Það kom í ljós að komast frá Sofiu til Króatíustrandar er algjört sársauki, engar lestir, engar rútur, urðum að taka lest til Belgrad sem er mikill krókur, lítur ekki út fyrir að vera langt á landakorti, en tekur 24 klst að komast alla leið. Við fórum á nokkrar bílaleigur og spurðum hvort við gætum skilið eftir bíl í Króatíu, það var alveg útilokað og fólkið hissa á svona svakalega heimskulegri spurningu, “ætlaru með bílinn minn til Serbíu???, not possible!”. Tökum þá enn aðra 13 klst næturlestina til Belgrad. Á lestarstöðinni eru öll skilti á cyrrilísku letri og brautarnúmer á rómverskum tölum. Einhver var búin að vara okkur við þessu, því hann hafði tekið vitlausa lest í Sofiu, pallurinn var merktur 5z (með rúss-rómverska dæminu, V og z sem er 3 á hvolfi) og 2 lestir á teinum en það reddaðist, auðvelt að klikka á þessu samt og enda í Fjarskanistan. Þarna hjálpaði auma þýskukunnáttan því Der Schlafwagenmeister talaði bara þýsku fyrir utan serbnesku, vagninn var tómur því það týmir greinilega enginn að borga 10 evrur fyrir rúm. Við erum engir pjattaðir lúxuslúðar, aðallega hræddir við töskuþjófa og bara hægt að læsa að sér í svefnvagni. Það er svosem hægt að skiptast á að sofa í venjulegum vagni, en þá er morgundagurinn ónýtur, allavega einhver geispandi.
Lestin fer af stað og við byrjum að lesa um Serbiu í bókinni góðu, Snorri rekur þá augun í málsgrein sem segir að allir þurfi vegabréfsáritun til Serbiu! Stresskast!!! Ok, það stendur reyndar að þeir séu að gera “tilraunir” með temporary visa, og bókin var prentuð í janúar þ.a. við huggum okkur við það, en það var í spilunum að við mundum gista þessa nótt í stofufangelsi, eða fleygt út á einhverri draugastöð í nomansland. Á síðustu stöð fyrir landamæri er stoppað og allt fólk úr fyrsta vagninum fært í aðra vagna, sagt að hann væri bilaður og það var fullt í hinum fyrir, nokkrir koma yfir í svefnvagninn til að fá pláss. Ég spyr Búlgarska stelpu í næsta klefa hvort hún viti hvað er að gerast, “nei” segir hún og biður um sígó. Við erum svo bæði að horfa útum gluggann á fólksflutningana þegar hún fær símtal. Á meðan kalla ég í Snorra “spurðu gaurinn sem var að koma inn, hvað er að gerast” þá réttir hún mér skyndilega símann, “Islandia he talk to you?!” og þar er gaur sem talar íslensku, Búlgari sem bjó á Íslandi í nokkra mánuði. Talaði smá við hann og hann kunni bara íslensku nokkuð vel, hann heyrði bara íslensku í bakgrunni og var forvitinn. Hann var staddur í Sofia en bjó á Stokkseyri fyrir nokkrum vikum, að vinna held ég en ætlaði í skóla á Englandi og svo aftur til Íslands, ótrúlega helvítis tilviljunin! (Kaupa lottómiða fljótlega). Við byrjum aðeins að tala við 2 gaura frá Slóveniu sem voru neyddir til að flytja í svefnvagninn, spyrjum hvað er um að ske? Þeir segja að flutningarnir á fólki milli vagnanna áður og sögur um að hann hafi verið bilaður sé bara rugl, þarna var verið að flokka Serba frá ferðamönnum, því Serbarnir séu að smygla ódýru stuffi frá Búlgaríu heim, auðveldara að leita og tolla ef búið er að flokka fólk niður, soldil fasistataktík if you ask me. Fólkið sem fór í serbavagninn var reyndar ekki með ferðatöskur heldur fulla plastpoka af góssi, þetta er bara eins og Keflavíkurvöllur, skinkuleitarvélar og sígarettutalningarfólk! 