Frá Mostar til Dúbrovnik var aðeins skárri rútuferð, allvega betra útsýni. Ekki endalausir hlykkjóttir fjallavegir sem fleygja manni til hliðanna beggja á víxl. Keyrt meðfram adríahafsströndinni sem er mjög falleg. Það er undarlegt að á miðri leið á svona 4-5 km kafla á ströndinni kemur Bosnía, og svo aftur Króatía, þeir voru reyndar ekkert að stoppa fólk á landamærunum, allavega ekki rútur. Þetta fyrirkomulag lyktar illa af einhverju friðarsamningaþrasi, Bosnía vildi líklega *smá* strönd og fékk, ég hélt að stjórnmálamenn væru búnir að læra af reynslunni að vera ekki að teikna landamæri í einhverju koníaksfylleríi.
Dubrovnik var ofarlega á planinu hjá okkur því þar var stödd stelpa sem Snorri þekkti frá evrópuævintýrum sínum síðasta sumar. Það gjörbreytir svona ferðalagi til hins betra að þekkja innfædda. Hún var búin að græja fyrir okkur gistingu og þar með er helsti höfuðverkurinn farinn og við þurfum ekki að díla við hausaveiðara á rútustöðinni.
Hoppum úr rútunni og þar biðu auðvitað 10-15 kellingar að bjóða herbergin sín til leigu “zimmer, zimmer, zimmer!!” æi þegiðu… Hringdum í Mörtu og hún sagði okkur að taka strætó niður að Pila, sem er virkishliðið að gamla bænum. Við þurftum nú samt að borða eitthvað fyrst, ekkert étið síðan í Belgrad fyrir 14 klst. Það var bara pizza og bjór og taxi. Villtir í strætó með bakpokann er bara vesen þ.a. við töxum þetta bara og lendum á sleasy gaur sem rukkar okkur líklega heldur mikið en tók samt ferðamannaræðuna á 10 mín, ætli séu leigubílstjórar í Reykjavík sem slumma útúr sér 200 ár af sögu frá BSÍ til Nordica?
Marta var með gistingu fyrir okkur í nunnuklaustri, sem var eiginlega heimavist rekin af nunnum því það var ekkert klaustrað við þetta. Helflott herbergi, risastórt eldhús, setustofa, sjónvarp og Jesú. Nunnurnar fóru meira að segja á ströndina að synda í vatikanvottuðum baðfötum! Þarna var stór garður í miðju húsinu með borðum og stólum, vínber og epli hengu fyrir ofan borðið og maður teygði sig bara aðeins upp og klippti fersk vínber með skærum, nokkuð flott. Auðvitað voru líka pöddur og gums að borða þetta líka og vínber beint af trjánum líkjast ekki erfðabættum bónus blautrúsínum. Fyrsta sem við lenntum í var að öldruð kona bað okkur um að bera töskurnar sína niður og við að sjálfsögðu gerum það. Eftir 4 hæðir niður stiga með hefðarkonutöskur var kominn tími á næringu í æð, svo gott að hafa sjoppu sér við hlið. Tyllum okkur út í garð með ölski.
Marta að synda, og fólk í uppnámi útaf marglittum sem komu reglulega til að bögga fólk. Ekkert grín að brenna sig á Medusa!
Snorri og Marta að synda
Þegar við erum búnir að koma okkur fyrir og væta kverkar förum við út og Marta sýnir okkur fyrst kirkjuna þar sem hún og vinir skólafélagar eru að vinna við að flokka gömlu tónverk og stimpla inn í tölvu. Þau eru öll að læra musicology í háskóla í Zagreb og þetta er bara sumardjobb með litlum pening en gistinu hjá nunnunum. Þarna var par frá Austurríki, 2 stelpur frá Zabreb í viðbót.
