfélag þar sem allir fá að bralla sitt þó svo mennirnir með bjúgsverðin séu líklega ekki lang undan ef einhver fer yfir strikið. Við gengum alla miðborgina fram og tilbaka og eftir kvöldmat létum við vaða á indverskan bollywoodþemaðan klúbb sem virkaði ákaflega hress. Þetta reyndist feilsport og við hrökkluðumst út með snert af menningareitrun. Indverjarnir fíla ekki neina boðflennur í indverskþemað tjútt og þó þeir henntu okkur svo sem ekki út þá vorum hvítir hrafnar á hrafnaþingi svo áður en að á reyndi létum við þennan menningarafkima lönd og leið og skelltum okkur bara í hefðbundið mallatjútt með Tigah og horfðum á 3ja sætisleikinn í makindum okkar.
Næsti dagur var jafnframt okkar næstsíðasti í þessari ferð. Það sótti á okkur nokkur kvíði. Aftur á helvítis heimskautaskerið úr þessari tigahsósuðu trópísku paradís? Við ákváðum að taka faglega nálgun á daginn og fórum í mjög pró túristainfó og öfluðum gagna. Með ferðamannakort og allskonar bæklinga óðum við milli ferðamannagildra þar við á endanum fundum Mangó square þeirra Kúalabúa. Þetta er magnað – það eiga allir sitt mangó square. Eftir smá tigah og fótboltaupphitnarchill skelltum við okkur á indverskan stað og hökkuðum í okkur malasískt lamb sem samkvæmt samdóma áliti okkar var engu síðra til átu en meint íslensk ofurlömb. Já, take that Guðni. Við eyddum ljósaskiptunum á mangó square-inu súpandi tigah (sem er bókstaflega allstaðar fáanlegur) og ritandi atburði líðandi stundar fyrir ferðsögugerð. Þetta er alveg topp borg og það gengur allt svo ofboðslega vel. Allir eru vinir, enginn mundar bjúgsverð í ósætti, og þótt það megi ekki kyssast í bíl þá blómstrar ástin við svona frábær skilyrði og um göturnar vappa skælbrosandi mallastrákar í skræpóttum skeitarafötum með búrkaklæddar skvísurnar sínar upp á arminn. Slæður trufla bara ekkert brall og svo hlýtur að vera kostur að stelpan þarf ekki að spyrja endalaust hvernig hún líti út í hinu eða þessu eða hvort hún virki feit í þessu? Neibb – sniðug svona búrka enda Mummi óskeikull í tískumálum eins og öðru. Við röltum heim um miðnætti og náðum í smá mallasjónvarp þar sem búrkuklæddar möllur ræddu hvernig best væri að verða champion at work. Já, einfaldan smekk og metnaðarfullar í starfi langt umfram Sóleyjar vestursins. Jai Hó !
Grubleit
Grub og tigah boozt
Síðasti dagur ferðarinnar var dagur trega og vantrú. Við trúðum ekki að okkar hinnsti dagur væri að renna upp. Við gengum niðurlútir um göturnar og Óli leitaði í sífellu að malasískum fána en án árangurs. Úrslitaleikur HM var um kvöldið og borgin öll bar þess skýrlega merki. Allir voru skyndilega orðnir brjálaðir fótboltaaðdáendur og ekki væri ofsögum sagt að í Kúala ríkti fótboltafár. Við ákvaðum á láta galdra tigah crystal slá á heimfarakvíðann. Eftir halal-lambadinner og nóaflóð af tigah sátum við og störðum á risavaxið tjald þar sem spánverjar og hollendingar kepptu um hverjir væru bestir í fótbolta. Þrátt fyrir áköll Óla til Kúaguða um lán og knattlukku fyrir hollendinga varð raunin sú að spánverjar höfðu betur og úr varð heljarinnar fögnuður í svo sem hálftíma eða þar til mennirnir með bjúgsverðin tóku að sýna þessari boltakyntu gleði áhuga en þá datt allt í dúnalogn. Þeir höfðu litið í hina áttina meðan leikar stóðu sem hæst og tigah-inn flæddi sem frjálsast en núna var víðsýnin búin svo allir heim í háttinn. Óli var ákaflega ósáttur við lífið og tilveruna og bölvaði kúaguðum Indverjanna í sand og ösku. Hann hafði beðið eftir öllum kúnstarinnar reglum, í allar höfuðáttirnar og með massa af reykelsum en án árangurs. Baldi benti Óla á að sennilega hefði hann bara verið að biðja til vitlaus kúaguðs og fyrir vikið gert alvöru fótboltaguðinn enn reiðari og þannig hugsanlega orsakað tapið. Skipt var um umræðuefni enda orðið aðkallandi að komast heim. Þótt Kúala sé í alla staði hin fínasta þá er líklegast ekki mjög smart að vera neitt að storka þolinmæði bjúgsverðlinga enda þykir hér td. sjálfsagt að taka eiturlyfjasmyglara af lífi og af og til fýkur hendi eða haus þegar einhver fer yfir strikið í kæruleysi gagnvart boðskap Kóransins. Það var því bara eitt eftir, að fara heim í turn og láta meðvitundina fjara út og mæta örlögum morgundagsins með ískaldri yfirvegun arabíu Lárensar.
Heiðinginn að undirbúa blót
Fótboltabænir
Við vöknuðum frekar slappir og vankaðir. Spámannsolían Tigah hafði vissulega smurt miðtaugakerfið vel fyrir fótboltagláp en eftir svona dekur og eftirlátsemi var taugamassinn orðinn alltof góðu vanur og með stæla. Við vorum því í fyrsta gír meðan við pökkuðum um morguninn og morgunverðurinn var borðaður þegjandi með sólgleraugu til að hylja heiminn frá helstu útstöðvum óstýriláta stjórnkerfisins. Baldi muldraði í sífellu að hann ætti bara að vera eftir. Af hverju ætti einhver að fara viljandi frá svona trópískri paradís þar sem hinn eini sanni bjór Spámannsins flæðir úr hverjum krana og menningarmismunarþolinmæði fólksins er langt umfram VG besserwisserfasistana sem eru í bílstjórasætinu á heimskautaskerinu sem stefnan er núna á? Líklegast var það vegna óþekktar hins fordekraða miðtaugakerfis í sínum tigah fráhvörfum en saltvatn (linka við teardrop ??) byrjaði að leka úr miðtaugakerfisútstöðvunum og útundan dökkum sólgleraugunum hjá báðum ferðalöngunum. Framundan var ekkert nema svipuganga fleiri þúsund kílómetra á beinfrosið basaltsker á heimskautsbaugi. Eitt ár í viðbót við helvískar aðstæður, helvískt veðurfar og undir stjórn allra þeirra helvísku VG-Sóleyja sem ein svona eyja getur borið. Gráturinn breyttist í ekka. Maður getur svo sem farið í kraftgalla og ljós og reynt að meika það milli ára án verulegs sársauka. Hitt er annað mál að Sarte hafði líklegast rétt fyrir sér þegar hann sagði að helvíti væri annað fólk – amk þegar þeir eru hræðilegar stjórnsamar mussur. Örlög næstu mánaðar virtust ráðin en ferðalangarnir sammæltust klökkum rómi um að leita aftur paradísar að ári. Leigubíll renndi upp að turninum sem markaði upphafið að endalokunum. Tárvotir en með yfirbragði hinnar sönnu klassísku hetju settust ferðalangarnir inn í grútskítugan leigubílinn og bak við sólgleraugun slokknaði lífsneystinn í augunum – í bili.
Þin verður saknað þú mikli mjöður :|
Kveðjustund
Bjórklám