Cebu Cebu mín von og trú
Cebu Cebu mín von og trú

Cebu Cebu mín von og trú

IMG_0083.jpg
Paradise lost

Flugið til Cebu var tíðindalítið nema að haldið var flugvélabingó við mikinn fögnuð innfæddra.  Þetta er víst fastur og ómissandi liður i Cebu Pacific heildarupplifunninni og þegar fluffan tilkynnti að nú væri gleðin að byrja klöppuðu allir skælbrosandi.  Í vinning voru þrír pokar merktir einhverju lyfjafyrirtæki.  Við unnum ekkert en pokarnir vöktu ómælda hamingju hjá sigurvegurunum.  Snjallir þessir flippar hjá Cebu pacific, bingo í staðinn fyrir sjónvarpskerfi og allir alsælir með fyrirkomulagið.  Já, nægjusemi er dyggð.  Annars var þetta lítið erfiðara en að fljúga til Akureyrar.  Þegar á hólminn var komið voru við nokkuð spenntir þar sem við höfðum blætt duglega í hótel hér (75 dollah) og því urðu vonbrigðin að sama skapi allnokkur þegar í ljós kom að hótelið var bara plat og rusl.  Þetta er 40 hæða turn i miðborg Cebu og átti að vera prýddur öllum hugsanlegum lifsgæðum ss. sundlaug og alles.  Við ætluðum að negra okkur þarna i afslappelse og borða mangó við laugina en það var sko ekki að fara að gerast.  Sundlaugin var á stærð við meðal dos mille sjette góðærisbaðker og stútfull af trylltum ótillitssömum japönskum börnum.  Maður gæti auðvitað borðað mangó á bakkanum þrátt fyrir krakkana en fyrir þetta 340 herbergja hótel hafði verið metið sem nóg að hafa 5 sólstóla.  En hey, við vorum í paradís !  Þar hlýtur að vera einhver ómetanlegt náttúruperluströnd til að koma í staðinn fyrir sundlaugaklikkið. Jú laukrétt en það tekur 90 mín með leigara aðra leið á ströndina.  Æ, fokk. Við völsuðum frekar fúlir út um kvöldið að leita að mat en komust fljótlega að því að ALLIR matsölustaðirnir í miðbænum eru bandarískt hraðfæði.  Það er þó kannski ekki alveg rétt því brallandi flippar hafa líka komið upp götugrillum hér og þar en kjötið er svo mikið beint frá einhverskonar bónda að við lögðum ekki í það.  Eftir langa leit varð niðurstaðan að borða á hótelinu í kínverskt þemuðu mötuneyti með her ráðstefnugesta frá Pfizer.  Ekki mikil paradís hingað til.  Við leituðum því á náðir Véfréttarinnar sem bara fullyrti framan í opið smettið á okkur að Cebu væri víst frábær borg.  Hér eru 9 háskólar með miklu menntatjútti og aftur var fullyrt að þetta væri tóm helvítis paradís.  Hvað vorum við eiginlega að gera rangt ?  Við fórum að lokum á Mangótorg sem Véfréttin sagði æði en aftur urðu vonbrigðin nokkur þar sem tónlistinn sem staðirnir við Mangótorg höfðu valið sem undirleik við gleðina voru undantekningalaust ærandi eurostrash techno sem virkaði eins og teppasprengjuárás á skilningarvitin.  Við gáfumst upp og fórum heim í helvítis turninn.  Kannski heimtum við okkar paradís á morgun ?

