Blammo Hardcastle
Lestin frá Nha Trang til Hue reyndist undarlegri reisa en við höfðum gert ráð fyrir. Við höfðum splæst í flottasta schlafwagen farrými og planið var að næstu 14 tímarnir yrðu teknir út að mestu í meðvitundarleysi. Við erum jú þaulvanir að liggja í lestarkóma eftir rannsóknir okkar í austur evrópu og sáum ekki hvað gæti klikkað hér. Í ljós kom að við áttum að deila klefa með tælenskri fjölskyldu og þau voru ekki mjög samstarfsfús og mikil tungumálagjá milli okkar samferðalanganna. Fyrst reyndu tælendingarnir að nöldra út úr okkur aðra kojuna okkar enda þau 4 með 2 rúm en við með sitt hvort rúmið. Neitunin virtist svo koma þeim í opna skjöldu og úr varð fýla. Þetta fólk var líka mjög hávært og töluðu stanslaust hvert í kapp við annað og hækkuðu hikstalaust róminn ef þau héldu að einhver væri ekki að hlusta nógu gaumgæfilega á þau. Þetta var pínu lítil Tæ-mamma með afkvæmin sín, tvo tæ-linga og eina litla hlédræga tæ-stelpu sem þó fékk plús í kladdan fyrir að vera lang best upp alin og skammaði meira að segja bræður sína þegar þeir tróðu skítugum tánum undir sængina hans Balda. Kannski hafði þeim verið sagt að láta eins og heima hjá sér og þau tekið kurteisishjalið alvarlega ? Okkur leiddist þessi félagsskapur og fórum í leit að veitingavagni sem átti víst að vera þarna einhverstaðar. Vietnamskar lestir eru þó frábrugðnar evrópskum meðal annars á þann hátt að það eru miklu fleiri farrými og önnur gæðaviðmið. Við tróðumst niður eina 10 vagna og með hverjum þeirra varð vistin vesælli og vagninn troðnari. Það voru örugglega þúsund manns í þessari lest og flestir þeirra virtust liggja meðvitundarlausir á gólfinu. Undir lokin stóðum við í hrörlegum vagni þar sem betlarar reyndu að lokka af okkur dong og sveitt fólk lág eins og hráviði í hrúgum á dagblöðum og bambusmottum í hitasvækju og kæfandi loftleysi. Það er mjög sérstakt við Namana að þeir virðast vera með off takka. Þegar tækifæri gefst er skrokknum hrúgað niður einhverstaðar og slökk á í bili, fram að næstu núðlun eða brall tækifæris. Þægindi eru því algjört aukaatriði og það virðist óháð öllu slíku hvern nami kýsi að skellta sér í sleeper mode og coma út í bili. Það er samt einhver dong-radar virkur þótt Naminn sé sofandi, ef nóg af dongum innan ákveðins radíusar, er kveikt aftur og dongbrallsmodeið verður aftur ráðandi. Við lögðum ekki í næsta vagn en gátum okkur til að þar væri væntanlega líka búfénaður eða fangaflutningar.
Lestarfóður
Þegar komið var aftur á lúxushvítingjafarrýmið hafði annar tælendingurinn lagt sig í rúmið hans Balda með berar bífurnar ofaná koddanum hans. Við brugðumst ókvæða við og niðurstaðan varð að krakkarnir þrír hypjuðu sig á annað farrými en fúl mamman varð eftir og fór að sofa. Frábær lausn og við gengum á lagið og sleep mode-uðum lika. Um nóttina var stanslaus umgangur um klefan okkar. Tæ-mamma fór út um þrjúleytið og þá sáu lestarverðirnir sér leik á borði og lögðu undir sig hennar helming klefans. Fyrst bara til að leggja sig í svona hálftíma á víxl en þegar fór að morgna var hreinlega sett upp lestarvarðaskrifstofa í klefanum og þrír lestarverðir fóru að gera bókhaldið. Þetta fór gríðarlega í taugarnar á Óla sem er ekki með sömu svefnfestu og ferðafélagi hans sem gæti sofið gegnum loftárás á Metallicu tónleika í suðurlandsskjálfta. Lestarverðirnir voru þó óskaplega brosmildir og jákvæðir þegar Óli skellti hurðum og sussaði á þá – hér þykir þetta klárlega enginn dónaskapur að setja upp brallbúllu og mjög eðlileg að nýta eitthvað sem stendur autt. Á endanum fattaði Óli að það var hægt að læsa hurðinni og skellti henni með sparki eftir síðasta verðinum og læsti. Ahhhh, loksins hvíld. Klukkutíma síðar, þegar Óli var rétt farinn á flug í draumalandinu, gall við vinaleg kvennmannsrödd út útvarpi úti á gangi sem búið var að stilla í botn. Klukkan orðin sjö og kominn tími til að vakna í Nam. Flokkurinn fílar ekki letingja og maður aflar ekki dong sofandi. Það hafði því verið ákveðið að fræða hvítingjana um þróun lestarkerfis Vietnam svona til að þeir eyddu ekki dagsbirtutíma í rugl eins og svefn. Ekkert gagnlegt að gera, þá býður flokkurinn bara upp á smá fræðslu. Næstu tímana hljómuðu ættjarðarlög í útvarpinu og við störðum í vonleysi út yfir hrísgrjónaakrana út um gluggann. Lágmark 6 tímar í viðbót af þessari night train of terror, niðurstaðan varð að meðvitundin framdi hálfgert sjálfsmorð og við störðum út í tómið eins og afturgöngur næstu 7 tímana.