5 vagnar orðir 4 og lestin stoppar á landamærunum. Núna eru allir teknir úr lestinni, vegabréfin tekinn og fólk látið bíða á lestarpallinum, nema svefnvagninn :) 1.class má bíða inni í lest. Klukkustund síðar kemur gaur með 100 vegabréf í fanginu og byrjar að lesa upp nöfn, þetta tekur auðvitað slatta af tíma og er frekar fynndið að horfa á útum gluggann. Við varðhúsið standa 2 stelpur með bakpoka og bíða eins og þeim hafi verið fleygt úr lest og ekki hleypt inn í Búlgaríu, að bíða eftir lest til baka, við búum okkur undir svipuð örlög. 2 klst liðnar og lestin fer loksins af stað, keyrir 100 metra og stoppar aftur. Nú er komið að Serbunum og stressið að aukast, ég skil engan veginn hvernig Snorri getur sofið í gegnum þennann farsa. Landmæraverðirnir tékka á vegabréfunum, tala eitthvað sín á milli í smá stund og stimpla svo bara, ekkert mál!. Gaurinn frá Slóveniu úr næsta klefa kemur svo brosandi til okkar og segist þekkja serbnesku ágætlega og fannst þetta samtal fynndið, þýddi fyrir okkur hvað gekk á milli varðanna. “Islandia? what should I do with them” , “Um they look like nice guys just leave them alone” :) Að láta okkur í friði þýddi einfaldlega, ekki biðja þá um peninga. Ég var samt tilbúin með evrur í vasanum til öryggis, 50 í öðrum og 30 í hinum, ef þeir hefðu sagt “you pay” og miðað hólknum á okkur. Við hliðina á lestarteinunum var svo trukkaröð sem hreyfðist ekki í þessa 2 tíma, hvað er í gangi, eitthvað bust? Einfalt svar við því, landamærin eru bara lokuð, opna klukkan 6 :) trukkararnir eru bara sofandi í bílunum að bíða. Þetta voru samtals 4 klst á landamærunum og loksins er hægt að sofa….
Skoðuðum Belgrad, leit út fyrir að vera einfalt á kortinu í bókinni og við skiljum töskurnar og bók eftir á stöðinni í einhverju lockbox. Villtumst… löppuðum 4 km kl 7 um morgun, miðbærinn er á smá hæð en við vorum í tómu rugli og gekk illa að finna hann kortlausir, en loksins fundum við fólk og líf, þá er þetta bara flott nútímaleg borg með þessu fína virki og útsýni upp á hæðinni. Við gengum í gegnum garð fyrir neðan virkið þar sem smiðir voru að hamra saman útibari í tugatali, greinilega eitthvað partý í kvöld.
Einhver drápstól úr fyrri heimsstyrjöld…
Við röltum um borgina, fórum á rútustöð til að kaupa miða til Dubrovnik, við vorum heppnir því þeir byrjuðu fyrst í sumar með rútur beint til Króatíu, fólk er eitthvað aðeins að byrja jafna sig á stríðsbröltinu. Röltum meira og enduðum upp á tyrkneska virkinu aftur. Þar er þetta helfína útsýni yfir Dóná og Sava sem sameinast þarna.
