Charlie don´t surf
Charlie don´t surf

Charlie don´t surf

 

IMG_0304.JPG

Plæjan

Næturrútan til Nha Trang reyndist ekki sú næturparadís sem litla brosmilda sölukonan hafið af látið.  Rúmið sem okkur hafði verið lofað var sæti sem halla mátti tæpar 30 gráður og þar að auki var sætið hannað fyrir nama en ekki klaufalega stóra hvítingja.  Rútuferðin var því 11 klukkustunda helvíti á jörð þar sem hver klukkustund var heil eilífð af rútuflauti, flöktandi ljósum og öðrum andskota sem einkennir rútuferðir.  Ef rútur eru í helvíti þá fylgja þær víetnamska módelinu.  Við römbuðum á barmi taugaáfalls þegar rútustjórarnir görguðu á okkur að drulla okkur út og með ákafa Jack Nicholson í lokin á One flew over the cookoo’s nest lákum við út á götuna.  En stundum kemur karma góðu fólki til bjargar á örlagastundu.  Við höfðum bókað lúxushótel til að chilla á eftir alla sturlunina í Saigon og sú pöntun hafði lukkast ljómandi vel.  Novotel Nha Trang er 2007 holdi tekið og skipað blýsperrtum þjónaher sem dekrar við þreytta ferðamannarassa.  Við fengum að tékka inn snemma (klukkan 7 um morgun) og steinrotuðumst nær samstundist og í rúm var komið í ísköldu og rakastýrðu stál og gler slottinu okkar.

Við skelltum okkur í bæinn að skoða og snæddum flatböku á ferðamannastað í morgun og hádegismat.  Bakan tók nokkurn tíma en þegar við voru farnir að ókyrrast kom pizzasendill inn á staðinn og pöntunin græjaðist.  Já hér redda menn sér ef útlendingur með dollah vill eitthvað.  Saddir og útsofnir lögðum við í mannfræðistörf.

SDC10385.JPG
Mannfræðiathuganir sýna að landið heitir Viet-menn. Hvað segir Sóley um það?

Nha Trang er svona sívíliseraður strandbær með flottri strönd og strandstuði.  Ströndin er satt að segja bara mjög glæsileg og langt umfram það sem býðst víðast í evrópu. Namarnir sjálfir gefa lítið fyrir strandlífið og enda er sólbað og letilíf ekki líklegt til að enda í dong.  Næmurnar vilja síst af öllu verða brúnar svo ekkert strandstöff fyrir þær heldur.  Já ofurstinn í Apocolypse now hitti naglan á höfðið með að namar sörfi ekki.  En innfæddir eru þó ávallt að bralla eitthvað.  Þeir vinna nær látlaust og bruna svo um götunar á mótorhjóli að hitta aðra nama og leita að dong-tækifæri.  Þessa á milli núðlað þeir sig á litlum plaststólum úti á götu þar sem ótal farandeldhús eru ávallt reddý að fóðra svangan nama fyrir dong.  Nha Trang er eiginlega svona Bene-dong.  Allt er þó hreint og fínt og vestrænn matur í boði ásamt núðlunum fyrir þá sem eru orðnir leiðir á þeim.  Áhugavert er að hér hefur líka orðið til rússanýlenda og ljóst að fjöldi rúbblna hefur orðið dong í gengum allskonar fjárfestingar.  Víða hangir svo sovétski fáninn eins og að múrinn hafi aldrei fallið.  Við sovétvinirnir höfðum svo sem verið tregir til að viðurkenna múrbrotið enda var það tómt klúður, ekki satt ?  Flott hjá Nömunum að viðurkenna bara ekki.

IMG_0315.JPG

Á rölti okkar um bæinn fengum við ákaflega áhugaverðan flyer í hendurnar frá rússneskum bar þar sem boðað var til Operation Rainbow.  Við kýldum á þetta enda miklir sovétvinir og beint í kartöbblurokkið og úr varð mikið tjútt.  Við vinguðumst við rússana sem buðu okkur með sér í strandpartý og niðurstaðan varð helst í mikið rokk og rautt spjald frá Bakkusi.  Með svo mikið áfengi í blóðinu að það var sennilega orðið eldfimt röltum við heim á hótel en Baldi var þá óvænt sleginn skyndibrjálæði og jesúskomplexum fyrir framan anddyrið.  Þar var lítil sæt tjörn sem ástarguðinum langað að spóka sig aðeins á.

SDC10391.JPG

Baldi undirbýr sig undir Operation Rainbow

Stórnefur fer í bað (syngist glaðværlega við Big mouth strikes again með Smiths)

Stórnefur,
Stórnefur þó þú sért skeggjaður í sandöldum,
Verður þú að sleppa frelsaratöktunum,

Oh… stórnefur,
Þó þú breytir víni í vatn,
Ekki drukkna úr jesúkomplexum,

Og hugsaðu um Nokia,
Lifðir Ixusinn þetta af,
Þegar stórnefur stakkst til sunds,
Og sagði hvað með það.

Stórnefur…lalalalalah, stórnefur…lalalalalah,
Stórnefur fór í bað,
Með myndavél farsíma og sagði,
Hvað með það.

SDC10404.JPGStórnefur íhugar bað

Dagurinn eftir var pínu erfiður með FL skammti af skemmtiskuldavafningum. Meðan Baldi lék “Blammo in a coma, i know, i know, it´s serious” fór Óli í sund og sólbað.  Honum var þó refsað fyrir hressleikan þegar einhver stal bolnum hans sem vakti litla lukku.  Þetta er grimmur heimur hér í Nam og hvítir dong-brennarar fara ekki varhluta af því.  Við rifum okkur upp um þrjúleytið og út að leita að mat og skuldajöfnun. Fljótlega vorum við komnir aftur í ljómandi skap og heimsóttum aftur rússavini okka
r.  Þau voru við sama heygarðshornið en við lofuðum að koma með þeim eftir lokun í meira strandpartí.  Á einhverjum mussubar ílengdumst við í snookah við tvo Íra og misstum af rússalestinni svo við núðluðum okkur bara pínu úti á götu með innfæddum og svo heim í háttin.  Við erum ekki 17 lengur og við þurfum að hugsa um lifrina.