Vegahótel í alfaralei
ð
En allri illsku lýkur jú að lokum. Zimmzalabimm og við stóðum loksins í Hue !!! Eftir stutt leigubílahark var brunað á hótelið þar sem við tékkuðum inn í snari og svo beint á Love Cafe sem stóð á þaki hótelsins þar sem við hökkuðum í okkur pizzur og bjór af sömu áfergju og nautn og Obilix borðar villigelti í ákveðnum teiknimyndasögum enda 20 tímar frá síðasta boozti. Eftir að taugakerfið hafði fengið sitt lögðumst við strax í mannfræðirannsóknir.
Huda ku vera bruggaður með danskri tækni
Hue er gamla höfuðborg Nama-keisaranna sem réðu hér ríkjum áður en Frakkanir hirtu landið í nýlendubrölti, til að kristna það og afla meiri stinky cheese fyrir þá frakka sem heima sátu með alpahúfur rauðvín og snigla. Nguyen keisaranir voru talsverðir töffarar og háðu ótal orrustur til að halda Vietnam úr klóm Kínverja, Tælendinga og (þótt klúður sé) Khmera. Það er svo sem ekkert grín að vera keisari en eitt af forréttindunum er að maður fær að búa í höll og vera með allskonar sérvisku varðandi lífsstíl sinn. Því var hrúgað niður risaslotti hér í Hue og svo spunnið við það til að fullnægja sérvisku hvers keisara, eins og að hafa ávallt að lágmarki þrjú tré í sjónmáli. Þetta var svo allt með glæsilegasta móti þangað til í Vietnamstríðinu að Norður namar tóku borgina. Þeir voru svo sem frekar meinlausir en Krummlan ákvað hinsvegar að þetta væri ómögulegt fyrirkomulag og ákvað að frelsa pleisið. Niðurstaðan varð að Hue var gjörsamlega lögð í rúst og ótal saklausum nömum slátarað samhliða því að vera svona fínt frelsaðir. Já vegir Krummlunnar eru dularfullir og Namarnir skildu illa af hverju þessir hvítu menn hentu á þá sprengjum linnulaust af velvild einni saman.
Bensínstöð fyrir bifhjólanama
Við röltum aðeins um borgina og sáum fljótlega að þessi borg var annað Nam en það sem við höfum skoðað hingað til. Hér er allt miklu fátækara og mjög lítið fjör í gangi hvort sem maður er dongaður hvítingi eða blankur Nami. Flestallt lokaði á slaginu 11 en tveir útlendingabarir voru opnir til eitt ef nóg var að gera. Í leit að öðrum þeirra lentum við í óskemmtilegri uppákomu þegar tveir hjólaleigubílar keyrðu með okkur í dimmt húsasund og upp hófst ránstilraun. Hjólastrákarnir tveir heimtuðu samtals 15$ fyrir ferðina en við vildum borga hámark 2$. Við hnakkrifumst þarna í svona fimm mínútur með viðeigandi morðhótunum og ógnandi látbragði þar til öðrum ræningjanum var hætt að lítast á blikuna og lækkað sig skyndilega um helming. Aðeins meira prútt og svo skyldust leiðir með okkur 6$ fátækari og frekar stressaða. Skrítið hvernig maður festist í verðmati þess staðar sem maður er á og eftirá finnst okkur frekar undarlegt að hafa lagt líf og limi undir til að spara einhvern 800kall. En jæja, fyrsta skipti sem við erum rændir á ferðum okkar. Við fórum samt á ferðamannabarinn og fengum okkur smá malaríulyf til að róa taugarnar og svo heim á hótel. Leiðin heim var þó ekki sérstaklega þægileg fyrir tvo nýrænda útlendinga þar sem flokkurinn fílar ekki næturbrölt svo það er bara slökkt á götulýsingunni á miðnætti. Við vorum því hálfsmeykir á heimleiðinni í þessari myrkuðu glæpaborg en gatan iðaði af rottum og pöddum sem klárlega hlustuðu ekkert á vilja flokksins.
