Take me down to Krakow city, where the booze is cheap but the Poles ain´t pretty
Take me down to Krakow city, where the booze is cheap but the Poles ain´t pretty

Take me down to Krakow city, where the booze is cheap but the Poles ain´t pretty

IMG_1649.JPG

Lestarstöðin í Krakow var dásamlega vestræn.  Vel upplýstir gangar, aragrúi verslana og allt þrælmerkt á okkar elskaða latneska stafrófi.  Ekki lengur lesblindir undirmálsfiskar!  Enn ánægjulegra var þegar við stigum upp í glæsibifreið af Benz gerð og kurteisi leigubílstjórinn setti mælinn í gang.  Ekki glæpamaður, ekki í ónýtri Lödu og kannski jafnvel edrú.  Hótelið reyndist svo eiginlega vera íbúð og var í stórglæsilegum mínimalískum stál og leður stíl.  Kannski ekki mjög verkamannalegt en ágætt í bili.  Við vorum vissulega glorsoltnir eftir ferðalagið en héldum aftur af ómannúðlegustu áthvötunum, á borð við að leggjast í mannát á götu úti, þar til við höfðum fundið þjóðlegan pólskan stað.  Þar sátum við þöglir með soltið Belsen-augnaráð þar til pólska eldhúsið skilaði okkur hrúgum að sveitadömplingum og pylsusúpum.  Yfir matnum lýsti Óli hungursögum frá umsátrinu við Stalíngrad úr bók sem hann hafði lesið og við vorum sammála að staða okkar fyrir mat hefið verið nokkuð svipu og 7unda hers þjóðverja þegar verst af lét.

IMG_1642.JPG
Hallandi höfuð

Eftir átið mikla ákváðum við að finna okkur rólegan bar og slaka aðeins á eftir daginn.  Við völsuðum inn á ákaflega chillaðan lounge bar þar sem við kynntumst fljótlega eldhressum norskum skipstjóra sem átti eftir að vera helsti leiðsögumaður okkar í þessari Krakowdvöl.  Jan er 39 ára skipstjóri á einu stærsta efnaflutningaskipi í heimi.  Hann er heljarmenni í vexti og burðum og býr í Krakow frekar en í Noregi sem honum finnst frekar þreyttur staður.  Konan hans var nýfarin í frí á Indlandi svo hagsmunir okkar lágu saman í að taka aðeins út tjúttið í Krakow í sameiningu.  Við gerðum því rækilega úttekt á ýmsum gleðireitum borgarinnar sem Jan þekkti alla eins og Panamaskurðinn.  Gríðarlegt stuð og Jan þessi stórskemmtilegur leiðsögumaður.  Þegar börunum lokaði bauð Jan okkur í heimsókn og eftirdrykk í miklu slotti sem hann átti í miðbænum.  Þar ræddum við norska menningu og ferðalög þar til morgunsólin var farin að ylja okkur.  Sérlega skemmtilegt kvöld.

IMG_1644.JPG
Óli, efnaflutningaskipstjórinn Jan og eitthvað pakk.

Gleði gærdagsins endurspeglist í ástandi dagsins í dag.  Þar sem við lágum gjaldþrota af gleðiskuldum kom skáldagyðjan í heimsókn og úr varð melankólísk sjálfsvorkunarballaða.


Flak í lín-laki (syngist við Nights in white satin með Moody Blues)

Flak í lín laki,
Engin vatnsflaska í grennd,
Hefði átt að fá mér lítinn,
En það var Special price my friend.

Hvíti postulíns-spegill,
Herm þú mér,
Hvað af kvöldmatnum mínum,
Enn ómeltur er.

Því ég er þunnur,
Já ég er þunnur,
Óóóóó ég er þunnur,
(Kór: aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa haaaaaaaaaaaaaaaaaaa)

Á hljóðhraða fór ég,
Gegnum gleðinnar dyr,
Sjálfsvirðing fallin,
Eins og bréfin í Byr.

Ógleymið opnast,
Æ hvað gerðist í gær,
Bömmerinn magnast,
Samviskuna slær.

