Pest er verst, Búda er betri en Allah rokkar alltaf mest
Pest er verst, Búda er betri en Allah rokkar alltaf mest

Pest er verst, Búda er betri en Allah rokkar alltaf mest

Þegar við loksins stóðum á lestarpallinum í Búdapest taldi Baldi sig heldur betur vera á heimavelli eftir ævintýri síðasta sumars: “Þetta er ekkert mál, steinsnar frá lestarstöðinni á hostelið með Non-Stop Drink Bar þar sem ég var í fyrra”. Við óðum því af stað við sólarupprás en minningar Balda reyndust þó eitthvað þokukenndar og óáreiðanlegar. Um klukkutíma síðar, blautir af svita, sátum við loksins við bakka Dónár komnir svona hálfa leið. Baldi var búin að gangast við gloppóttu minninu en mundi þó að hostelið stóð við götuna Búdafoki. Með óendanlegri þrautsegju tókst okkur loksins að hafa upp á kribbinu án hjálpar frá dauðadrukknum Finnum sem voru eina lífsmarkið í Búdapest þennan morgun þar sem þeir ráfuðu um í áfengismóki, einir með kakkalökkunum á fylleríi.
IMG_0253.jpg
Við vöknuðum svo aftur um eitt leytið og fórum auðvitað beint á Non-Stop drinkbar, til að rannsaka gaumgæfilega þetta ölmusteri borgarinnar en urðum fyrir reiðarslagi þar sem ekki bara var barinn Stop, heldur búinn að skipta um nafn og hét núna Drönk Pub!? Óli brást ókvæða við og fannst hann hafa verið illa svikinn þar sem hann fullyrti að hann hefði aldrei farið viljandi til Ungverjalands nema útaf Non-Stop Drink Bar. Niðurlútir rölltum við því niður í bæ að spóka okkur meðal Ungverjanna.
Búdapest er eiginlega tveir bæir, annarsvegar Pest og hinsvegar Buda. Þær eru svo aðskildar með súperskólpræsinu Dóná og yfir hana liggja nokkrar brýr sem sauma þessi borgartetur saman í eitt. Pestarmegin er ferðamannabransinn í hávegum hafður með tilheyrandi okri og fyrirlitningu innfæddra á gestkomandi en Buda er meira svona Breiðholt bæjarbúa. Borgin í heild sinni skartar mikið af glæsilegri steypu og er þannig séð ákaflega falleg borg á yfirborðinu. En á móti kemur að skríllinn sem býr þarna veldur þvílíkri sjónmengun að gestum hættir sjálfsagt til að einblína ansi mikið á steypuna. Ungverjar eru sennilega ljótasta þjóð í heimi. Þegar þessi skoffín koma saman minnir það helst á leikaraliðið úr Quest for Fire í reykingarpásu. Okkur fannst þetta svo ótrúlegt og súrrealískt að við bjuggumst við að Hrafn Gunnlaugsson stykki fram þá og þegar að reka okkur af sviðsmyndinni sinni. Hvernig verður ein þjóð svona ljót? Við ræddum þetta mikið og fram kom tvíþætt kenning. Annarsvegar komst aldrei neitt Tyrkjasull að ráði í genapollinn þar sem Ungverjar voru ansi harðir í horn að taka hér á árum áður. Hinsvegr útaf öllu þessu herbrölti hafa allir hraustu sætu strákarnir verið að deyja á vígvöllum árhundruðum saman og vanskapaðir heimasætugemlingar (sem ekki gátu haldið á sverði) hafa einfaldlega ná að dreifa genum sínum eins og krabbameini um ættartré Ungverjanna. Nú þegar ekkert var eftir nema úrkynjuð örverpi hrundi þetta mikla herveldi eins og spilaborg og nú situr þetta genarusl eftir með smá-spildu inni í miðju landi og kveina yfir hvernig valtað hefur verið yfir þá. Við vorum sammála að hér lægi einhver stórkostlegasti óplægði akur fyrir lýtarlækningar í Evrópu.
IMG_0254.jpg
Hmm….
Þar sem við gengum um götur Pest ákváðum við að reyna að skipta Rúmeníugullinu okkar aftur. Þrátt fyrir ill augnaráð innfæddra, sem eru sérlega fýldir útí Rúmena fyrir að hirða af þeim Transylvaniu, létum við vaða og ákváðum að ganga bara á alla línuna af Gambíóbúllum. Við tókum þó að þreytast eftir hálftíma en drifnir af blindri græðgi og þrjósku þraukuðum við áfram. Að lokum þyrmdi yfir Balda þar sem hann stóð með hnefana fulla Leium. Hann féll á kné í sólskininu innan um hjarðir steypugladdra ferðamanna og vældi: “HUF – HUF fyrir LEI!!!”, það var eins og að Allah hefði heyrt þetta bænakall því á næstu skiptibúllu var Rúmenaauðnum tekið fagnandi og við gengum skælbrosandi út með vasana troðna af Huffum.
Eftir mat þar sem við röltum frá Pest til Búda sáum við skyndilega mikinn gleðireit undir einni brúnni. Við ákváðum að kanna hvað væri á seiði. Þarna fundum við staðinn sem ungir Ungverjar fara að skemmta sér og kannski ekki af ástæðulausu að hafa það undir brú. Þótt þetta liti út eins og holdsveikrahæli létum við vaða en skelltum til öryggis í okkur einum Absinth til að taka versta stinginn úr retínunni. Þetta reyndist talsvert tjútt en við þurftum að sinna kalli Drönk-Pub sem opnaði kl 22. Þegar komið var á hostelið heyrðum við ærandi hávaða koma upp úr kjallaranum þar sem Drönk Pub var. Varfærnislega gengum við niður stigann og kíktum inn dýflissulegan innganginn, Drönk Pub var í fullu fjöri! Slatta af vodka-tonic og nokkrum Rammstein lögum síðar kvöddum við nýju ensku vini okkar og fórum alsælir upp himnastigann í Schindlers Lift. Drönk Pub hafði staðið undir nafni og gefur Búda stóran plús í kladdann.
