One night in Bangkok makes a hard man humble
One night in Bangkok makes a hard man humble

One night in Bangkok makes a hard man humble

IMG_0044.JPG

Ferðalagið hafði byrjað vel.  Við sátum í ákaflega "dos mil siete" flugvallabar þar sem eldhress barstelpan hafði gefið okkur boozt.  Við höfðum verið að ræða hvort þetta væri laxa-skyrdrykkur svo hún gaf okkur bara gripinn til þess að afsanna fiskisafakenninguna.  Já það eru til góðir Íslendingar og þeim þarf að finna nýtt heimili.  Það mun þó sennilega þurfa að fá útlendinga til að flytja þjóðina þegar þar að kemur.  Icelandair er fullkomnlega handónýtt batterý.  Heidi innritari var bæði lesblind og kannski líka þroskaheft og gerði sitt ýtrasta til að gera ferðalagið verra en nauðsynlegt var.  Í hagræðingarskyni var svo búið að sameina 3 flugvélar í eina og kafmálaðar fluffurnar brostu vandræðalegu fegurðardrottingarbrosi framan í bálvonda ferðamannahjörðina, djöfull eru þeir heppnir að hafa enga samkeppni.  Flugferðin var að öðru leiti bara venjulega vond og eftir litla 8 tíma sátum við í tröllvöxnum Loftbússinum þar sem miðaldra SAS húsmæður þjónuðu okkur móðurlega í 10 tíma.  10 tímar, Baldi steinrotaður frá upphafi til enda en andvaka Óli horfði á hina stórglötuðu Hollýwood misþyrmingu á Illyonskviðu, Troy, 3svar sinnum.  Nánar má lesa um hversu góð okkur fannst Troy í færslu okkar frá 2004 þegar við horfðum á þennan óþverra í Varna og flúðum svo emjandi á Panorama Coctail Bar í Rússaklettinum okkar Cherno More.

Flugvöllurinn í Bangkok var æði.  Eftir stutta svínaflensuskönnun stóðum við fyrir utan gersamlega gáttaðir á hvað Tælendingar voru góðir í flugvöllum.  Þetta virkaði allt 100% og það hratt og vinalega, Leifsstöð smeifsstöð.  Það tæki líklegast ekki langan tíma að rúlla íslensku þjóðinni hér í gegn.  Við tókum rottu í bæinn og leigubílstjórinn tók meira að segja lagið fyrir okkur til að gleðja okkur dollarahlaðna aðkomumennina.  Við rétt kíktum inn á hótelið og svo beint út að skoða Bangkok.  Því eins og Bon söng "I’ll sleep when I’m dead, I’ll live when I’m alive"

IMG_0007.JPG
Boozt við barinn á hótelinu

Bankok er ansi frábrugðin Reykjavík, hitinn og rakinn er þrúgandi og allt virðist byggt utan um risavaxinn Laugaveg.  Skarar af litlu grönnu fólki iða um á götunum og útum allt er einkaframtakið í fullum gangi.  Hér þurfa allir að redda sér og ekki verra ef einhver vitlaus útlendingur er til í að pikka upp reikninginn.  Það verður þó að segjast að Tælendingar eru ákaflega vel upp aldir og þó þetta gangi allt útá að ná dollah af hvítu vitleysingunum þá er það gert kurteislega og Nei svínvirkar hér eins og á biðstofunni á Stígamótum.  Við skelltum okkur á tælenskt sjávarréttahlaðborð áhyggjulausir enda svo þrælbólusettir að við verðum vart felldir með öðru en silfurkúlu.  Það er þó þannig hér að skattlagning miðast við neyslu hvítingjana, matur er ódýr en allt vín rándýrt.  Okkur fannst þetta þó bara sniðugt og munum benda Steina og Ömma á að setja á lopaskatt ef við komum aftur heim. 

 IMG_0010.JPG

Þar sem við vorum á barhoppi rákum við augun í risavaxinn neonskrýddann Gleðiglæsibæ.  Full af börum í 3ja hæða drykkjumusteri hinsvegar þegar við komum inn föttuðum við að þetta var ekki alveg normal.  Við vorum staddir í svona mansalsmalla.  Her hálfstrípaðra stelpna görguðu á Dollah og viðhöfðu orðbragð og atgervi sem ekki verður haft eftir í svona virðulegri ferðasögu.  Við settumst á sakleysislegasta barinn og ræddum hvort ekki mætti setja Sóleyju Tómasdóttur í svona Hannibal Lechter ferðaoutfit og rúlla henni um mansalsmallann á svona trillu.  Kannski er hægt að deyja úr femínisma?  Þetta varð þó þreytt mjög hratt, karlmenn geta líka verið fórnarlömb mansals því það bitnar mjög á þeim sem eru ekki að versla.  Við vörum með stelpusverm í kringum okkur og þetta var allt við vandræðalegasta.  Við fórum því ekki í "búmbúm" heldur bara á rólegan bar í "Snookah".  Það verður eiginlega að taka fram að allt þjónustustig hér er gríðarlega hátt og þegar hvítingi spilar Snookah er honum úthlutað sérstökum snookahþjón sem sækir hvítu kúluna, stillir upp og þess háttar.  Við stauluðumst að lokum inn á hótel og liðum inn í draumlandið þar sem Sóley Tómasdóttir þrumaði yfir okkur og ágæti sænsku leiðarinnar.

