Another brick in the wall
Another brick in the wall

Another brick in the wall

 IMG_1665.JPG

Polski kartabblinski

Þar sem við brunuðum gegnum græna kartöfluakra Póllands varð okkur sífellt ljósara hversu mikið við hötuðum hið vestrænda auðvald og afrakstur þess.  Lestin var rammþýsk, óþægilega hljóðlát og grunsamlega snyrtileg.  Var kannski einhver kúgaður alþýðumaður sem auðvaldið hafði náð önglum sínum í sem skrúbbaði allt hátt og lágt í skjóli nætur?  Sætin í lestinni báru merki hundrað markhóparannsókna þar sem myglugrá sætin voru skreytt með litlum marglitum ferningum þannig að ólíka skoðanir um einfaldleika og litadýrð fengu að fara saman. Ömurlegt og ósovétskt.  Svona meðalniðurstaða tíðkast ekki fyrir austan og markhópur eru bara þeir sem landamæraverðirnir mega skjóta ef þeir reyna að smygla sér yfir landamærin.  Við ákváðum því að fara í matarvagninn og fá okkur pólska hveitisúpu  og bjór til að vera í tipp topp ástandi við lendingu í vestur berlin.

Matarvagninn einkenndist eins og önnur auðvaldshönnun af rakinni meðalmennsku og óspennilegheitum.  Eftir nokkra leit að borði spurðum við bústna babúsku hvort við mættum kannski deila hennar borði sem reyndist ekkert mál.  Að pöntuðum bjór og súpu upphófust nokkrar samræður við babúskuna sem reyndist ekki baun pólsk heldur hollensk listakona búsett í Varsjá.  Á meðan við innbyrtum síðustu hálmstrá austantjaldsmenningar fræddi babúskan okkur um líf sitt og póllandi og það sem meira var útskýrði pólsku þjóðasálina fyrir okkur.  Pólverjar eru nebblilega ekki allir  sem þeir eru séðir.  Samkvæmt babúskunni byrjar sagan eftir stríð þegar fjölmargir Varsjárbúar höfðu verið svo óheppnir var deyja úr seinni heimstyrjöld og nýtt blóð flæddi til borgarinnar úr sveitum landsins.  Sveitavargurinn var blandaðist hinsvegar ekki vel og mórallinn í borginni var ekkert sérstaklega góður þar sem borgin var sundruð í heimsborgarabyggð og hick-ville.  Þetta gekk þó allt frekar sársaukalaust í hlýju járntjaldsins þegar það féll fór allt til andskotans. Allir vildu pepsí, lívæs og bmw og tóku til óspilltra málanna að berjast á banaspjótum til að fjármagna vestrænan auðvalslífstíl.  Enn í dag ríkir allgjört ofsóknarbrjálæði í garð nágranna þíns í Varsjá.  Við þökkuðum babúskunni fyrir greininguna og hurfum aftur í mitt-á-meðalkrúfu lestarhólfið okkar.
 

IMG_1670.JPG

Lestarstöðin í vestur berlin var viðbjóður. Það var eins og stál og gler byggingarstíllinn hefði hægt sér á lestarteinana og iðandi mannmergðin mynnti á fundvísan mauraher sem ætlaði að bera kúkaklessuna heim í þúfu sem björg í bú.  Hér ríkti auðvaldið og ekki varð um villst.  Uppdressaðir þjóðverjar örkuðu um glerferlíkið umluktir ilmvatnsfnyk, smurðir af rakakremum og með veskin stútfull af illa fengu fé.  Við sovet-vinirnir settum upp okkar mesta vandlætingarsvip og fórum rakleiðis út, uppí rottu og á hótelið.