Um kvöldið hittumst við öll við gosbrunn sem er við aðalinnganginn í bæjarvirkið og það voru stór plön!. Í Dúbranum var einhverskonar sjómannadagur eða sumarhátið á bryggju sem hét Porporella, fengum sko að heyra allt um það því það var sko til lag! Allir kunnu textann og þetta var spilað NonStop, “porporella, porporella” við vorum farnir að syngja með á endanum. Þetta hljómaði eins og þýskt þjóðlag með harmonikku og tilheyrandi. Þegar við komum á staðinn var keppni í gangi, stórt skinkustykki hékk á gálga yfir sjónum og krakkar voru að hlaupa úti sjó til að reyna grípa skinkuna, sérkennilegt athæfi hjá innfæddum og engum tókst að að veiða kvikindið. Fleiri samkvæmisleikir voru á döfunni og við mönuðum okkur upp í að vinna skinkustykki í reipitogi! Við vorum 3 strákar og 3 stelpur þ.a. það þurfti 2 í viðbót og kannski ekki svo vitlaus hugmynd að bjóða einhverju innfæddu buffi í liðið okkar til að jafna leikinn aðeins, Marta var fljót að finna meðhjálpara hann var að vísu ekki buff en vildi endilega taka þátt. Þar var á ferð Filip frá Zagreb og hann kynnti okkur fyrir systur sinni Yelenu. Síðar átti eftir að koma í ljós að hún var heit í Snorrann sinn. Við þurftum að bíða helvíti lengi eftir að mega keppa, ok það var svosem í lagi en bjórdælan á bryggjunni bilaði á tímabili og skiljanlega greip mikill ótti um sig í lifrinni. Það reddaðist á endanum en etanólniðurrifsvélin þurfti samt að þola rauðvínsrudda um stund. Við þurfum að skíra liðið eitthvað og stelpurnar voru fljótar að því, við voru “Skinkurnar” á króatísku reyndar (skinkinsky?). Fyrsta liðið sem við kepptum við voru 8 ungar stelpur og við unnum þær, fögnuðum líklega aðeins of mikið því þetta var ekki alveg sanngjarnt. Næst byrjuðu svo 8 ofvaxin innfædd hormónaslys að gera sig tilbúna að refsa okkur. Okkur gekk ágætlega í byrjun en svo skyndilega komu 2-3 gaurar sem við þekktum ekki neitt, byrjuðu að toga hjá okkur og við unnum! En voru svo dæmd úr leik fyrir svindl, oh well ég hefði heldur ekki viljað verið tekin í tollinum með skinkuflykki í töskunni. Stelpurnar sögðu okkur svo seinna að þetta hefði verið viljandi gert svo að einhverjir útlendingar væri ekki að vinna hið alþekkta þjóðlega Porporellareipitog!
Þarna var fólk að fleygja sér í sjóinn til að veiða skinku.
Kit, Snorri og Marta. Kit var frá bretlandi og var einn á ferðalagi um evrópu á eiginn húsbíl.
Hlunkarnir, Yelena, Dina og austurríska gellan
Reipitogsnefndin að gera hernaðaráætlun og mér sýnist við vera að syngja bryggjulagið góða.
Við gosbrunninn góða þar sem við mældum okkur alltaf mót var lítill stallur á vegg, gestaþraut bæjarins. Fólk átti að stíga á stallinn og halla sér að veggnum og halda jafnvægi, þegar tók að kvölda var svo aðalstuðið að standa á draslinu og fara úr bolnum án þess að detta. Auðvitað stóðu ítalir þar í röð til að afbola sig og sýna, ég tel að orðið hógvær sé ekki til í ítölsku.
Við pöntuðum bara 2 nætur, og þegar þær voru liðnar var kominn tími á að bæta við, fór í anddyrið og *reyndi* að tjá mig við Systur Mariu en hún skildi bara ítölsku og króatísku þ.a. ég hefði alveg eins getað talað við klósettið á 4. hæð. Hún var alveg eyðilögð yfir þessu og fór að leita að þýskutalandi nunnunni eins og óðfluga, bankaði og vakti sofandi Snorra nokkru síðar til að segja að segja honum að það væri komin nunna sem gat talað í anddyrið!! Ég fer og stama “ein nacht mehr hier bleiben??” eða eitthvað álíka, og alveg pottþétt vitlaust en hún skildi þetta allavega eftir að ég sagði það í 5. skiptið, því hún var nákvæm og vildi hafa þetta á hreinu, enda þýsk. Þær voru ægilega hjálplegar þessar nunnur, við henntum öllum fötunum okkar inn í þvottahúsið og þær þrifu allt og brutu saman fyrir okkur. Vá gott að fara í samanbrotin föt sem eru ekki þvegin í vaski með sovétsápu! Þarna voru líka 2 non-stop tölvur til internetaðgangs og á hurðinni stóð hvað kostaði, svo átti bara að skilja pening eftir á borðinu. Okkur fannst það skrítið en það stelur engin af nunnum í kaþólikkalandi.
Borðuðum á sjávarréttastað um kvöldið, keyptum báðir smokkfisk og skelfisk. Snorri varð svona handónýtur í maganum við þetta og ældi eins og múkki allt kvöldið. Mundi það svo daginn eftir að hann er með ofnæmi fyrir skelfisk, hmm, (minna Snorra á að vera með líffæragjafakort og blóðflokkaskýrteini í næstu ferð)
Næsta dag fórum við með ferju í eyju sem heitir Lokrum með Mörtu, Dínu og austurríska parinu. Þarna var frábært að vera í sólbaði og synda í sjónum inn á milli, engar sandstrendur bara klettar og stigar ofan í sjóinn. Mikið skemmtilegra en sandur, stólaleigur og cervesusölumenn. Þó hægt að meiða sig allverulega á klettum og marglittum og fólk var fljótt að forða sér þegar “Medusa” sást. Mikill straumur þarna líka, við vorum öll í sjónum að henda bolta á milli okkar og eftir 10 mín vorum við komin hættulega langt frá landi án þess að taka eftir því. Þau töluðu mikið um þjóðsögur um eyjuna, og eitthvað “curse” en mundu ekki söguna, það var allavega stranglega bannað að vera á eyjunni eftir myrkur, það var víst. Frábær dagur og tókum síðustu ferju til baka.