Hlömmum okkur niður á bar til að fá non-stop þorstabana, fljótlega byrjar gaur á næsta borði að tala við okkur. Þar er á ferð Serbi sem er þjónn á daginn og gítarbuskari í frístundum, hann talaði mikið um stríðið benti okkur á byggingar sem bandaríkjamenn sprengdu. Eitt háhýsið sem var jafnað við jörðu var að rýsa aftur sem vestrænt súperhótel en var einhver stjórnvaldabygging áður. Hann sagði reyndar að Belgrad hefði sloppið vel í þetta skiptið, en að þessari borg hafi verið rústað c.a. 40 sinnum síðustu 1000 árin. Jú það getur passað, við sátum á bar í Tyrkjavirki, “yes the Turks, they destroyed us”, svo minntumst við á austuríki-ungverjaland, “yes, they destroyed us too”. Hann var frekar blankur þ.a. við keyptum bara bjór handa honum, og hann varð fljótlega kófölvaður. Tónninn breyttist aðeins við það, hann hélt langa tölu um fólk sem honum mislíkaði, albanir, tyrkir, bosníu múslimar… allt drasl í hans bók. Kynþáttafordómarnir flæddu útúr honum, komið nóg þ.a. við spurðum hann hvort hann vildi ekki bara spila á gítarinn fyrir okkur, hann tók nokkra serbneska slagara en gítarinn var soldið brotinn og beyglaður, hljómaði ágætlega þó.
Vespa dýfði sér í drykkinn hans Snorra, en tókst svo að fljúga í burtu einhvernveginn, vodkablaut fluga stingur varla fólk… Við röltum niður að Belgrad Beer Festival svæðinu aftur og núna var þetta að fara í gang, vont serbarokkband komið upp á svið og gamlar flugvélar fljúgandi yfir svæðinu en bara í 200-300 feta hæð sem var nokkuð flott.
Þarna er einmitt háhýsið sem usa jöfnuðu við jörð
Við hlustuðum á nokkrar hljómsveitir sem voru hver annarri verri, þetta var rokkpartý og ótrúlega mikið af svona svartklæddu iron maiden bola goth liði útum allt. Þegar var farið að rökkva byrjaði fólk að streyma að svæðinu í þúsundatali, við héldum að þetta væri bara smá útipartý og alveg ótrúlega vitlausir að vera búnir að kaupa rútumiða til Króatíu kl 23, missum af þessu. Byrjuðum að labba að lestarstöðinni og það var mikil raunarganga, allur helvítis bærinn að fara í partý, og við eins og 2 laxar að synda á móti fólksstrauminum. Þetta var miðvikudagur og hátíðin stóð til sunnudags! Bara 12 klst rúta og newsweek fyrir okkur, eina helvítis blaðið á ensku sem er á boðstólnum. Við erum með miða í rútuna, en af einhverjum ástæðum þarf að borga 2 evrur auka fyrir að setja töskur í farangursrými í rútu hér. Við vissum ekki hvaða leið rúta fór en það kom landamæratékk mjög fljótlega og við vorum soldið að pæla í hvort við værum í réttri rútu, lásum vegabréfsstimpilinn “heyrðu við erum Bosníu!”. Héldum að rútan færi til Montenegro og svo til Króatíu. Vegirnir voru ekki góðir endalausar fjallabeygjur, erfitt að sofa og bílstjórinn spilaði einhverja tyrkneska tónlist allan tímann. Endastoppið var Mostar í Hersgóvínu, borg sem fór frekar illa útúr stríðinu, sundursprengd og byssukúluför á öllum húsum. Skiptum um rútu þar…
5 Comments
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.
Ég var að fatta að Búlgaría gleymdist þarna inn á milli, serbinn var bara tilbúinn í ofninn þ.a. það kemur bara seinna…
Spilaði serbinn serbann ??
Nei við höfðum ekki nægan tíma til að kenna honum Serbann :)
Sæll Snorri og co!
Ég trúi ekki upp á ykkur að þið ætlið að skilja Búlgaríu útundan – ég var að þvælast þar sjálf í sumar og hef því beðið spennt eftir ferðasögunni þaðan – dýfðuð þið ykkur í Svartahafið eins og undirrituð?
Bestu kveðjur
Magga móðursystir hans Snorra Páls
Sæl Magga frænka,
það kemur nýtt blogg um bulgaríu fljótlega