 

IMG_1697.JPG

Enn og aftur sýndi Véfréttin mátt sinn og hótelið sem hafði verið bókað í blindri trú á ágæti hennar reyndist gæjalegra en bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona.  Við eyddum þó ekki miklum tíma í að hrósa þessu happi heldur skelltum okkur út í labbitúr að skoða þennan hugmyndafræðilega árekstrapunkt austurs og vesturs.  Það reyndist hinsvegar ekki jafn auðvelt og að bóka hótel gegnum google. Ónei, Berlin er risa-fokking stór og fljótlega vorum við villtir eins og tryllti Villi.  Þar sem við reikuðum í reiðuleysi um stræti borgarinnar ræddum við byggingarlist og urðum sammála um að Berlin væri kannski ekki alslæm hvað steypu varðar.  Þetta hefur klárlega verið mjög töff borg einhvern tíman enda ætlað að vera höfuðborg þriðja ríkisins en svo fóru þær áætlanir út um þúfur og borgin lögð að miklu leit í rúst samhliða því.  Yfir tiltektinni sem á eftir fór ríkti svo krumla auðvaldsins en niðurstaðan er þó talsvert betri en áðurnefndur lestarklefi.   Bruðlbragur auðvalskrumlunnar og „þeyiðu eða ég drep þig“ andi nasismans virðist hafa smollið saman gert Berlin hina glæsilegustu.

IMG_1693.JPG

Sumir eiga götur

 

En flott steypa duga skammt sem gleðigjafi og okkur gekk illa að finna mat eða almenna gleði í þessari auðvaldsauðn sem berlin virtist vera.  Hvar var allt stöffið ?  Reyndar fundum við fatabúð og keyptum sokka
(enda hinn kemíski sarín sokkur Balda sem nefndur var í síðasta kafla enn á hans fúla ferðamannafæti) en það virtist ekki vera mikið meira stuð í berlin en í hveragerði.  Á rölti okkar römbuðum við upp á checkpoint Charlie, þar sem austur og vestur skiptust víst á föngum, en núna hafði Krumlan tekið völd og fyrir milligöngu hinnar almáttugu Evru gat maður fengið að taka mynd.  Skransalar og afætur fóðruðust á ferðmönnunum eins og nauðgarar á mógadonrotaðari mey.  Hvar er sælan sem véfréttinni hafið orðið tíðnefnt?  Hvar var eiginlega draumurinn??
 
Við völsuðum um í nokkra klukkutíma áður en við ákváðum að fara leið auðvaldskrumlunnar og bera fé á leigubílstjóra til að koma okkur á stuðreit. Auðvitað var óskaplegt stuð í berlin, það var bara falið frá aðkomumönnum. Skyndilega stóðum við gagnvart svona 50 börum sem loguðu af stuði.  Við erum auðvitað sæmilega sjóðaðir í auðvalstjútti svo þetta var hálfgerður heimavöllur fyrir okkur vesturvelda sovétvinina.  Við bitum þó á jaxlinn og strunsuðum rakleitt inn á litla knæpu sem kallast Mybar.