Lafur spókar sig við árbakkann
Næsti dagur var helgaður wattskoðun. Gamla keisarahöllinn er aðal-steypan hér og kannski jafnvel frægasta steypa í Nam, á world heritage skrá Unesco og alles. Við urðum því fyrir nokkrum vonbrigðum þegar þetta reyndist lítið merkilegra en Hallgrímskirkja. Kannski erum við bara orðnir svona steypudekraðir eftir Kambó. Í Krummlufrelsuninni miklu 1968 stútaði Krummlan meirihlutanum af Keisarastöffinu og öðru grjóti hér sem Namarnir gátu verið stoltir yfir. Já þessi Krummla. Svo kom Unesco talsvert síðar með fullt af dollah en nýja keisarahöllin er eiginlega made in China og svolítið plat. Hitinn var líka óbærilegur svo við wöttuðum okkur bara mátulega og röltum svo í átt að bænum. Á leiðinni hittum við hjólaleigubílagaur en voru fullir af tortryggni í garð hans eftir kúnstir gærkvöldsins. Okkar maður dró þá upp meðmælabók þar sem ótal útlendingar sögu hann strangheiðarlegan, topp mann og ekki glæpon. Við tókum því sjensinn og úr varð frábær túr um gamla bæjarhluta Hue og sagnfræðikennsla samhliða því. Okkar manni fannst lítið til Krummlunnar koma enda pabbi hans hluti af Nama-omilettunni sem úr varð þegar Hue var frelsuð. Maður sprengir sér ekki vini.
Keisarans wat
Núðlumaker, shogun suðutæki eða slökkviliðsstöð?
Við tókum rólegan eftirmiðdag og græjuðum ferðir og smá ritstörf. Framundan er risaferðalag til Tælands sem byrjar kl 5 næsta morgun. Við skelltum okkur samt niðrí bæ og átum á okkur gat á yndislegum indverskum veitingastað þar sem bragðlaukarnir skræktu sífellt á meira þar til meltingarkerfið sagði stopp og hótaði að setja í bakgír. Við vildum heldur ekki meira skuggasundsráp með rottunum svo við kíktum í einn drykk á næturklúbbinn á hótelinu okkar, sem auðvitað lokaði líka á slaginu 12. Þessi klúbbur var þó þess virði að sjá hann þar sem hann var sjálfsagt hannaður eins og að hótelnamar halda að hvítinginn vilji skemmta sér og engu hafði verið til sparað. Japönsk poppgrúppa hélt uppi stuðinu með einhverju undarlegu asíupoppi í þotuhreyfilsvoljúmi og ljósasjóið var eins sprengingarnar í Akira (japönsk teiknimynd). Allt var á iði í mörgum litum og alltof brjálað miðað við tónlistina. Meira að segja spænsk stranddiskótek eru eins og Allinn á Siglufirði í samanburði við þetta. Við urðum þó fljótt þreyttir á gleðinni og fórum heim að sofa svefni hinna pollrólegu hvítingja sem enga hafa sprengt í tætlur. Við liðum inn í draumalandið þar sem við í bræðralagi gengum með Hó frænda á Esjuna og buðum honum boozt.
Æskustöðvar Ho frænda
Enn og aftur gall Nokiasíminn hans Balda frekjulega “Vaknið þið lötu kolefnissambönd”! Svo ferðarútinana enn einn hringinn, morgunmatur, leigubíll út á flugvöll, upp í flugvél (í 6.skipti í þessari ferð) og framm framm fylking. Við höfum ákveðið að skella okkur aftur til einhverra Sódómu í Tælandi fjarri öllum mussum og markverðum menningarminjum. Nú verður tekið smá strandchill í nokkra daga áður en ákveðið verður hvort við förum heim til Íslands með fluginu okkar eða eitthvað annað heim. Þarna í Tælandi er víst mikið fjör svona benedorm style svo við þangaði til að íhuga yfir smá bjór hvar þjóðinni er best niður komið.
Sumarbústaður keisarans