IMG_0089.jpg
Tjúttað með innfæddum

Við sváfum af okkur morgunmatinn svo að úr varð stutt matarleit með uppgjafarniðurstöðu og innlendur skyndibiti í morgunmatinn.  Ákaflega óspennandi en það er ekki mikið úrval hér í paradís.  Eftir mat var farið í mikinn rannsóknaleiðangur en því miður fannst ekkert sneddí.  Við tókum því bara tölvusyrpu og græjuðum ferðir og ferðasögur.  Okkur finnst þetta ekki alveg nógu hardcore asía svo stefnan var tekinn á hausaveiðaraeyjuna Borneo.  Eftir tölvið létum við vaða á laugina og fyrir miskun Mumma fengum við sólstóla og náðum smá chilli.  Með mikilli zen stjórn létum við japönsku barnatorfuna ekki fara of mikið í taugarnar á okkur og náðum meira að segja með erfiðismunum og mikilli harðfylgni að fá þjónustukonuna á svæðinu til að græja einn bjór fyrir okkur en hún nennti því sko engan veginn.  Mikið óskaplega er þetta lélegt hótel sem við splæstum í. Við sömdum því hóteleiðinn þarna á sundlaugabakkanum til að sporna við frekara svona klúðri. Hann er svona: ” Ég lofa að lesa umsagnir frá fleiri en einni hótelsíðu, treysta ekki flottum myndum og ferðast ekki meðal japana, svo hjálpi mér Allah.”  Við reyndum svo aftur að finna mat eftir sólbaðið en það gekk ekki frekar en fyrri daginn svo við átum ostborgara á hótelinu með nokkuð melankólísku yfirbragði.  Við röltum svo niður á Mangótorg, sem virðist vera nafli allrar gleði hér í Cebú,  og stendur við Mangógötu. Mangó er reyndar kjarninn í flestu hér og ljóst að nóg er til af þessum skemmtilega ávexti. 1 kg af mangó kostar 12 krónur og allskonar mangóafurðir eru seldar út um allt.  Okkur finnst líka mangó mjög fínn ávöxtur og ljóst að Cebu má sjá sem paradís fyrir mjög einlæga mangóvini.  Við fórum á útitónleika á mangótorgi og drukkum gin í mangósafa yfir coverlögunum. “Rolling in Cebu, smoking sígó, sipp´n on gin in mango juice”.  Við urðum hugaðir við mangóbústið létum vaða í aðeins innlendari aðstæður.  Þar fundum við filippíska úti-rapptónleika og höfðum gaman af.  Óli fór á klósettið og segist hafa fundið klósett sem enn ógeðslegra en saurgímaldið í Baku forðum en var ekki með myndavél til að skjalfesta svo bakúlúðurinn hefur enn formlega forustu.  Við fórum heim um eitt leitið og duttum þá inn í snarbrjálaða innlenda bíómynd þar sem menn skölluðu mangó og jafnvel ananas í gríð og erg meðan þeir dönsuðu við fíla og pissuðu á útlendinga.  Við höfðum samt bara gaman af þótt ljóst sé að nokkur menningargjá sé á milli okkar og Flippanna í skopskyni.  Við liðum inn í draumalandið þar sem við sköllðum mangó í strápilsum með mannætunum í Borneo.

IMG_0101.jpg
Stuðnaflinn í Cebu

IMG_0102.jpg

Síðasta daginn gerðum við lokatilraun til að finna paradísina sem leynist víst hér í Cebu.  Við fundum voða fínan malla, bar sem heitir the mango viking en enga paradís.  Við fundum þó loksins sæmilegan matsölustað í mallanum og borðuðum eitthvað grillað gums af bananalaufi.  Mallarnir hérna eru mikið víggirtir með málmleitartækjum og vopnuðum vörðum og það lítur út fyrir að allt fíneríið sé haft svona víggirt viljandi. Hér á suður filipseyjum er ákveðin óeining meðal flippanna.  Annars vegar eru kommar sem vilja öðruvísi auðskiptingu, bara eins og VG, og svo eru það trúbræður okkar í MILF (Muslim Independece Liberation Front) sem vilja beikon burt af matseðlinum.  Báðir þessir hópar hafa farið fram með nokkru oforsi og því eru Filipseyjar metnar sem 133 friðsælasta land í heimi.  Annars var dagurinn bara ágætlega heppnaður en við fórum snemma í háttinn enda mikið ferðalag til mannætulands framundan.  Hugrekki okkar hefur farið sívaxandi með asíudvölinni svo kvöldmaturinn var innlent götugrill með ókunnugu kjöti.  Þetta var bara ágætis fóður og fáviska um innihaldið hjálpaði sennilega bara að gera máltíðina viðkunnalegri. Við glápum svo á smá klikkað innlent sjónvarpsefni þar sem uppteknum óskiljanlegheitum var haldið til streitu.  Að lokum liðum við út af yfir kvikmyndastórvirkinu Missing in Action II þar sem Chuck Norris spókaði sig í yndislegum vietnömskum fangabúðum. Já og Chuck er víst búinn að vera dauður í 10
ár en maðurinn með ljáinn hefur bara ekki þorað að segja honum frá því.

IMG_0098.jpg
Götugröbb

Filipseyjar hafa verið áhugaverð lífsreynsla. Alveg er þetta frábært fólk og til fyrirmyndar í allri umgengi.  Jafnvel götuhyskið er kurteist og tekur nei-um brosandi og með skilningi.  Þeir eru bara alltof margir. 100 millur í sjóðandi frumskógarhita og með borgarskipulag sem jafnvel Gunnar Birgirsson myndi skammst sín fyrir að bera ábyrgð á.  En við viljum hrárri og hreinni asíu beint í æð.  Til þess ætlum við að fara og hitta orginal asíubúa og hvað er meira orginal en mannæturnar á Borneo ? Við þangað strax í fyrramálið – já hann er Mikill !!

PS.
Ef við lendum í mannætupottinum fyrir misskilning þá höfum við búið til erfðaskrá.

Við, verandi með fullri geðheilsu, viljum að eigur okkar verið seldar og stofnaður sjóður til menningaumbóta. Sjóðurinn skal heita Balda Og Óla Mega BÓtasjÓður Menningar og Mannasiðamála (BOOMBOOMM).  Hann skal árlega fjármagna einn íslenskan bankaræfil í mannasiðanám til Filipseyja og 2 kurteisa Flippa í viðskipta eða skipulagsnám til Íslands. Þetta er einlægur vilji okkar. Já, Hann er Mikill !!

IMG_0082.jpg

One comment

  1. Pingback: canadian mail order pharmacies

Leave a Reply