Mybar var tómlegur en stórskemmtilegur staður.  Við létum tómleikan ekki aftra okkur og fljótlega vorum við komnir í hrókasamræður við barmærina og síð-miðaldra þýskan drykkjubolta.  Umræðurnar snérust um austur og vestur berlin og ágæti múrsins sem deildi þar á milli. Barstelpan var austur-þýsk og var ófeimin við að lýsa lífstílsbreytingunum sem urðu þegar auðvaldskrumlan reif niður berlínarmúrinn og pepsílífstíll vestursins flæddi inn.  Fulli kallinn var hinsvegar vestur þjóðverji af auðvaldsgerð fannst lítið til koma innlimunar sovétþjóðverjanna og sagði það hið mesta klúður.  Svo virðist sem að þetta séu að einhverju tveir aðskildir þjóðflokkar enn í dag en muninn má fyrst og fremst greina á „the little differences“, svo sem hvernig þeir drekka bjór og skot.  Auðvaldsþjóðverjar drekka skotið fyrst og fylgir bjórinn á eftir en sovétþjóðverjarnir setja skotið út í bjórinn og svo eru öll herligheitin drukkin eins og eitt stórt freyðandi skot.  Okkur fannst að minnsta kosti fulltrúi sovétþjóðverjanna miklu skemmtilegri þótt hún væri óttaleg mussa en hún var amk eldhress og reitti af sér Chuck Norris brandara. „Chuck Norris doesn’t cheat death. He wins fair and square“.  Hún sagðist líka bara drekka Chuck Norris piss í vinnunni en hann pissar víst Red Bull.  Það tók að lifna yfir Mybar og hinir ýmsustu furðufuglar skriðu þarna inn þegar komið var fram yfir miðnætti.  Hvað skrítnastur var lítill ítali sem var óskaplega hress með að vera búinn í vinnunni og stefndi út á lífið.  Við spjölluðum við hann og í ljós kom að hann hafði hlaupist á brott frá allri ábyrgð af þvílíku skammleysi að Andres Önd virtist traust og dygðug önd í samanburði.  Okkar maður hafði þar til fyrir 18 mánuðum átt skipulegt miðstéttarlíf, verið að klára háskóla, vinna, kærasta og fjölskylda en skyndilega fannst honum þetta bara allt svo þrúgandi og vont að hann ákvað bara að hætta og fara burt.  Hann tók því út alla peningana sína, örfá þúsund evrur, fór út á flugvöll og ákvað þar og þá að fara til Berlínar og byrja nýtt líf þar.  Nú vann hann sem þjónn á ítölskum veitingastað og enginn hafði neinar væntingar til hans.  Við ræddum stuttlega hugmyndina að gefa skít í heimferð og snúa bara við og flytja inn á Madonna Pub í Baku án þess að láta neinn vita.  Þótt okkur hafi litist vel á þetta var hugmyndin felld þar sem hvorugur okkar þorði í leigubíl frá flugvellinum í Baku í bæinn vitandi af Habib á götunum.  Við spjölluðum aðeins við barskvísuna um líf sovétþjóðverja eftir múrfall og stöðu þeirra sem knésettra þjóðar og í skemmstu máli staðfesti hún hugmyndir okkar um að ógnarvald auðvaldskrumlunnar hafi lumbrað duglega á saklausri þjóðarsál þessara elska. Helvítis Krumlan!
 

Við yfirgáfum Mybar urrandi af heift í garð Krummlunnar en einnig uppfullir af ást í garð þeirrar draumkenndu sjang-ri-la veraldar sem óx og þreifst í yl og skjóli járntjaldsins.  Á næturrölti um risastræti Berlínar kom skáldagyðjan heimsókn og við sömdum lítið lag:

Rauð jörð (syngist tregafullt við lagið Hótel Jörð)

Múrinn er fallinn,
Ei annar kemur í stað,
Sovétið horfið og Hreiðarar maka krókinn,
Auðvaldið sigrar og draumurinn hogginn í spað,
Rauðliðar farnir og Stálmennið löngu látið,

En til eru kommar sem bræðalag ennþá þrá,
Ögmundar sem múra á ný vilja reisa,
Eeeeeennnnn
Evrópusamband fljótt mun knésetja þá,
Og brátt mun fjórða ríkið upp rísa
(echo) rííísaaaaaa