IMG_0022.JPG

Snookahhhhh

Við vöknuðum seint og illa enda bæði með þotuþreytu og réttlátan skammt af timburmönnum.  Já Bakkus er harður húsbóndi, hér í frumskógarlandi er loftslagið aukalegur refsivöndur á músaýtandi miðstéttarmenn frá heimskautsbaugi.  Við fengum okkur boozt fyrir baht og fórum að rölta um borgina.  Að kvöldi fórum við á tæspænskan snobbtapasbar og snæddum einhverskonar fusiontapas í umgjörð af marmara og burstuðu stáli.  Dos Mil siete er líka hér, kleppur er víða.  Kvöldið var tekið temmilega rólega enda við ekki alveg tip top eftir gæ
rkvöldið.  Við tókum eftir því að við erum með yngri útlendingum og klárlega fjallmyndalegir í samanburði við flesta.  Á einhverskonar ferðabar tilkynntu tvær mansals-stelpur Balda að hann væri eins og Jaack úr Tæ-Tan-ikh og egóið fór í gegnum þakið.  Baldi gaf stelpunum drykk fyrir hrósið.  Mansal!  Og Óli ætlar að hringja niðreftir í Sóleyu og klaga sæta ef við komum heim, en svona platínuhamrar virka klárlega.  Ferðabarinn var hin besta skemmtun og við kynntumst allskonar útlendingum og Óli náði meira að segja að æfa hollenskuna sína helling.  Eitthvað spes.  Þegar ferðabarþjóninn kunni ekki að búa til Black Russian hleypti hann bara Balda á barinn og leyfði honum að blanda sjálfur.  Baldi bjó svo til einhvern mjög göróttan drykk sem hann skýrði "Bite the bullet baby".  Hann reyndist vera áfengisígildi mannráns svo gult spjald og heima á hótel að sofa.

IMG_0028.JPG

Bite the bullet baby

Næsti dagur var tekin í smá sólbað og afslöppun.  Sæti Jaack nennti þó ekki mikið að sóla sig en snyrti sig og kremaði af áfergju.  Bangkok er klárlega farin að hafa áhrif á okkur en þau eru þó bara góð að við teljum.  Við tókum svo sporvagn á Siams torgið og skoðuðum hvar innfæddir mótmæla þegar þeir eru í þannig stuði.  Nokkra lukku vakti þegar við vorum að spyrja til vega og innfæddur sagði við okkur "go left, an den go Light!".  Lómvelskul littali leiddist inn í Lómalbolg.  Eftir labbitúrinn svarf hungrið að og þar sem við vorum staddir í miðju slæðuhverfi skelltum við okkur á mummavæna áthofið Akbar og snæddum Halal eins og spámanninum er þóknanlegt.  Já en er sko ennþá Mikill og arabafóður er ágætt.  Við þurftum smá pásu frá stelpugerinu og Óli vildi ekki auka á narcisosinn hjá sæta Jaack svo rólegt kvöld við kokteildrykkju og ritstörf.  Við lögðum frekar á ráðin varðandi leiðina til fyrirheitna landsins og hvað væri smart sem næsta múv.  Á útibar við sundlaug heyrðum við svo 2 tjalla skipuleggja kvöldið og skáldagyðjan kom í heimsókn og úr varð lag.

Hvítur djöfull (syngist við lagið White Wedding með Billy Idol)

Hey litla stelpa, hvað kostar þú?
Hey litla stelpa, kom þú með mér nú
Hey litla stelpa, ég er eldri en pabbi þinn
Hey litla stelpa, engin Sóley hér
Hey litla stelpa, Mansal!

Þetta er fín borg fyrir, hvítan djöful
Þetta er góð borg fyrir úrkynnjuuuunn!!!!!
wooooahhhhhhh!!!!!!

Eftir skáldskapinn kíktum við aðeins út og þar sem við stóðum í miðju neonljósabaði kynntumst við óvart hálf-íslendingi sem ólmur vildi æfa sig í okkar ylhýra móðurmáli.  Stráksi hét Ross og vann við að hjálpa fólki að googlast betur.  Google brellið vann hann í samvinnu við aðra breta hér í Bangkok.  Ross kynnti okkur fyrir tveim samverkamönnum sínum og niðurstaðan varð að við myndum fylkja liði út á lífið.  Bretarnir voru rosa hressir og klárlega mjög sjóaðir í Bangkokdjammi svo við eltum bara.  Að lokum þegar klukkan var að verða 2 hoppaði hjörðin upp í rottu og stefnan var tekin á einhvern local klúbb.  Hér er bannað að vera með opið lengur en til kl 2 en löggan átti víst þennan klúbb svo skemmtistaðareglugerðin gilti ekki.  Það var líka ókeypis í leigubíl að staðnum, já hvernig væri það ef löggan ræki bara Hressó?  Þetta var að minnsta kosti hundleiðinlegur staður svo við létum þetta bara gott heita og brunuðum heim á hótel.  Búið að vera ágætt stuð og áhugavert að sjá hvernig þeir sem búa í Bangkok skemmta sér.

Við vöknunum með alla okkar Gleðimarkaðssjóði galtóma, of mikið stuð í einu bara gjaldþrot og gleðikreppa svo við þurfum að færa okkur um set.  Lagt var á ráðin um brottfarargræjun sem með hjálp hinnar óskeikulu Véfréttar var merkilega létt.  Já Ól-Pot og Blammbó ætla að fara að kikka því með Khmerunum í Kambó. 

 IMG_0063.JPG

 

Leave a Reply