Eftir morgunmat fórum við via túk-túk út á flugvöll. Túk-túk maðurinn hafði orð á því hvað Sæti Jaack væri myndarlegur. Eftir að hafa tékkað inn gat afgreiðslukona í fríhöfninni heldur ekki orða bundist og dáðist aðeins að ástarguðinum. “ You very handsome man”. Djöfull er þetta óskaplega klikkað en Sæti sjálfur er búinn að aðlagast og kippir sér orðið lítið upp við allt hrósið. Flugferðin var að mestu sársaukalaus og flugvöllurinn í Saigon smá bögg en ekkert alvarlegt. Leigubíllinn á hótelið var eiginlega erfiðastur því hann vissi ekkert hvert hann var að fara og talsverð tungumálagjá á milli okkar. Til að þagga niður tuðið í okkur skellti hann svo bara á einhverjum 80´s medley disk og þrumaði Wham og þessháttar menningarþrekvirkjum á okkur til að drekkja mótmælunum svo hann gæti keyrt óáreittur glórulaust út í bláinn. Þetta tókst þó að lokum og við stóðum örmagna í hótelobbíinu en fleira skal en gott þykir svo við droppuðum bara töskunum inn á herbergi og beint út að skoða.
Saigon er algjörlega fyrrt borg. Umferðin lætur mótorhjólasíkópatíuna í Kambó líta út eins og rútinn í Hveragerði. Þegar maður fer yfir götu er það grínlaust eins og real-life Frogger. Mengunin er sturluð og flestir innfæddir með svona skurðlæknagrímur á smettinu til að deyja ekki úr bráðri kolmonoxíðeitrun. Okkur reyndist ákaflega erfitt að finna nokkur annað en algjört kaos en að lokum miskunaði Mummi sér yfir okkur og á leið okkar varð bar. Yfir bjór gat hjálplegt barstelpa merkt inn banka, bari og veitingastaði á kortið okkar. Vegvísir í kaosinu og ljós í myrkinu. Eitt er hér þó harla spes. Hér er skemmtunarlögga sem slær gleðigyðuna í rot á slaginu eitt. Við sátum á Apocolypse now bar þegar “fun police” mætti stundvíslega og það var eins og við manninn mælt – game over. Þetta myndi nú ekki falla vel að íslenskum lífsstíl. Við höldum þó að þetta sé leið flokksins til að passa upp á að enginn mæti þunnur í vinnuna sem er auðvitað hið besta mál. Í sjálfu sér er þetta sama pólisía og réð ríkjum þegar við vorum ungir menn á íslandi á síðustu öld. Nú og svo verður sennilega hvort sem er komið útgöngubann eftir klukkan 10 á kvöldin fjótlega með VG í bílstjórasætinu svo að það verður væntanlega að meta það sem svo að Namarnir fái engan mínus í kladdan fyrir stuðlögguna sína ef íslenska þjóðin flytur hingað. Það eru þó einhverjir duló barir á undanþágu en við hlýddum auðvitað vilja flokksins og heim í háttinn.
Næsti dagur var tekinn í landkönnun. Við höfðum bara séð Saigon í myrkri og nú skyldi þessi massífa mótorhjólaborg þaulkönnuð. Niðurstaðan varð sú sama og fyrsta upplifun hafði gefið til kynna. Saigon er algjörlega kolrugluð borg. Það eru kannski 9 milljón reiðhjól í Peking en það eru örugglega jafnmörg mótorhjól hér og grímuklæddur kamakazi-Nami á hverju þeirra. Það var því ekki auðvelt að skoða geðveikina og halda lífi og limum. Eftir um 5 tíma í 35 stiga hita, 110 desibelum af umferðardrunum og með adrenalínið flæðandi á hverjum gatnamótum gáfumst við upp og stauluðumst heim á hótel og rotuðumst. Kannski var þetta bara eitthvað skynsemisviðbragð líkamans til að reyna að tóra lengur og koma í veg fyrir að ævintýragirndin myndi taka okkur úr genamenginu. Þessi borg er ekki væn fyrir hvítingja en innfæddir standa í stanslausu hössli í leit að dongi í budduna sína. Þetta veldur umtalsverðum neysluþrýstingi á okkur vestrænu fjárþúfurnar sem enn eykur á umhverfisbölið í borginni. Þar sem við stóðum á miðri 6 akgreina hraðbraut að reyna að komast yfir og í hálfgerðri sjálfheldu var einn mótorhjólanami sem beinlínis tók stefnu beint á Óla. Óli reyndi eitthvað að færa sig en allar snöggar hreyfingar voru öruggt sjálfsmorð svo hann fór bara með faðir vorið í huganum og beið örlaganna. “Lady sööööh ?” öskraði mótorhjólanaminn þar sem þaut framhjá Óla, svona 10-15 cm frá því að senda Óla til forfeðra sinna. Hér eru enginn viðskiptatækifæri látin sér úr greipun ganga og vonin um dong virðist halda geðveikinni gangandi.
