Freerange í Frisco
Freerange í Frisco

Freerange í Frisco

IMG_0139%20%28Resized%29.jpg
Liberal leftwing dreaming
(syngist við California Dreaming)
All the hippies frown,
And the men are gay,
I went out to smoke,
By the leftwing bay,
I hugged a mable tree,
To make me feel ok,
Liberal leftwing dreaming,
On such a summers day…

Þar sem við brunuðum í átt að San Francisco fór umhverfið að bera sífellt meiri umerki hippamenningarinnar. Allar strandir voru fullar af mussulegum sóldýrkendum og endalausar breiður af lífrænum ávaxtaökrum sýndu svo að ekki varð um villst að við vorum að nálgast hjarta hippamenningarinnar. Með Sævar beran að ofan og megna ávaxtakennda skítafílu leikandi um okkur ákváðum við að kveðja hippaslóðina highway 1 og brenna inná árangursmiðaða en útsýnislausa súper dúper hraðbrautina interstate 280. Að aka á I-280 reyndist eins og að hlaupa með buffalahjörð í vatnsrennibraut – ansi ógnvekjandi en um leið óvenjulegt og spennandi. Það hafði fallið í hlut Balda að vera stýrimaður og með hnúana hvíta af spenningi stýrði hann Sævar litla listilega að rásmarki líkt og um Need for speed eða Outrun væri að ræða.
IMG_0145%20%28Resized%29.jpg
Guð blessi Bandaríkin
Við skelltum Sævari í pössum og lögðum fótgangandi af stað inní miðborgina í leit að gistingu. Hér verðum við tvær nætur og þá vonandi fullmenntaðir í Californíutrjáknúsi. San Francisco er í raun ákaflega óamerísk borg. Meðan bandarískir þéttbýliskjarnar hafa að öllu jöfnu hagnýtni og drive-thru lífstílinn að leiðarljósi er San Francisco hönnuð af Evrópuskum sið með þéttofinn miðbæjarþjónustukjarna. Hér ríkir jú mannvina hippahugsunin og þröngt mega sáttir sitja. Og talandi um þröngt þá er þetta líka höfuðborg öfugugga Kanaveldis. Yfir hippa-homma paradísinni ríkja svo vinstri grænir frjálslyndir og sjá til þess að allir séu vinir. Þetta virðist allt vera að svínvirka hjá þessum elskum. Einhverstaðar verða jú vondir að vera og hér geta allir sem flokkast „hinsegin“ verið í góðum evrópskt þemuðum liberal gír frekar en að kássast upp á alvöru kanana sem rembast við að meika það og finna bandaríska drauminn. Okkur fyndist þjóðráð að senda Kollu og Steina J. Í hugmyndafræðiupdeit hingað til Crisco Frisco.
IMG_0142%20%28Resized%29.jpg
Við ákváðum að gista í San Remo, litlu krúttlegu hóteli í ítalska hverfinu North Beach. Þetta var augljóslega málið því þarna sveif kommúnuandinn yfir vötnum, rúmfötin voru úr organic bómull og bað og sjónvarp var haft sameiginlegt til að spara vatn og orku. Svo voru auðvitað hinir gestirnir skelfilega samheldinn hópur svo okkur leið meira eins og á ættarmóti en á hóteli í hommahöfuðborg. Rúmin voru líka extra lokkandi eftir neyðasvefninn í náttúruparadísinni en þrátt fyrir mikla ferðaþreytu þá dugaði enginn aumingjaskapur hér. Við höfðum bara tveggja daga deadline á hippakúltið svo við keyptum okkur bara djöfladjús frá vínekrum Francis Ford Coppola og settum taugakerfið í móttækilegheitagír áður en við stefndum niður á Fishermans Wharf – túristagildruhöfn staðarins. Það reyndst hinsvegar ekki ferð til fjár. Við fengum óætan mat fyrir morðfjár og hundfúlir yfir gröbbinu tókum við til óspilltra málanna að kanna gleðiheima þessarar hippahöfuðborgar. Eitt var þó asnalegra en allt annað. Það þarf að fara út að reykja. Þessum ólögum var komið á 1998 og hér í Skilningsríkjistan vöknaði brennsasölumönnunum bara um augun þegar við hröktumst út í ískalda nóttina að fíknast milli drykkja. Við kynntumst þó ótal demokrötum við lungnadeyfingar og allir virtust þeir hundfúlir útí stjórnvöld. Þeir kusu sko ekki Arnold og helvítis Runnann. Þar sem við röltum heim á leið vorum við sammála um að þessi borg væri betur sett sem borgríki. Þessar trjáknúsand elskur eigu jú ekki að þrufa að sætta sig við ofríki austurískra einræðisherra frekar en aðrir. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra og það að mussudúllurnar þurfi að líða fyrir íhaldsemi narkisistanna í Los Angeles er varla heiðarlegt.
Dagurinn eftir var startaður með freerange kjúklingi, organic appelsínusafa og free-trade kaffi. Heimurinn varð aðeins betri fyrir vikið. Við gengum svo San Francisco þvera og endilanga og skoðuðum hvern krók og kima. Að kvöldi snæddum við á hinum fræga hvítlauksveitingastað Stinking Rose og lyktandi eins og frakki í himnaríki (ef þeir komast þá á annað borð þar inn) gerðum við aðra og nánari tjúttkönnun á borginni. San Francisco kom bara ákaflega vel út og við gefum henni ISO 9005 gleðivottorð og hún telst þrælstimpluð stuðborg samkvæmt okkar bókum.
Picture%20003%20%28Resized%29.jpg
Westside!
Morguninn eftir minnti okkur rækilega á hvað vísindin geta verið harður húsbóndi. Við skelltum í okkur lífrænt ræktuðu kaffi, villihænueggjum og kosher beikoni og sóttum svo Sævar sem hafði vingast við Dodge Ram 3500 super-duty aðkomutrukk. Héðan er ferðinni heitið til Reno sem liggur í Sierra Nevada fjöllunum. Þar í local verkamannavegasi kanaveldis er víst endalaus, endalaus hamingja og algjörlega óstætt á öðru en að við tökum út stærstu og gráðugustu smáborg í heimi.
IMG_0143%20%28Resized%29.jpg
Brúin til Reno

Leave a Reply