Köben
Köben

Köben

Daginn í dag gerði drottinn guð.. fyrsti dagur hlunksins heppnaðist svona líka helvíti vel.


Byrjuðum daginn á því að koma okkur fyrir hjá Anders vini hans snorra, þessi öðlingspiltur bauð okkur gistingu í fínni íbúð nálægt miðbænum. Það var ofurheitt og við vitleysingarnir vorum alklæddir og svitnandi eins og sveittir sveppir á pönnu. Við ákváðum að labba til stínu svona til að kæla okkur aðeins niður og hvíla lúin bein.

Þetta er líklega síðasta skiptið sem við sjáum hana stínu okkar því að öllum líkindum verður búið að loka þessu fljótlega. Á strikinu hittum við hina helhressu íslensku “buskara” Bjórbandið

Þeir framfleyta sér eingöngu með spilamennsku, spila bítlalög á götum borga 4-5 sinnum í viku og hafa það bara helvíti gott. Eins og við var að búast mátti heyra íslensku á öðru hvoru götuhorni og skemmtum við okkur langtframeftir morgni í félagsskap með eldhressum íslenskum stelpum sem við hittum á Dubliners, hvar annarstaðar!  Dani nokkur sem var orðinn helheitur fyrir íslensku stelpunum ákvað að bjóða þyrstum íslendingunum á diskótek.
Dscf0032.jpgDscf0025.jpgDscf0042.jpg
Við ungarnir eltum gæsapabba sem þóttist vita hvað hann var að gera, eftir klukkutíma labb og mikið tuð og þras um einokunarverslun og kúgun dana á íslenskum bændum áttuðum við okkur á því að þessi ungi hermaður væri ekki með allar skrúfurnar á réttum stað. Þetta endaði allt eins og einhver útihátið, hrúga af íslendingum á gangstétt kl 7 um morgun að fyllibyttast.  Þegar komið var að heimferð vorum við orðnir mjög kátir en uppgötvuðum að við vorum orðnir peningalausir enda fór eyðslan á börum borgarinnar stórkostlega úr böndunum. Við tók amk. 5 km. labb heim til andersar og vöknuðu misjafnlega hressir. Höfðinginn hann Anders var búin að hafa til smörrebrod og kaffi í þunnkusnarl, tusind tak anders.
Dscf0063.jpg

7 Comments

  1. Ágústa og Guðný

    Ljómandi skemmtilegt að kíkja á Hlunkinn. Við skvísur löngu hættar vid að fara heim og erum búnar ad skrá okkur i danska herinn og stefnum á að spila Trivial á hverju kveldi….. góða skemmtun og skál…. kveðjur Ágústa og Guðný

  2. Blammo

    Skrá ykkur í danska herinn? hvað á það að þýða, ekki gott fyrir sálina að vera þjálfuð drápsvél. Við erum staddir í Prag þessa stundina, að undirbúa drykkju, búnir að panta næturlest til Kraká annað kvöld, verðum að skoða leifar þess sem þýskir hermenn voru að dunda sér við í Auswitch og Birkenau. Amything þetta var alveg óvart, köben er bara stútfull af íslendingum. Við vorum áðan á Pogobar í Prag, og þar sátu 2 íslenskar stelpur, en heilsuðu okkur ekki neitt, flýttu sér bara út… þ.a. þetta er alla vegana :)

  3. Auðbjörg og Elfa

    Við dauðöfundum ykkur að vera á þessu skemmtilega ferðalagi! ekki gleyma að skreppa til istanbul ;-)
    Kveðja Auðbjörg og Elfa (sem voru í hópi hina ölþyrstu íslendinga sem þið hittuð í köben)

  4. Snorri og Blammo

    Til ‘Agustu Audar Gudnyjar og Elfu:
    Saelar, hvernig er stadan a ykkur, komnar til islands eda hvad.. var tetta ekki grin med herinn.. hehe.. Well tid verdid ad muna ad segja hae tegar vid sjaumst a islandinu aftur… teas. ef vid komum einhverntiman heim.. okkur langar tad ekkert, alltof nice ad vera herna i austur evropu. vorum ad tjekka okkur inn a prydilegt youth hostel her i sofiu – bulgaria. virdist vera flott borg, nytt blogg um bukarest sem var sidasti destination er a leidinni.
    Gaman ad heyra fra ykkur!
    Kvedja , hlunkarnir..

Leave a Reply