Gula hættan
Gula hættan

Gula hættan

tiger.jpg

Eftir ár á eldfjallaeynni innan um skelfda eyjaskeggja hyggja Blammó og Óli aftur á mannfræðirannsóknir í austri.  Í kjölfar ævintýra síðasta sumars er ekki laust við að mesti þjóðrembingurinn hafi verið særður úr þessum tveim eirðarlausu eyjaskeggjum og að sama skapi hefur virðingin fyrir hinum lúsiðnu Nömum og Kömbum farið sívaxandi eftir sem lexíur síðustu ferðar hafa verið ræddar.  Þarna í austri fara menn ekkert úr gír þó að hagkerfið leggist á hliðina eða VG-pakkið missi sig í smá þjóðarmorð.  Ónei, stilling og vinnusemi eru ávallt í heiðri höfð og ef maður hefur svona rúmmetra til að hrúga niður skrokknum á til að lúlla og 10 mín á dag til að núðla sig þá smæla menn bara framan í heiminn. En hér á Eldfjallaeynni er ástandið eins og í apabúrinu í Blómavali forðum.  Allt kolvitlaust og öll hjörðin gargandi af ótta við að bananastreymið gæti minnkað eitthvað aðeins.  Því hafa Blammó og Óli verið að furða sig á því af hverju þeir eru ekki gulir…
 
Hvernig stendur á því að þetta frábæra fólk þarna í austri hefur ekki rölt sér í vestur og tekið stöffið af þessum stressuðu hvítu letingjum?  Hugmyndin hefur vissulega komið upp af og til en einhvern veginn hefur þetta ekki lukkast.  Atli Húnakonungur spreytti sig manna fyrstur en hann fékk svo blóðnasir í brúðkaupinu sínu og drukknaði úr þeim í ölæði.  Nokkuð löngu seinna tóku Mongólar á sig rögg og lögðu undir sig Evrópu allt að Ungverjalandi en hættu svo við að klára dæmið, kannski eftir að hafa kynnst innfæddum betur, eða þá að hrísgrjónin hafi verið búin og Móngólar borða svo ekkert fransbrauð.  Timur halti var svo í startholunum á því að rúlla yfir Evrópu en hætti við á síðustu stundu og snér í austur, sennilega hefur hann ekki nennt að eiga við apahjörðina frekar en Mongólarnir.
 
Ferðin í ár er því mannfræðiferð til að kafa í hvað það var sem komið hefur í veg fyrir að apahjörðin hafi verið tamin af gulu hættunni í austri.  Hvernig getur staðið á því að við höfum fengið að sitja á okkar útkjálkaheimsálfu í friði og malla okkar Levis-pepsílífstíl í friði fyrir þessu yfirburðafólki?  Og hvert fer maður til að skoða menningarárekstra apahjarðarinnar og gulu hættunnar?  Nú, sannir mannfræðiáhugamenn finna auðvitað ekki upp hjólið sjálfir heldur feta í fótspor Macro Polo, til Kína, þar sem vestrænir menn reyndu öldum saman að eitra samfélög asíuþjóðanna með glitrandi perlum og tilgangslausum neysluvarningi.  Og hvar í kína mætist austur og vestur meira en í Hong Kong þar sem lægsti samnefnari apaþjóðflokksins, Tjallar, réðu ríkjum í hundrað ár.  Já ef það er til gott svar við af hverju Blammó og Óli eru ekki gulir þá er þetta örugglega besti byrjunarreiturinn, svo við þangað.

Leave a Reply