 
Við risum seint og illa eftir menningarrannsóknir gærkvöldsins.  Síðasti heili dagurinn fyrir heimferð og hann skyldi nýta.  Dagurinn var því tekinn í draugkenndan labbitúr um hina tröllvöxnu Berlin.  Steypan hér reyndist glæsilegri hér en víða þrátt yfir áhrif helvítis Krummlunar.  Við hresstumst talsvert við labbitúrinn og þar sem við stóðum í miðjum þýsku miðalda gervihverfi ákváðum við að skella okkur á veitingastaðinn Kartoffelhaus no 1 til að veita jarðeplinu viðeigandi virðingu á þessu al&thor
n;jóðlegu ári kartöbblunnar. Lengi lifi kartabblan!  Á kartoffelhaus fengum við okkur fyrsta bjór dagsins og í uppfullir að bjartsýni hins batnandi manns pöntuðum við okkur kartoffelhaus special. Guð minn góður – kartoffelhaus special myndi duga sem hlaðboð á Leibstandarde SS reunion. Aðrir matargestir horfðu hneykslaðir á lýðheilsublinda útlendingana.  Kartoffel og wurst eins og það sé enginn morgundagur, og það sko enginn bændasamtaka SS pylsa. Ónei, 10.000 hitaeininga Elvisbani með karöfflunum og steik í eftirrétt.  Við átum eins og mennsk svarhol en í þessum grimma raunheimi glatast ekki massi eins og í eðlisfræðilandi en þegar við vorum farnir að minna á Aron Pálma á kökubasar sá varla á kartöbblufjallinu fyrir framan okkur.  Búnir að fylla á tankinn og þá bara að fara í smurningu.  Austurþýska barbeibið hafði sagt okkur frá miklu brennsabás í austur berlin og þangað var förinni heitið.  Vaggandi eins og mörgæsir eftir ofátið kjögðum við ofaní neðanjarðarlest, eins og ekki væri sjálfsagðara, og brunuðum í átt að Dachtstrasse þar sem síðasti snúningurinn á okkar menningarrannsóknum í austri skyldi fara fram.

IMG_1696.JPG

So viel kartabbla, das ist etwas für mich!

Hneykslun okkar á gleðiskorti Berlinar var skyndilega aflétt þegar við börðum hinn tröllvaxna gleðireit Dachtstrasse augum.  Útibarir og eldhressir alþýðuþjóðverjar eins og augað eygði. Hér var sem sagt lebensraum og menningarofgnótt eins og foringinn hafið viljað forðum.  Við skelltum okkur á rokkkennda knæpu sem gekk undir hinu skiljanlega nafni Rock bar og hjartnæmir tónar austurþýsku stuðrokkaranna Rammstein glöddu okkar sveltu hljóðhimnur.  Við tókum dágóða stund í ferðasöguskriftir og styrkir af gin og tonic tókum við meira að segja nokkra Fussball leiki við innfædda án þess þó að auka hróður íslendinga á þeim vettvangum. Gríðlegt rokk og það í mikilli sátt og samlyndi við tattúeraða gothara sem sungu með okkur Rammstein í óopinberri karíókíkeppni.

En öll gleði tekur enda.  Við redduðum okkur leigubíl en þarna í austur berlin ríður rokkið ekki við einteyming.  Leigubílstjórinn var enginn auðvaldsþjóðverja Hasselhoffaðdáandi heldur þrumaði Rammstein eins og Bens-græurnar leyfðu.  Á 140 með topplúguna upp brunuðum við um breiðstræti Berlína á heimleið með leigubílstjóran í banastuði.  “Du hast, du hast mich, du hast mich gefracht, du hast mich gefracht, du hast mich gefracht, und ich heb nichts gezagt! “  Við völsuðum skælbrosandi upp á hótelherbergi uppfullir af bjartsýni hins frelsaða manns.  Gleðin og bræðralagið lifir í rokki og austur berlín. 1 núll fyrir sovét móti Krummlunni.  Við liðum inn í draumalandið þar sem við í bróðerni byrjuðum að múra á Snorrabrautinni.

Eftir check out var tekinn skynsamur vestur þýskur auðvaldsleigubíll á flugvöllinn.  Þaðan ætlar Iceland Express að ferja okkur heim í rakann faðinn á íslenskum hversdagsleika.  Enn við örvæntum ekki þótt þar bíði ærin verkefni.  Ef það er eitthvað eitt sem við höfum lært af för okkar um austur evrópu þá er það að:

The world closing in
Did you ever think
That we could be so close,like brothers
The future’s in the air
I can feel it everywhere
Blowing with the wind of change

Leave a Reply