Ho Chi Minh City (öskrist reiðilega við Hirosima með utangarðsmönnum)
Heill Hó frændi
segðu mér,
Var þessi borg ekki skírð þér til dýrðar?
Eða var þetta þjóðrembu bull í þér ?
Ekkert svar, engin ró
enginn Hó, bara draslið frá Krummlunni og Kína,
Götunar eru vígvellir,
Mótorhjóla fár,
Nami situr á rauðri Hondu,
Hún fer ekki framhjá
Mengun, svifryk og drunur,
Flautugarg og þrumur,
Namar og næmur,
Að vera í Saigon er of klikkað,
Þið munið öll, Þið munið öll, Þið munið öll,
Detta,
Þið munið öll, Þið munið öll, Þið munið öll,
Brotna,
Þið munið merjast, þið munið fatlast, aflimast og kastast,
N
amar og Næmur af hjólunum þið munið detta.
Við risum af örmögnuninni og skelltum okkur á ferðaskrifstofu og bókuðum okkur ferð í svona viet-cong her ferð daginn eftir. Smá Rambó hefur aldrei drepið neinn. Namarnir voru helvíti harðir í horn að taka hér á árum áður og minnisvarðar um útspörkun Krummlunnar eru okkur að skapi. Aukabónus var að við ferðaskrifstofuleit fundum við barhverfi sem var meira rokk en bankahyskispakkinn sem við höfðum vökvað okkur í hingað til. Við ákváðum að taka smá stikkprufu og úr varð talsvert stuð. Löggunni var líka opinberlega mútað hér svo gleðigyðja fékk að valsa hér um óáreitt af stuðlöggunni. Þarna lokaði bara þegar síðast hvítinginn var orðinn donglaus eða lokaði veskinu. “Áttu dong ? – þá bara ekkert mál vinur minn.”. Party for dong ´till the break of dawn. Þetta var mjög spes stemmó með slatta af útlendingum í tjúttinu og svo ótal litlir staðir sem voru veitingastaðir, barir og diskó allt í senn. Svo voru reyndar líka svona dularfullir staðir inn á milli sem fuglabjarg lítilla glannalega klæddra næma hrópaði “eeellóóóó” út um hurðina á alla útlendinga sem framhjá fóru. Þeir staðir voru þrælmerktir sem kareoki staðir en þreyttir söngfuglar gátu oft líka skellt sér í nudd eftir að hafa tekið lagið. Við ályktuðum að stelpurnar væru sennilega bakraddasöngkonur. Við settum á lítinn stað sem hét Bababar og vinguðumst við staffið og mikið gaman. Barþjóninn var stelpustrákur sem átti sér þann draum æðstan að komast til Tælands og þjónustustúlkunar Hun og Lan spreyttu sig í enskunni eftir bestu getu og lánuðu meira að segja útlendingunum kúrekahatt og kassagítar þegar við vorum að reyna að hafa áhrif á tónlistina. Mikið fjör og toppfólk.
