Ný menningarferð til Nýja heimsins
Ný menningarferð til Nýja heimsins

Ný menningarferð til Nýja heimsins

redrock-thumb.jpg
Eins og alþjóð veit hefur staðið til í tvö ár að endurtaka austantjaldsferðalag Óla og Blammo frá því sumarið 2004. Loksins er sú hamingja að raungerast og á morgun mun sú gleðistund renna upp að tvíeykið leggur aftur land undir fót og í þetta skipti er stefna tekin í vesturátt.
Þessi hlunkaferð er nebblilega engin sveitt bakpokareisa um menningareyðimerkur Evrópu – ónei – núna er stefnan tekin beint í hjarta kapítalismans, þar sem Græni Páfinn ræður ríkum í Las Vegas. Í þessari “spilltustu borg í heimi” munu hetjur okkar gista í glæstum píramíta og safna kröftum áður en lagt verður dekk undir veg og fjölskrúðugir menningarheimar suð-vestur Mammónistan gaumgæfilega rannsakaðir með glöggum augum spreng-sjónvarpsmenntaðra aðkomuafsprengja Hollívúddmenningarinnar.
Ef vel heppnast er fastlega gert ráð fyrir að svör fáist við óteljandi spurningum sem plagað hafa sjónvarpsmenntaða Íslendinga… svo sem hvar Elvis ali manninn, í hvaða high school sé sætasta fólkið, hvort einkalíf lögreglumanna sé áhugaverðara en annarra, hvort West side sé flottara en East side og svo mætti lengi telja.
Nú ef þú, lesandi góður, er að drepast úr forvitni varðandi undraheima bandarískrar menningar þá endilega láttu okkur vita og við munum gera okkar ítrasta til að komast til botns í málinu af þeirri herramennsku sem einkennt hefur ferðalög okkar hingað til. Eftir allt saman þá eru við jú sendiherrar Íslensku þjóðarinnar og um leið ykkar…..

One comment

  1. ÁSv

    Er píramítinn örugglega úr gerviefni? Vek athygli ykkar á grein í The Economist sem fjallar um “artificial theme parks” í USA.
    Have fun now – hear?
    -ÁSv

Leave a Reply