IMG_0266.jpg
Stop Drönk Pub formerly known as Non Stop Drink Bar
Daginn eftir fórum við í sund. Rétt hjá hostelinu var gígantískt rómverskt bað sem okkur fannst tilvalið að skoða. Þetta reyndist þó bjúrókratískt víti. Fyrst þurftum við að kaupa miða en allt var stíflað af herskörum japanskra ferðamanna sem veifuðu peningum, gögguðu hátt og hvellti hver á annan og blinduðu aðra sundáhugamenn með myndavélaflössum sínum. Eftir dágóða bið hafði gula hættan verið neutraliseruð með að opna sérstaka “whites only” miðasölu en sundmatseðillinn var svo ótrúlega flókinn, allt frá naflanuddi uppi í þurrhreinsun, svo enduðum við með einhvern almenningsþvottamiða. En Björninn var ekki sigraður. Það að rata um komplexið gaf okkur svona Hans og Grétu tilfinningu en við áttum enga brauðmola. Við fullyrtum að það að baða sig er hvergi jafn erfitt. Bálvondir og villtir á endalausum ranghölum þessarar bað-katakompu ræddum við hvaða geðsjúklingur hefði skipulagt þetta. Líklegast er að skipulagning baðhússins í Búdapest hafi verið síðasti dagskrárliður á koníaksfylleríinu í Versölum, þar sem tryggt var að austur-evrópa færi örugglega í hundana. Þegar við svo komum útúr hópbaðinu voru herlögreglumenn í óða önn við loka uppáhaldsbrúnni okkar til Pest og yfir höfðum okkar voru seinni heimstyrjaldar orrustuflugvélar að leika einhverjar listir. Við henntum sundfatnaði á hostelið en þegar við komum svo aftur út var löggan búin að múra okkur inni í Búda auk þess sem hjarðir óaðlaðandi Ungverja voru að taka sér stöðu, drekkhlaðnir af brennivíni meðfram Dóná. Hvað var í gangi? Búda, líkt og Breiðholtið skartar ekki matarmenningu svo við þurftum til Pest. Eina leiðin var að labba 3 brýr niður ánna, sem var langt, og svo alla leið í miðbæ. Þetta hefði ekki verið tiltökumál fyrir okkur göngugarpana en Ungverjar eru ekki bara ljótir heldur líka ótillitssamir, háværir og erfiðir með víni. Brúin var algjörlega stífluð af blístrandi unglingum, sem helltu í sig áfengi eins og þau væru í útskriftarferð, og lágu svo eins og rekaviður á níðþröngri gangstéttinni. Ferðalagið tók því 2 tíma og mikið á taugarnar. Okkur tókst þó að borða og spenntir að sjá hvaða svaka tilefni var þessu ljótleikaþingi ( og við erum sko búnir að berja augum a.m.k. 50þús Ungverja og ljótlegakenningin telst sönnuð ) Þetta reyndist svo allt bara snúast um rakettur og gamlar flugvélar… Herre Júmmola!
Algjörlega uppgefnir af þessari þjóð- fórum við á Drönk Pub. Við undirspil tilfinningarþrunginna umræða um hversu hrikalega sniðugt það væri fyrir Ungverja að taka upp islamska bókstafstrú, þótt ekki væri nema bara til að geta pakkað veikara kyninu inní svört lök, kom vinkona okkar skáldagyðjan óvænt í heimsókn til okkar þar sem við sátum í reykmettaðri drykkjudýflissunni. Skáldamjöður og urrandi ættjarðarást gaf svo af sér ávöxt sem endranær, í þetta sinn spænskan smell sem kom frá hjartanu.
Sangre el Toro mi Corazon
Gólist með mikilli innlifun og móðurjarðarást með viðeigandi gítarleik
Donde esta miiii quenta
( ding ding ding ding ding diing drrrrriinnggg… )
Mi bella chicaaaa ( drrriiinng driinnng )
Cenicero mi Corazon
( ding ding dong dong ding ding dang rrriiinnng )
El grande Toro mi pantalones
( dang, dang draaanng draaannng )
Amo muchoooo terra mi madre
( ding ding dang dang dang d d d driiinnnng driing )
La la la corazon mi sangre sobre mi tierraaaaaa
( dring drang di di di dring dring )

Klukkan 9 næsta morgun vöknuðum við við ruddalegan barning á hurðinni okkar. Þar var á ferð hosteldrottningin, ungversk í útliti, og geðvond yfir að við værum ekki farnir út. Svefndrukknir og pirraðir ákváðum við að yfirgefa þetta Allahvolaða land og freista gæfunnar annarsstaðar. Með það upp í háls af rónum og dónum Búda og Pest, hoppuðum við upp í lest, því við viljum ekki vera í landi sem hengir smið fyrir prest.
IMG_0270.jpg
Skoda lest ferjaði okkur með sóma til Skódistan

Leave a Reply