Á Ba Ba Bar
Við vorum harla lemstraðir eftir kúrekastuðið en við ætluðum í herferðina svo þegar Nokia gargaði “vaknaðu mennski djöfull” hrukkum við upp og svefngengum gegnum Saigonhelvítið í rútuna. Við erum reyndar að borða malaríulyf þessa stundina og aukaverkanirnar eru umtalsverðar. Fyrir utan svefnvandamál hefur Baldi sérstaklega orðið fyrir verulegri færnisskerðingu í Snookah. Já, hvöss horn verða gleið á Malaron. Þetta stóð ekki í manúalinum svo við ætlum að hringja niðreftir og jafnvel fara í mál ef snookah niðurlægingin leggst þungt á sál Balda. Baldi vill reyndar klína ýmislegu á Malaronið en ófullkomleiki manna á ekki að bögga hið yndislega fólk sem rekur lyfjaiðnaðinn og vinnur dag og nótt að því að minnka sársaukann í heiminum.
4 helstu krummluhatararnir
Krumlubrottkast
Herdótið var frábært þegar 2 tíma rútuhelvítið var afstaðið. Namarnir bjuggu sér til svona mennskar mauraþúfur þegar Krummlan var hér við störf og við fengum að skríða eins og sveittar hvítar rottur um herligheitin. Þvílík klikkun! Þeir húktu í níðþröngum göngum í 15 ár og fóru upp á næturnar til að drepa kana, setja gildrur og rækta hrísgrjón. Það er kannski glatað að búa í kópavogi en svona Krummluheld hola er miklu miklu verri. Við fengum aukna virðingu fyrir nömunum og því það sem þeir lögðu á sig til að verða ekki pepsívæddir er harla svakalegt. Hámark hergersins var svo namaður skotbakki þar sem við óðum auðvitað beint í AK-47inn en það græjan sem hefur kálað meiri Krummlu en fallöxin frökkum. Krummlukálvélar eru töff græjur. Það var reyndar einhver krummlugaur með í för og sá sennilega með tourette syndrome. Kvikindið þagnaði bara ekki og hélt klárlega að hann væri á heimavelli. Hann röflaði yfir öllu og mótmælti mikið flottri endurmenntunarmynd sem okkur var sýnt í boði Flokksins um hvernig vietnamstríðið var í raun og veru. Fífl ! Hann þurfti meira að segja að segja samferðanæmu okkar að síminn hennar væri gamalt drasl. 10% þjóðarinnar fór kannski gröfina hér en það er lítið gjald til að halda Krummlunni út en dollah/dong fíknin má ekki gera fórn hinna að engu. Við fíluðum her-namið í botn og skiljum núna betur hvað Krummlan er frek og seig og þann mikla fórnarkostnað sem þarf til að halda henni úti.
Óli æfir sig á krummlukálvél
Eins og sveitt hvít rotta
VC Booztmaker
Eftir annað rútuhelvíti var restin af deginum tekin í afslappelse. Þynnka og Saigon fara illa saman. Þetta er fokking snarbiluð borg og hvergi stundarfriður. 10 milljón namar í kös og það á mótorhjóli að reyna að græða dong. Hér snýst bara allt um dong. Ring-a-ding-dong ´till the break of dawn”. Eftir síðdegisblund tókum við snookah og svo aftur til vina okkar á Bababar. Þar var okkur tekið eins og fjölskyldumeðlinum og úr varð nokkuð fyllerí og rokk. Við vorum hinsvegar á leiðinni til Nha Trang daginn eftir svo heim um 4 leitið. Topp fólk og ákaflega vinalegt.
Það varð svo svoldið
; Malaron klúður um nóttina og enginn svefn. Dagurinn eftir check-out var því tekinn í svefngöngu um vitfyrrtar umferðaæðar Saigon. Þvílíkt helvíti. En að kvöldi beið mjúkt rúm í rútu og að svífa inn í draumalandið þar sem Hó frændi myndi örugglega hugga tvo slappa en donghlaðna hvítingja í leit að landi fyrir flökkuþjóð.
Ást á pöbbnum
Pingback: writeaessay