Næsti dagur var tekinn í að negra okkur við sundlaugina.  Baldi var þó tregur til að sverta sitt hvíta fagra hold en sundlaugarbakkinn var ansi notalegur svo á endanum fór hann úr hettupeysunni. Betra að vera sæll en fallegur hvítur en ógeðslega heitt.  Við spiluðum póker og kúk og fengum okkur smá boozt við og við.  Mikið góður dagur og rólegur.

SDC10375.JPGRitstörf við piskínuna

Daginn eftir var operation Ixus fixit.  Ixusinn hans Balda fílaði ekki að láta þrífa sig og neitaði frekara samstarfi.  Við fórum því í mikinn leiðangur í leit að myndavél. Þetta reyndist mikið verk og torleyst vandamál.  4 klukkustundum síðar eftir að hafa ráfað stefnulaust um frumskóg smábúða með allt nema myndavélar vorum við nánast búnir að gefast upp þegar Mummi setti raftækjaverslun á veg okkar og við splæstum í nýja vél.   Þetta var skelfileg þolraun en nauðsynleg.  Ef við hefðum hinsvegar verð að leita að eldhúsvaski hefði þetta ekki tekið meira en korter.  Eftir smá sundlaugar-tjill fórum við að kanna brottför en okkur til skelfingar kom í ljós að við vorum strandaglópar í Nha Trang í tvo daga, nema ef við værum til í að taka rútu – sem var eins og spyrja gyðing hvort hann fílaði Zyklon B.  Ok, við bókuðum bara tvær nætur í viðbót og stilltum í chill gírinn en græjuðum lestarferð eftir 2 daga til Hue.  Nha Trang er lúmsk hvað þetta varðar, ekki hlaupið að því að komast héðan.  Á kvöldrölti völsuðum við inn á Blue dragon bar til að spila snookah og vinguðumst við staffið. My, pínu lítil þjónustustelpa, rústaði okkur ítrekað í snookah og hló rosalega af. Mein barþjónn var pínu skeptískur á okkur í fyrstu en tók okkur svo í sátt og var ákaflega forvitinn um Ísland.  Það má kannski skjóta hér inn í að staðan í asíubikarnum í snookah er 27-32 Balda í vil í þessum rituðum orðum.  Við djúsuðum með My og Mein nokkuð frameftir og svo var farið á eitthvað local núðluhús og núðlað.  Við splæstum á þau og fjórar pho súpur og te kostuðu 300 kall íslenskar.  Stórskemmtilegt kvöld og við lofðum að koma aftur á Blue dragon.

SDC10377.JPG

SDC10356.JPG
My og Mein splæsa mexikóskum brennsa

Næsti dagur var meira chill auk þess sem við tókum gríðarlegan göngutúr eftir ströndinni sem endaði í sjálfheldu og leigubíl heim á hótel með snert af sólsting.  Við átum svo á einhverjum strandsnobbstað með skítaþjónustu og greiddum fyrir ígildi 50 pho-súpa á local verði.  Svo röltum við um bæinn þar til My sá okkur á förnum vegi og dró okkur í meiri snookah niðurlægingu og spjall.  Þar hafði reyndar eitthvað óþolandi mansal sest að á barnum og sníkti stanslaust vín og athygli þar til My húðskammaði hana og hún hundskaðist burtu.  Já Sóley hefði fílað þetta eða hvað ?  Við stoppuðum þó bara stutt enda á leið brott og þurftum að vera í toppformi fyrir lestarævintýri morgundagsins.  Við skiptumst á emailum við My og Mein og kvöddum þau með virtum.  Það verður þó að segjast um þennan topp stað Blue dragon að hygenan þar er eitthvað undir vestrænum viðmiðum. Rottur skutust um staðinn í sífellu og talsvert var um kakkalakka sem bögguðu okkur og enduðu fyrir vikið í pöddu paradís.  Við vorum nýbúnir að lesa um nýja samgönguáætlun svo að kakkalakkanir voru skýrðir Kristján fyrsti, Kristján annar osfrv þegar á þeir var stappað til heiðurs Kristjáni Möller alþingiskakkalakka. 

 

SDC10363.JPG
Baldi núðlar sig

Við risum um 11 leytið til að tékka út og tókum bara svona leti stranddag á þetta.  Nha Trang er búin að bæta þau ör sem við fengum á sálina í Saigon og það er óhætt að mæla með chilli í þessari tipp topp namaborg við hvern sem er.  Þarna er gríðarlegur uppgangur, fólkið vinalegt og alltaf sól og sumar.  Jessör það gerist ekki mikið betra til chills en við erum ekki húðlatar mussur heldur síkvikt tvíeyki í leit að landi fyrir glataða þjóð. Við supum Tigah bia á plaststólum við lestarstöðina þegar æst namarödd tilkynnti á brotinni ensku að lestin væri komin.  Nóg chill í bili, við ætlum í the de-militarized zone og tékk á rótum Namann og illvirkjum Krummlunnar.
 

IMG_0311.JPG

SDC10369.JPG Ooohhhhhh….

 

 SDC10372.JPG Krummlubúrger pepsí pepsí …. bahhh !!!

 

Leave a Reply