Því ég er þunnur,
Já svo þunnur,
Ótrúlega þunnur,
(Kór: aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa haaaaaaaaaaaaaaaaaaa)

Er hættur að drekka,
Djöfladjús aldrei meir,
Farinn til Mekka,
Vill vera eins og þeir

Og ég er þunnur,
Ég er þunnur,
Ógeðslega þunnur,
(Kór: aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa haaaaaaaaaaaaaaaaaaa)


 
En við látum ekki smá timburmenn trufla mannfræðirannsóknir okkar.  Við drifum okkur því út um eftirmiðdaginn og tókum að kanna Krakow í dagsljósi.  Borgin er sérlega glæsileg steypulega séð og tröllvaxin torg leyfa röðum glæsibygginga að taka sig virðulega út.  Allt er morandi í veitingastöðum, vínveitingastofum og niðurgöngum í neðanjarðar tjútthella.  Við spásseruðum um þennan helsta minnisvarða um stórmennsku pólverja fyrr á tímum og ekki varð komist hjá því að gera ákveðinn samanburð við Úkraínu.  Steypa er auðvitað bara mis-glæsilegt grjót en fólkið hér er öðruvísi.  Pólverjar eru engan veginn glæsileg þjóð útlitslega en skarta öðrum eiginleikum þegar betur er að gáð.  Þeir eru svo glaðværir og hressir með að vera pólverjar í póllandi að unun er á að horfa.  Úkraínubúar eru miklu flottari í lúkkinu en fúllyndir og xenófóbískir fram úr hófi.  Við pældum aðeins og komum með skýringu.  Báðar þjóðirnar hafa mætt ákveðnum mótvind í sögulegum skilningi.  Pólverjum var slátrað í hrönnum af allskonar innrásarhyski en Úkraína var meira bara hersetin og þeir sveltir í hel með reglulegu millibili.  Pólverjar lifðu af á svona “Life is beautiful” pollíönnu-attítúdi en Úkraínubúarnir flutu áfram á hraustu genamengi og ömurlegum matarsiðum.  Nú eru Pólverjar ljótir en glaðir en Úkraínubúar sætir en leiðinlegri.  Sovétinn reyndir auðvitað að steypa þessu öllu saman í eitt, sem væntanlega hefði leitt til einhverskonar huggulegs meðalvegar ef nóg hefði orðið blöndunin, en eins og við vitum var ekki hlustað á þá stóru og eldsnjölluhugmynd.  Nú sita bara þessir sundurleitu nágrannar hvor í sínu horni og ná ekki saman.  Glatað þegar góðmennska sovéthugsjónarinnar nær ekki fram að ganga.

IMG_1646.JPG
Síðdegismatur eldaður á blóðugu sverði

Eftir vetvangskönnunina fórum við og snæddum meiri pólskan þjóðernismat, önd og villisvín með kartabbla.  Eftir matinn hittum við félaga Jan sem var hinn sprækasti og dróg okkur með sér á hinn pólska Hooter sem heitir Rooster (Jakob Bjarnar myndi væntanlega bara borða þar þegar í Póllandi).  Við fórum svo á barrölt og skiptumst á ferðasögum við Nossarann sem er gríðarlega sigldur og sagði frá ótal svaðilförum frá framandi löndum og þess sem við fræddumst um hinn dularfulla heim efnaflutninga og vandamálum á borð við stjórnlaus skip með 2000 tonn af blásýru innanborðs.  Mikið stuð.  Við kvöddum svo Jan með virtum og héldum heim á hótel.  Á leiðinni snéri Óli sig á ökkla og var í kjölfarið örkumla eins og Daniel Day Lewis í “My left foot”.

IMG_1661.JPG

Pólski Hooters

Dagurinn eftir fór í fötlun.  Óli bar sig gríðarlega illa og dró ekkert undan í væli og aumingjaskap.  Farin var sjúkrabirgðaferð, ökklinn stífvafinn og öll tiltæk medisínkunnátta okkar fullnýtt.  Að lokum komumst við eins og útúr “Touching the void” á veitinga
stað.  Það var þó lítið hægt að kanna Krakow meira með “The Icelandic patient” í eftirdragi svo við fórum bara upp á hótel og horfðum á afleitar Hollívúddmyndir á borð við King of California sem er kvikmyndarígildi þess að umskera sjálfan sig.  Við liðum loks inn í draumalandið þar sem við í bandalagi við Jan stýrðum Titanic glæsilega framhjá ísjakanum.

Þegar meðvitund var endurheimt græjuðum við ferð til Varsjár í snari.  Valið stóð milli Bratislava eða Varsjár en við vorum sammála um að Pólverjar krefjist nánari skoðunar svo við til höfuðborgarinnar að kanna hina pólsku þjóðarsál miklu nánar.  Við stukkum fimlega uppí lestina, nema Óli sem skakklappaðist eins og spýtukarlinn Gosi með kúk í buxunum upp tröppurnar og uppí vagninn.  10.000 pólsk hestöfl til að spýta okkar beint í faðminn á pólskri hámenningu.

IMG_1667.JPG

Kartabbla

Leave a Reply