Við hoppuðu upp í fyrstu lestina, til Hamborgar, keyptum smá bjór, tókum ferðatölvuna upp og fórum að spila tónlist, skoða myndir og skrifa ferðasögu, fólk horfði svolítið undarlega á okkur, enda flestir með vatn, heinz baunadósir og spil á borðinu hjá sér.
Þessi lest keyrir inn í ferju sem siglir svo til þýskalands, við höfnina bilaði reyndar lestin og komst ekki inn í skipið, seinkaði slatta útaf þessu og við komum 1/2 níu til Hamborgar, ekki með gistingu og ekkert sérstaklega spenntir fyrir borginni, þ.a. við ákváðum bara fara í bæinn og taka morgunlest til Prag. Hamborg virtist í fyrstu algjör draugaborg, “hvað eigum við að gera hérna í 9 tíma???”, en alltíeinu eftir nokkra km labb vorum við komnir inn í risativolí í einhverjum garði, mjög sérstakt. Þarna var allt mjög þýskt og skipulagt, allir löbbuðu í sömu átt og á sama hraða, alles in ordnung sko. Getur einhver útskýrt fyrir okkur afhverju það eru 2 rauðir kallar á gangbrautarljósum í þýskalandi, en bara 1 grænn? En við ákváðum að prufa nokkur tæki og þar á meðal fórum við í parýsarhjólið sem reyndist vera nokkuð hátt og Snorra stóð ekkert á sama þegar það fór að braka og bresta í græjunni. Eftir að tívólíð lokaði stundvíslega kl 00:30, og þá meina ég stundvíslega, fóru allir sem einn á Reeperbahn, sem bara 600m ofurdjammgata þ.e. rauða hverfið,
endalaust af allskyns kynlífsbúllum og börum,
og ein lítil hliðargata sem heitir Herbertstraße, þar sem gleðikonur fallbjóða sig í gluggum, frekar ógeðfellt, við spurðum kurteisislega, wie viel ist es? jú 50€ kostar kvikindið. Götumellurnar eru svo í kringum þessa götu, allar með magapoka framan á sér, líklega til að merkja sig, eða til að geyma bókhaldið. Snorri fékk tilboð frá einni slíkri, svaraði “No thanks I have a girlfriend”, gleðikonan brást heldur illa við og hrækti út úr sér “So you have a pig at home!”, síðar var hann Snorri svo rændur :(
visa kortið skyndilega horfið úr vasanum, smá panic og hringdi til að láta loka kortinu, mundi svo síðar eftir að 2 gaurar hefðu rekist í hann áður. Klst síðar hurfu 20€ úr vasanum hjá Oddi, þarf greinilega að hefta saman vasana sína á svona stað. Við létum þetta ekki trufla okkur, fórum inn á ofurbar, allir drykkir á 99cent, skelltum einu öllara í okkur þar og Oddur spilaði einhverja remixútgáfu af 99 Luftballons í glymskrattanum, þjóðverjarnir voru mjög kátir við það, síðan fundum við þennann fína rockbar, við bögguðum plötusnúðinn soldið mikið reyndar, biðjandi um Scorpions og Rammstein en hann tók vel í það, já og það var mynd af Derrick og Klein fyrir ofan barinn. Þetta hverfi fær bara 9 í einkunn, mikið stuð þarna. Þetta er að breytast úr subbuklámsector í partýbæ.
Kl 5:30 var kominn tími á að labba á lestarstöðina aftur. Hinsvegar var kominn soldill gallsi í okkur og eftir að hafa labbað framhjá ca 50 plastköllum þá ákváðum við að skoða einn plastkallinn sem olli því að Snorri gekk hálf haltrandi sem eftir var labbitúrsins.
Við vorum fljótir að sofna í lestinni og gekk sæmilega að sofa., nema bara miðaverðir, landamæraverðir og tollverðir stanzlaust að vekja mann, jú og þýsku kellingar sem ráku okkur burtu úr góðu sætinunum og sögðu að þetta væri merkt þeim (jú jú.. allt í orden), það á bara eftir að versna seinna meir. 8 klst vöknuðum við í Prag.
5 Comments
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.
já blammo þú kann að græða í casinóum ?
ef ekki þá mátt þú alveg hringja í mig mendur
hurru Snorri, gleymduru að lesa aðalkaflann í vasaþjófafræðunum??
Snorri á hvaða verkstæði fer bíllinn þinn,
kveðja
mamma.
Snorri….þó þú hafir verið rændur og ekki átt fyrir mellu í rauða hverfinu þá er nú óþarfi að hömpa bara næstu plaststyttu sem verður á vegi þínum!
hhahahah…festast á plaststyttu…hahah…ó en gaman!