Jæja þá er maður búinn að troða öllum helstu lífsnauðsynjum í bakpokann, fötum, myndavél, parkódín, biblíu og þetta er þungur andskoti, réttir kannski úr fyrir-framan-tölvustellingarkryppunni? Mýrdallurinn ætlar að skutla okkur út á völl kl 05:00, fórnar útsvefni fyrir hlunkinn sinn, tak skal du ha!. Næsta stopp er köben, planið var að fara strax til Heinekenistan að heimsækja hann Óla sem býr þar, en hann stakk af til portúgal, næsta stopp verður bara ákveðið á bar þegar kaldur callari er komin í guðsgafflana. Ég er búin að skella mánaðarskammt af kattarmat í baðkarið, er útlesinn í vasaþjófafræðum og segi bara bless…