Fórum á pizzustað að borða og helltum etanóli í okkur um stund. Þetta er frekar rólegur bær og allir staðir loka yfirleitt kl 01 þ.a. yfirleitt enduðu kvöldin með því að fara útfyrir virkið að klettaströndinni þar sem fólk sat langt fram á nótt. Langflestir þarna voru bandaríkjamenn og eini gallinn var að losa sig við þvag. Það pissuðu allir á klettana á afviknum stað og lyktin þarna var algjör viðbjóður. Ég steig eitt skiptið í þvagpoll andskotans þarna og jesús pétur hvað það var andstyggilegt. Þarna heyrðum við loksins söguna um Lokrum eyjuna því Yelena þekkti hana vel, hún vildi segja hana á Króatísku og Marta þýddi jafnóðum þ.a. þetta varð svona eins og draugasaga en í Ómegastíl, mikið flott. Þetta kvöld voru eldingar útum allt á sjóndeildarhringnum en engar þrumur, það gerði draugasöguna bara enn betri. Við vorum með kenningar að þetta væru ekki eldingar heldur japönsk skemmtiferðaskip með myndavélaóðu fólki, leit þannig út allavega.
En best að koma þá með söguna af Lokrum. Það hvíla álög á þessari eyju skv. innfæddum (setja spooky tónlist hér). Þarna er munkaklaustur frá 16.öld og munkarnir voru reknir af eyjunni þegar auðkýfingur vildi kaupa hana. Þeir voru ekkert að fíla það og fóru allir út með kyndla, héldu þeim á hvolfi og gengu í hringi í kringum eyjuna kyrjandi álög sem sögðu að hver sá sem eignast eyjuna muni deyja. Síðan hafa allir eigendur eyjunnar drepist með sviplegum hætti, einn framdi sjálfsmorð annar hvarf sporlaust o.sfrv. Álögin eiga líka við um þá sem taka eitthvað af eyjunni og eigna sér, grjót, blóm eða frosk. Það er bannað að vera á eyjunni á kvöldin, síðasti bátur fer klukkan 19 og þeir sem verða eftir deyja líklega kvalarfullum dauðdaga í boði munkanna.
Yelena og Filip voru þarna í sumarfríi með mömmu sinni og litlu systur, þau héldu fyrir okkur veislu í nunnugarðinum með heimatilbúnu beikoni og osti. Það sést kannski ekki á myndinni en litla systirin var hrædd við að vera ein í herbergi og er sofandi á hvíta bekknum bakvið og setti eitthvað blátt plastdrasl yfir sig til að hafa myrkur. Það voru örugglega talsverð læti í okkur en svo vildi hún hafa þetta. Við vorum með 2-3 bjóra í bakpokanum frá Belgrad og mamman spurði “hvaða bjór er þetta, zagorka?”, “bjór frá Serbiu” segjum við. Hún hristi þá hausinn og þrumaði dósinni í ruslið. Ekki alveg hress með að hafa einhver Serbabjór í veislunni, maðurinn hennar særðist í stríðinu og við vorum fljót að skipta um umræðuefni.
Beikonveislan
Fórum í göngutúr eftir virkisveggjunum, 400m á hvern kant og flott útsýni. Snorri leigði svona síma sem talaði við hann og sagði alla söguna. Áhugavert á köflum en full væmið kannski, allir kaflar enduðu á sömu línu “but Dubrovnik still stands!”, verið að vísa til að þessi bær var aldrei hertekinn í fyrndinni, Feneyjaveldið margreyndi að ná þessum bæ og hann var ekki sigraður fyrr en Napóleon tók hann.
Snorrski að hlusta af gaumgæfni
Þarna er Lokrum í bakgrunni.
Serbarnir gerðu óheiðarlega tilraun til að leggja þennan bæ í rúst og á þeim tíma var því mótmælt hástöfum af m.a. Bill Clinton, sem minnir mig á það að við hittum einmitt Chealsie Clinton á vergangi á virkisveggjunum. Eða hittum ekki, “sáum lappa framhjá okkur”, og og ég sá hana ekki, bara Snorri. Hún var samt í fersku Snorraminni því hann hitti hana á Hverfisbarnum um daginn :) Sprengjurnar hittu á nokkra staði og þá komu í ljós fornmynjar sem höfðu ekki áður sést, einhver matarbúr og geymslur sem var búið að byggja yfir, jæja eitthvað jákvætt við að vera bombaður.
Þessi bær er frábær og fræga fólkið fílar hann, Larry Ellison var með snekkjuna sína þarna á akkeri, gott að sjá hvert oracle örgjörvaleyfispeningarnir fara í. Næsta stopp hlunksins er Ítalia og við skoðuðum ferjuferðir. Einfaldast er að fara til Split með rútu og ferja sig þaðan, þá splittum við til split.